Fréttablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 20
Samtals
eru þeir
með nokk-
uð meiri
veiðiheim-
ildir en allt
það sem fer
til strand-
veiða,
byggða-
kvóta og
annarra
sérverk-
efna.
Ég hef aldrei verið sterkur í fjár-
málalæsi en nágranni minn hér í
Garðabænum virðist vera enn þá
slakari en ég. Ég hef nokkrar áhyggj-
ur af honum blessuðum því hann er
svo hoppandi glaður með hvernig
til tókst með söluna á Íslandsbanka
þrátt fyrir að hafa lesið skýrslu Rík-
isendurskoðanda sem sýnir marg-
víslegt klúður og að hlutur ríkisins
var seldur á lægra verði en hægt var
að fá.
Fjármálablinda er manni til mik-
illa trafala í lífinu og þessi granni
minn var fyrir hrun í alls konar
vafningum í einkageiranum sem
fóru illa en hefur nú sogið sig fastan
á ríkisspenann. Flestir eru sammála
um að ef þú hefur ekki fjármálavit
er ekki farsælt að vera vasast mikið
í peningum og sérstaklega ekki
peningum annars fólks. Þrátt fyrir
að hafa unnið manna lengst í faginu
slær fjármála tregða hans öll met því
vininum er lífsins ómögulegt að
skilja þessi einföldu sannindi: Ef þú
selur vöru sem mikil eftirspurn er
eftir á lægra verði en kaupendurnir
eru tilbúnir að borga ertu að tapa
peningum.
Eitt þúsund fimm hundruð sjö-
tíu og fimm milljónir út um glugg-
ann segir í skýrslunni um nýjustu
söluna hjá honum til handvalinna
kaupenda. Það er mikið fé og tekur
láglaunafólk þúsundir ára að vinna
fyrir því. Sá hluti þjóðarinnar sem
hefur bara kapítal til að fjárfesta í
strætómiðum og lífsnauðsynjum
tapaði því sem nam undirverðlagn-
ingu á bankanum. Þeir fjármunir
munu ekki fara í uppbyggingu inn-
viða landsins. Það er ránið.
Fyrri salan í Íslandsbanka byggð-
ist líka í sér sölu á hlut fátæks fólks á
undirverði til fólks sem átti peninga
til að fjárfesta í banka. Öfugur Hrói
höttur og allir glaðir?
Er það þetta sem granni minn
meinar með Stétt með stétt eða á
hann við hellulagðar innkeyrsl-
urnar hér í Garðabænum? Sumir
f lokkar hafa þá hugsjón að koma
eignum almennings til einkaaðila
en stjórnlaus gleði grannans með
þessi reglulegu bankarán bendir til
að hæstvirtur sé annað hvort talna-
blindur eða siðblindur.
Milljón dollara spurningin er
síðan hvernig þessar útsölur á
eigum almennings til auðmanna
eru liðnar aftur og aftur þrátt fyrir
mikla andstöðu meirihluta fólks í
landinu. Svarið við þeirri ráðgátu
er að finna hjá nýjasta glæpasagna-
höfundi landsins. n
Blindi bankasalinn
Sverrir
Björnsson
hönnuður
Á kjarninn.is og á heimasíðu minni,
birtust nýlega greinar, Fiskveiðiauð-
lindin og þjóðin, með talnalegum
upplýsingum um íslenskan sjávar-
útveg á síðustu árum. Tölurnar
voru að mestu sóttar í skýrslur
Hagstofu Íslands. Meðal þess sem
fram kom var að auðlindarentan,
þ.e. umframhagnaður í sjávarút-
vegi, á árunum 2010 til 2020 var
að jafnaði um 47 milljarðar króna
á ári hverju. Sú tala er í samræmi
við niðurstöður fræðimanna við
innlenda og erlenda háskóla, sem
rannsakað hafa málið.
Tölur eru góðar til að mæla stærð-
ir og magn náttúrulegra hluta og
huglægra fyrirbæra að því gefnu að
til sé almennt viðtekin mælieining.
En túlkun mælinga og vitund um
hvað þær sýna er háð reynsluheimi
hvers og eins. Átta ára vinur minn
hann Orri veit að stór líkönin af
Jurassic Park risaeðlunum kosta 20
til 25 þúsund krónur. og að það er
um tvöfalt meira en fótboltaskór.
