Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 16
Kæli- og frystitæki TIL Á LAGER Sýningarsalur Draghálsi 4 Sími: 535 1300 verslun@verslun.is Scancool kælar úr ryðfríu stáli fyrir stóreldhús 543 og 1186 lítra Mikill órói er nú á rafmynta- mörkuðum í heiminum í kjöl- far falls FTX-rafmyntarisans og virðast ýmis fyrirtæki í geiranum riða til falls. olafur@frettabladid.is R a f my nt a m iðlu na r f y r ir t æk ið Genesis Trading hefur lokað fyrir innlausnir og lánveitingar á lána- sviði sínu. Þetta gerir fyrirtækið vegna höggbylgja sem ríða yfir raf- ræna eignamarkaði í kjölfar falls rafmyntarisans FTX. Genesis, sem er staðsett í New York, sendi í gær frá sér tilkynningu um að fall FTX hefði valdið óróa á mörkuðum og samtals væru inn- lausnarbeiðnir nú upp á hærri fjár- hæð en fyrirtækið hefði handbæra. Genesis er eitt stærsta fjármála- fyrirtækið sem þjónar rafmynta- markaðnum. Á vef Financial Times kemur fram að á síðasta ári hafi það lánað út meira en 131 milljarð Bandaríkjadala. Fall Three Arrows, vogunarsjóðs í Singapore sem sérhæfði sig í raf- myntum, kom mjög illa við Genesis. Three Arrows hafði veðjað á bitcoin og f leiri rafmyntir en óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í júlí þegar markaðurinn snerist gegn stöðu- töku sjóðsins. Samkvæmt dóms- skjölum hafði Genesis lánað Three Arrows 2,4 milljarða dollara án mikilla trygginga. Fall rafmyntakauphallar Sam Bankman-Fried upp á 32 milljarða dollara og systurfyrirtækisins Ala- meda Research hefur hins vegar sent höggbylgjur yfir rafmyntageir- ann og aðrar kauphallir og lánveit- endur reyna nú í óðaönn að sann- færa gagnaðila og markaðinn um að staða þeirra sé traust þrátt fyrir allt. Genesis segist hafa ráðið bestu ráðgjafa á markaðnum til að fara gaumgæfilega yfir allar leiðir sem færar eru í stöðunni og boða að í næstu viku muni verða lögð fram áætlun um áframhaldandi útlána- starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá Annar rafmyntarrisi riðar til falls olafur@frettabladid.is Verslun í Smáralind hefur verið mikil það sem af er nóvember og stefnir í að jólasalan verði meira en í fyrra og hitteðfyrra, enda engar samkomutakmarkanir fyrir jólin í fyrsta sinn í þrjú ár. Sandra Arnardóttir, markaðs- stjóri Smáralindar, segir jólaversl- unina sífellt færast framar og telur að þar hafi tilboðsdagar á netinu mikil áhrif. Hún segir verslanir í auknum mæli koma með tilboð í húsið á þessum tilboðsdögum. „Við vorum með Kauphlaup í byrjun nóvember sem dró mikinn mannfjölda í húsið og verslunin hefur verið mjög góð síðan,“ segir Sandra. Hún segir þetta vera mikla breytingu frá því í faraldrinum þegar engir viðburðir voru og fólk rétt fór út í búð til að ná í það allra nauðsynlegasta. „Nú er fólk aftur farið að njóta þess að fara í verslunarleiðangra. Við sjáum að þessi gamla jólastemn- ing er að snúa aftur og fólk sest inn á kaffihús og gengur milli verslana og hlustar á jólatóna. Það er líka gaman að viðburðirnir eru komnir aftur og vekja lukku. David Walliams var til dæmis í Pennanum-Eymundsson hér í Smáralind á laugardaginn og fyllti verslunina,“ segir Sandra Arnardótt- ir sem reiknar með að stóru nettil- boðsdagarnir sem eru fram undan í lok nóvember, Svartur föstudagur og Net-mánudagur, muni líka skila sér í mikilli sölu hjá verslunum í húsinu. n Nettilboðsdagar skila sér í verslanir Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir miklu breyta fyrir versl- anir að nú sé aftur hægt að halda viðburði sem laða að sér fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mikill titringur er á rafmyntamörkuðum eftir fall FTX. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP olafur@frettabladid.is Mikill viðsnúningur varð hjá fyrir- tækjum í ferðaþjónustu á síðasta ári. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ferðamálastofa hefur birt um fjár- hag og rekstur fyrirtækja í greininni. Sá varnagli er sleginn að viðsnún- ingurinn gefi ekki endilega góða mynd af stöðu ferðaþjónustunnar eftir Covid. Það stafi af því að fjár- magnsgjöld voru fryst á síðasta ári og því greiddu ferðaþjónustufyrirtæki ekki fjármagnsgjöld á árinu. Fram kemur hjá Ferðamálastofu að slæm skuldastaða fyrirtækja í greininni hafi því að öllum líkindum ekki batnað. Í þessu felst að þrátt fyrir að viðspyrna ferðaþjónust- unnar hafi haldið áfram af fullum krafti á þessu ári kunni afkomutölur að verða lakari í ár en í fyrra vegna þess að í ár koma fjármagnsgjöld inn af fullum þunga og vaxtaumhverfi hefur breyst mikið milli ára. Fjárhagsupplýsingarnar eru birtar í Mælaborði ferðaþjónustunnar þar sem hægt er að skoða ýmsar lykil- tölur fyrirtækja í ferðaþjónustu frá árinu 2015 til 2021. Í gagnagrunninum eru nú árs- reikningar fyrir árið 2021 frá tæplega tvö þúsund íslenskum fyrirtækjum sem eru ÍSAT-flokkuð sem ferða- þjónustufyrirtæki. Heildarfjöldi fyrirtækja í gagna- grunni Ferðamálastofu er um 2.500 en þau hafa ekki öll skilað inn árs- reikningum fyrir árið 2021 til Credit- info, sem Ferðamálastofa nýtir sér, auk þess sem sum hafa hætt starf- semi. n Viðsnúningur en miklar skuldir Ferðamennirnir eru komnir aftur en skuldastaða greinarinnar er slæm. Genesis starfar miðlunar- og vörslu- hluti þess með eðlilegum hætti, enda sé miðlunarhlutinn fjármagn- aður sérstaklega og ótengdur ann- arri starfsemi Genesis. Móðurfyrirtæki Genesis, Digital Currency Group, sem er í eigu millj- arðamæringsins Barry Silbert, hefur sent frá sér tilkynningu um að starf- semi þess og annarra dótturfyrir- tækja standi traustum fótum. Rafmyntafyrirtækið Gemini sendi frá sér tilkynningu um að því væri „kunnugt um“ stöðu mála hjá Genesis. Fyrirtækin eiga í sam- starfi um fjármálagjörning sem á að tryggja viðskiptavinum ávöxtun, sem er áþekk því sem hefðbundin skuldabréf gefa af sér, gegn því að lána út rafmyntir. n Enn hafa vandræði á rafmyntamarkaði ekki haft mikil áhrif á almennum mörkuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 16 Fréttir 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.