Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 28
Auknar tækni-
nýjungar, stöðugar
umbætur og styrking á
flutningskerfinu mun
leiða til minnkunar á
kolefnisspori okkar hjá
Landsneti og við erum
nær því að ná mark-
miðum Íslands í lofts-
lagsmálum ásamt Par-
ísarsamkomulaginu.
Engilráð Ósk Einarsdóttir
Raforkumál eru umhverfis-
mál þar sem öflugt raforku-
flutningskerfi er forsenda
sjálfbærrar og umhverfis-
vænnar orkunýtingar.
Markmið stjórnvalda í lofts-
lagsmálum eru metnaðarfull og
gegnir flutningskerfi raforku stóru
hlutverki við að ná markmiðum
Íslands varðandi Parísarsam-
komulagið. Aðgerðaáætlun Íslands
í loftslagsmálum er safn 50 aðgerða
þar sem orkuskipti eru mikilvægur
þáttur.
„Við hjá Landsneti erum með-
vituð um þá ábyrgð sem okkar
hlutverk er hvað varðar orkuskipti
og viljum ekki bara standa okkur í
eigin kolefnisvinnu, heldur verða
til þess að fleiri fyrirtæki og landið
í heild nái árangri,“ segir Engilráð
Ósk Einarsdóttir, verkefnastjóri
gæðamála og samfélagsábyrgðar
hjá Landsneti.
„Ein af forsendum þess að við
getum farið í orkuskipti hér á landi
er aukin flutningsgeta. Í grænbók
um orkumál sem kynnt var í mars
2022 komu fram sex sviðsmyndir
þar sem kemur fram hversu mikla
umfram orku mun þurfa í orku-
skipti. Flutningskerfið okkar í dag
er fulllestað, því höfum við verið
að leggja áherslu á að uppfæra
kerfið og þannig gera það tilbúið
fyrir orkuskiptin. Aukin eftirspurn
fylgir orkuskiptum og því mikil-
vægt að geta flutt orkuna á sem
hagkvæmastan hátt. Við uppbygg-
ingu, rekstur og viðhald mann-
virkja er tekið tillit til landslags og
verndun náttúru á hverjum stað.
Mikilvægt er að huga að náttúru-
vernd samhliða framkvæmdum,
að þekkja áhrifin sem starfsemi
okkar hefur á umhverfi okkar,“
segir Engilráð.
Raforkumál eru umhverfismál
Engilráð segir að Landsnet hafi sett sér stefnu í samfélagsábyrgð og umhverfisstefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kolefnishlutlaust Landsnet 2030
Engilráð segir að Landsnet hafi sett
sér stefnu í samfélagsábyrgð og
umhverfisstefnu.
„Í þessum stefnum eru skil-
greindar áherslur okkar og mark-
mið ásamt helstu verkefnum.
Helsta verkefnið okkar er að
verða kolefnishlutlaust fyrirtæki
árið 2030. Það þýðir að binding
kolefnis verður að minnsta kosti
jafn mikil og losun þess. Til að ná
þessu markmiði höfum við gert
aðgerðaáætlun þar sem tekið er
tillit til fjölmarga þátta í starf-
semi fyrirtækisins og við sett
okkur tölusett markmið á hvern
þátt. Við erum jafnframt með
öflugt umbótastarf, markmið
að lágmarka umhverfisáhrif í
rekstri fyrirtækisins og vinna með
umhverfisatvik. Ávallt er unnið
í því að gera betur í dag en í gær
enda umbótastarf mjög mikilvægt
í starfsemi Landsnets. Við erum
með vottað umhverfisstjórnunar-
kerfi,“ segir Engilráð.