Flestir skilja tölur upp á hundruð
þúsunda eins og mánaðarlaun og
hundrað milljónir hafa skírskotun
til verðs á íbúðarhúsnæði. Þegar
hærra er farið verður myndin óskýr
fyrir f lesta.
Hundrað milljónir eru einn með 8
núllum. Fjörutíuogsjömilljarðar eru
47 með 9 núllum, þ.e. 470 sinnum
meira. Árleg auðlindarenta 2010 til
2020 jafngildir 940 íbúðum hver að
verðgildi 50 milljónir króna, eða alls
10.340 íbúðum í þessi 11 ár. Önnur
mynd af stærð rentunnar fæst með
samanburði við nýja byggingu
Landsspítalans. Tveggja ára arður af
fiskveiðiauðlindinni hefði dugað til
að ljúka þeirri byggingu en þó væru
eftir rúmir 400 milljarðar í jarðgöng
og önnur verkefni.
Litlar tölur geta einnig verið tor-
ræðar. Í Stundinni, 11. 11. - 24. 11.
2022, er greint frá því að sex börn
fyrrum aðaleigenda eins stærsta
útgerðarfélags landsins hafi eign-
ast 96% í félaginu og að það fari
með 11,79% allra af lahlutdeilda í
fiskveiðum. Tvö þeirra hafa 2,98%
aflahlutdeildanna hvor um sig og
hvert hinna fjögurra hefur 1,38%.
Hann Orri vinur minn er líka býsna
slyngur í prósentum og fylgist vel
með afslætti af risaeðlum eða fót-
boltavörum. Honum þætti lítið
koma til 2,89 prósenta og hvað þá
1,38 prósenta en færi í verðskanna
til að sjá það í krónum. Það gerum
við líka.
Aflahlutdeild er ávísun á hluta af
þeim aflaheimildum sem úthlutað
er við upphaf fiskveiðiárs. Á þessu
fiskveiðiári hafa því tveir betur
settu af komendurnir hvor um
sig fengið heimild til að veiða um
14.500 tonn af þorski og þorskí-
gildum annarra fiskitegunda. Sam-
tals eru þeir með nokkuð meiri
veiðiheimildir en allt það sem fer til
strandveiða, byggðakvóta og ann-
arra sérverkefna. Verr settu afkom-
endurnir fjórir láta sér nægja um
7.000 tonn af þorskígildum hver.
Fyrirtækið sem um ræðir mun
vera vel rekið og skilar væntanlega
meðalhagnaði útgerðarfélaga hið
minnsta. Sé svo er af lahlutdeild
eigenda þess ávísun á jafnstóran
hlut í auðlindarentunni. Líklegt er
að á næstunni verði hún svipuð og
hún hefur verið á undanförnum
árum, um 47 milljarðar króna, eða
jafnvel hærri eins og fiskverðs-
þróun bendir til. Handhafi 2,89%
aflahlutdeilda fengi þá í sinn hlut
2,89% hennar eða 1,36 mrd. kr. ár
hvert en handhafi 1,38% aflahlut-
deildar fengi aðeins tæpar 650 m.kr.
árlega. Gjafakvótinn var á sínum
tíma réttlættur með því að verið
væri að vernda atvinnurétt manna.
„Verður er verkamaðurinn launa
sinna,“ segir í helgri bók. (Um skatta
og skattfrelsi þessara tekna er einn-
ig fjallað í tilvitnuðum greinum.)
Veiðiheimildum er úthlutað til
árs í senn og geta þær verið breyti-
legar milli ára m.a. vegna breytingar
á heildarkvóta og eins geta fylgt
þeim nýir skilmálar eða breyttar
forsendur svo sem veiðigjöld eða
annað. En að öllu óbreyttu munu
þeir einstaklingar, sem að framan
er getið, vakna við það einn morgun
við upphaf hvers fiskveiðiárs að sá
ráðherra, sem til þess er valinn,
færir þeim að gjöf fyrir hönd þjóð-
arinnar ávísun á 1.360.000.000 kr.
eða eftir atvikum 650.000.000 kr.
Sælla er að gefa en þiggja. Sá ráð-
herra sem gjöfina afhendir fer að
lögum sem eru ekki í samræmi við
rétt almennings og vilja þjóðar-
innar. Samrýmist þau ekki heldur
skoðun hans á réttlæti og sanngirni
á hann tvo kosti – að hlíta vondum
lögum eða að fá þeim breytt. n
Göróttar tölur og
gjafmild þjóð
Indriði H.