„Árlega greinum við frá kolefnis-
spori okkar þar sem rekstrinum
hefur verið skipt upp í beina og
óbeina losun. Í útreikningum á
kolefnisspori okkar eru teknir
losunarþættir sem falla til við
starfsemina. Losunarþættir fyrir-
tækisins hafa verið greindir og
skipt upp í umfang 1, 2 og 3 eftir
því hvort um beina losun er að
ræða, eða óbeina. Fylgst er með
öllum losunarþáttum í græna
bókhaldinu okkar, langtíma- og
skammtímamarkmið sett og
umbætur eru gerðar reglulega,“
segir Engilráð.
Losunarbókhald frábrugðið
Hún segir að losunarbókhald
Landsnets sé nokkuð frábrugðið
því hjá öðrum fyrirtækjum.
„Sem dæmi um óbeina losun eru
flutningstöp en rúmlega 2% tapast
af þeirri raforku sem er sett inn í
kerfið á leiðinni til notenda. Þessi
tala mun að öllu líkindum hækka
með aukinni orkunýtingu og því
mikilvægt að unnið sé að styrk-
ingu kerfisins samhliða. Með því
að draga úr orkusóun þá aukum
við nýtingu á endurnýjanlegri
orkuauðlind þjóðarinnar og getum
við sem samfélag skipt út jarðefna-
eldsneyti fyrir raforku.
Helsta uppspretta beinnar los-
unar hjá Landsneti er vegna leka á
SF6-gasi en það er gas sem er notað
sem einangrunarmiðill í rafbúnaði
í tengivirki. Þar sem Landsnet
hefur sett sér kolefnishlutleysis-
stefnu þá spilar gasið stórt hlut-
verk. Í innkaupum á búnaði er það
reiknað inn í kolefnisverð og borin
saman verðtilboð með tilliti til
þess. Jafnframt hefur nýsköpun
og þróun á tengibúnaði verið
mikil og höfum við hjá Lands-
neti verið að fylgjast með þróun á
nýjum lausnum án SF6 gass sem
einangrunarmiðils. Aðrir los-
unarþættir eru, líkt og hjá öðrum
fyrirtækjum, til dæmis eldsneyti á
bíla og úrgangur,“ segir Engilráð og
bætir við:
„Auknar tækninýjungar, stöðug-
ar umbætur og styrking á flutnings-
kerfinu mun leiða til minnkunar á
kolefnisspori okkar hjá Landsneti
og við erum nær því að ná mark-
miðum Íslands í loftslagsmálum
ásamt Parísarsamkomulaginu.“ n
Orkuskipti.is er nýr upp-
lýsingavefur þar sem
almenningur getur nálgast
aðgengilegar upplýsingar
um orkunotkun, orkuskipti
og efnahagslegan ávinning
Íslands af orkuskiptum.
thordisg@frettabladid.is
„Þessa dagana er mikið talað um
orkuskipti, enda hafa íslensk
stjórnvöld sett háleit markmið í
loftslagsmálum. Ísland skal verða
jarðefnaeldsneytislaust árið 2040
eða ná fullum orkuskiptum, eins
og það er kallað. Full orkuskipti
þýða að við ætlum að hætta að
nota orkugjafa sem við flytjum
inn milljón tonn af á hverju ári og
borgum 100 milljónir fyrir og nota
aðra umhverfisvæna orkugjafa í
staðinn.“
Þetta segir Lovísa Árnadóttir,
upplýsingafulltrúi Samorku, sam-
taka orku- og veitufyrirtækja á
Íslandi.
En hvað þýðir þetta eiginlega?
„Svona markmið vekja upp ótrú-
lega margar spurningar hjá fólki og
setja fyrir ótrúlega mörg verkefni.
Er þetta hægt? Hvað kemur þetta
til með að kosta? Hvaða orka á
að koma í staðinn fyrir olíuna?
Og hvaðan? Hversu mikið þarf af
henni?“ nefnir Lovísa sem dæmi
um spurningar sem vakna vegna
orkuskiptanna.
„Tilgangurinn með vefsíðunni
orkuskipti.is er einmitt að svara
þessum spurningum og fleirum.
Við erum þeirrar skoðunar að
góðar upplýsingar séu algjör for-
senda þess að við getum áttað
okkur á vegferðinni sem fram
undan er og það er mikilvægt
að þær upplýsingar séu á góðu
mannamáli og byggðar á stað-
reyndum. Á orkuskipti.is eru settar
fram greinargóðar og myndrænar
upplýsingar sem eru byggðar á
opinberum gögnum. Vefurinn
varpar skýru ljósi á stöðuna og
hver ávinningur okkar af orku-
skiptum gæti verið fyrir íslenskt
samfélag,“ upplýsir Lovísa.
Margt sem kemur á óvart
Að nýja vefnum, orkuskipti. is,
standa Samorka, Samtök iðn-
aðarins, Landsvirkjun og EFLA.
Vefurinn gagnast öllum sem vilja
fræðast um eða leita sér upplýsinga
um orkuskipti, orkunotkun á
Íslandi, þróun orkunotkunar, og
svo kostnað við og mögulegan
ávinning af því að íslenskt sam-
félag hætti að nota eldsneyti.
„Það munar miklu um að hafa
góðar upplýsingar á einum stað.
Það er eins með þetta og margt
annað að hægt er að finna ógrynni
upplýsinga um orkuskipti, orku-
notkun og orkugjafa út um allt, ef
fólk leggur sig fram um að leita á
mörgum mismunandi stöðum. En
það munar líka miklu um að fram-
setningin sé skiljanleg því orkumál
eru í eðli sínu nokkuð flókin og
geta auðveldlega ruglað mann
í ríminu. Svo eru upplýsingar
misáreiðanlegar eins og gerist og
þá er stór kostur að allt sem er á
orkuskipti.is er byggt á opinberum
gögnum og staðreyndum,“ segir
Lovísa.
Hún telur víst að almenningur
getur orðið margs vísari á orku-
skipti.is.
„Já, ekki spurning. Ég held að
margt sem þar kemur fram komi
fólki á óvart, eins og til dæmis
þróun í orkunotkun í gegnum
tíðina og hversu stór hluti ork-
unnar sem við notum er vegna
húshitunar, baða og annarrar
neyslu. Eins er mjög spennandi að
sjá mögulegan ávinning af því að
hætta að nota jarðefnaeldsneyti,
en lærdómur af fyrri orkuskiptum,
eins og hitaveituvæðingunni, segir
okkur að það eigi ekki endilega að
koma á óvart,“ greinir Lovísa frá.
Meðal áhugaverðs fróðleiks
sem lesa má um á orkuskipti.is er
mögulegur efnahagslegur ávinn-
ingur af fullum orkuskiptum, sam-
kvæmt greiningu EFLU, en hann er
um 1.400 milljarðar króna fram til
ársins 2060.
„Það samsvarar fjármögnun
heilbrigðiskerfisins í fimm ár.
Heildarumfang fjárfestinga getur
numið 800 milljörðum króna á
sama tímabili, sem samsvarar
byggingu tíu nýrra Landspítala.
Orkuskiptin munu draga verulega
úr losun Íslands, eða sem nemur
88 milljónum tonna koltvísýrings-
ígilda (CO2) og eru verðmæti þess
um 500 milljarðar íslenskra króna.
Orkan í þessum milljón tonnum
af olíu umreiknast í um það bil
16 TWst af raforku. Það er orku-
magnið sem þarf til að uppfylla
gatið sem olían skilur eftir sig, en
til að setja þessa tölu í samhengi
eru þetta 80 prósent af því sem
framleitt er af raforku á Íslandi í
dag,“ segir Lovísa. n
Sjá meira á orkuskipti.is
Mikilvægar upplýsingar á mannamáli
Lovísa Árnadóttir er upplýsingafulltrúi Samorku. MYND/BIG
Það munar miklu
að hafa góðar
upplýsingar á einum
stað og að framsetningin
sé skiljanleg því orkumál
eru í eðli sínu nokkuð
flókin.
Lovísa Árnadóttir
4 kynningarblað 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURHREIN ORK A