Þorláksson
fyrrverandi ríkis-
skattstjóri
Manneskja sem á að heita fullorðin
en heldur í þá barnslegu trú að þau
sem ráða séu betri, heiðarlegri og
sanngjarnari en þau eru, er eigin-
lega ponsulítið vitlaus. Ég hef verið
ferlega vitlaus.
Þau sem ráða hjá borginni eru þó
ennþá vitlausari því þau trúa því að
það sé endalaust hægt að komast
upp með að ljúga, fela og laumupú-
kast án þess að nokkur fatti það.
Nú er ég að vitkast örlítið og eins
og þeir vita sem það hafa prófað, þá
er það er ekki sársaukalaust. Þegar
maður kemst að því að meirihlutinn
í borginni er vísvitandi að mismuna
fötluðu fólki og halda upplýsingum
leyndum svo hægt sé að breiða yfir
ósómann, þá verður maður reiður
og sorgmæddur.
Eins og barn sem spyr í síbylju „af
hverju?“ hef ég barið hausnum við
steininn og haldið að með því fengi
ég einhverjar skýringar á því hvers
vegna fatlað fólk fengi ekki upp-
lýsingar um réttindi sín og af hverju
væri ekki hægt að bæta úr því.
Foreldrar fatlaðra barna fá, oftar
en ekki, mikilvægar upplýsingar
hjá öðrum foreldrum um réttindi
barna sinna. Fáránlegt! Það er undir
hælinn lagt hve þjónustufulltrúar á
hverfamiðstöðvum geta lagt mikið
af mörkum í að veita upplýsingar
en þar er engin handbók til að fletta
uppí og fólk verður að treysta á eigin
minni og hyggjuvit við vinnu sína.
Fúsk!
Tillögu FF um að bæta upplýs-
ingagjöf með vefsíðu og/eða bækl-
ingi var vísað frá hjá borginni. Af
hverju?
Svarið er nöturlegt. Í fyrsta lagi
kemur það sér fjárhagslega betur
fyrir borgina að halda fötluðu fólki
óupplýstu um rétt sinn.
Í öðru lagi myndi frjálst aðgengi
að upplýsingum opinbera mis-
munun sem borgin stundar á fötl-
uðu fólki.
Það er nefnilega þannig að þegar
manneskja með fötlun kemst loks í
búsetuúrræði hjá borginni, fer hún
allt í einu að njóta fríðinda sem hún
naut ekki meðan hún var í umsjá
örmagna foreldra sem unnu launa-
laust við umönnun þeirra.
Það er nokkuð síðan mig fór að
gruna að það væri eitthvað grugg-
ugt hjá borginni í þessum efnum og
að fatlað fólk sæti ekki allt við sama
borð þegar úthlutað væri réttind-
um, niðurgreiðslum og fríðindum.
Ég hafði þó ekkert fast í hendi fyrr
en nú.
Það þarf oft ekki mikið til svo
að það sjáist í svindlið. Í þessu til-
felli var það styrkur sem veittur var
fötluðu fólki í Covid-faraldrinum,
en aðeins þeim sem voru fluttir að
heiman.
Kannski réttlætti borgin þessa
mismunun með ranghugmyndum
um að fatlað fólk sem byggi í for-
eldrahúsum hefði það svo svaka-
lega gott. Það ætti moldríka foreldra,
haug af systkinum og ættingjum sem
sæi þeim fyrir stuðningi og félags-
skap. Því hefði það ekkert að gera
með Covid-styrk. Ég veit auðvitað
ekkert hvað fólk var að hugsa þegar
það tók þessa ákvörðun en hún hefur
átt að fara leynt enda öllum væntan-
lega ljóst að þarna var verið að mis-
muna fötluðu fólki eftir búsetu.
Þar sem ég hef vitkast þessi ósköp
undanfarið, geri ég mér ekki vonir
um að að meirihlutinn í borginni
taki þetta til sín né gangist við brot-
um sínum eða reyni að bæta fyrir
þau. Mig er farið að gruna að hann
sé sálarlaus með öllu. Hef þó ekkert
fast í hendi með það... ennþá. n
Ferlega var ég vitlaus
Ásta Kristrún
Ólafsdóttir
móðir ungs manns
með fötlun
Ef þú selur vöru sem
mikil eftirspurn er eftir
á lægra verði en kaup-
endurnir eru tilbúnir
að borga ertu að tapa
peningum.
20 Skoðun 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