Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 32

Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 32
Lífsferilsgreiningar eru til- tölulega nýtt viðfangsefni hér landi sem er best lýst sem aðferðafræði sem notuð er til að meta staðbundin og hnattræn umhverfisáhrif vöru, byggingar eða þjón- ustu yfir líftíma hennar. Mannvit býður upp á gerð lífs- ferilsgreiningar (LCA), eða vist- ferilsgreiningar, fyrir fyrirtæki og stofnanir ásamt almennri ráðgjöf á sviði verkfræði, umhverfismála og tengda tækniþjónustu. „Mannvit vinnur lífsferils- greiningar, eða vistferilsgreiningar, og getur unnið lífsferilsgreiningar fyrir alla,“ segir Bergrós Arna Sæv- arsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Mannviti. „Lífsferilsgreining er stöðluð aðferðafræði til þess að meta umhverfisáhrif yfir líftíma vöru, þjónustu eða mannvirkja. Það er oft talað um að skoða áhrifin „frá vöggu til grafar“ eða það sem er enn betra, „frá vöggu til vöggu“: til dæmis til að stuðla að hringrásar- hagkerfinu.“ Bergrós segir að aðaltilgangur lífsferilsgreininga sé að kortleggja umhverfisáhrif, en með kort- lagningu er hægt að benda á hvar þau séu mest og þannig hægt að ráðast í aðgerðir til þess að minnka umhverfisáhrifin. Í lífsferils- greiningum er ekki bara verið að skoða kolefnislosun, heldur eru fleiri áhrifaflokkar skoðaðir. Þar má nefna eituráhrif byggingarefna og áhrif á súrnun sjávar. Bygging, bílrúða og vetni Til að koma með dæmi um hvaða þættir eru skoðaðir má nefna bygg- ingu. „Við skoðum allt frá fram- leiðslu byggingarefna, til dæmis framleiðslu timburs fyrir glugga, þangað til að byggingin er rifin og byggingarefnin urðuð eða endur- notuð. Kortlögð eru umhverfis- áhrif frá framleiðslu timbursins, flutningur á verkstæði þar sem gluggarnir eru smíðaðir, flutningur til Íslands og að byggingarsvæði, endurnýjun og viðhald glugga á lífs- ferli byggingarinnar og hvað verður um þá þegar byggingin er rifin,“ segir Nína María Hauksdóttir, sjálf- bærniráðgjafi hjá Mannviti. „Við hjá Mannviti framkvæmd- um nýlega lífsferilsgreiningu fyrir framrúðuskipti fyrir Sjóvá. Annars vegar var gerð lífsferilsgreining á framrúðuskiptum og hins vegar viðgerð á framrúðu og niðurstöð- urnar bornar saman. Niðurstöð- urnar voru þær að það losar 24.000 sinnum minna að gera við sprungu í bílrúðu heldur en að skipta um meðalstóra bílrúðu. Með því að gera þessar greiningar geta fyrirtæki greint umhverfisáhrif þjónustu sinnar og farið í aðgerðir til þess að minnka umhverfisáhrif á sínum vegum ásamt því að miðla upplýsingum út á við til viðskiptavina sem verða þá meðvitaðri um sínar neysluvenjur. Sjóvá hlaut verðlaun fyrir Umhverfisframtak ársins 2022 fyrir að vekja athygli viðskiptavina á umhverfislegum ávinningi sem fæst með framrúðuviðgerð í stað framrúðuskipta,“ segir Nína María. Kristján Valur Vilbergsson, sér- fræðingur í sjálfbærri orku, segir tilvalið að nefna tiltölulega nýtt umræðuefni hér á landi, fram- leiðslu vetnis til notkunar á til dæmis flutningabílum, skipum eða til orkugeymslu. „Sú framleiðsla krefst „einungis“ vatns og raforku og fyrst við erum með svona flotta græna orku hérna á Íslandi, og oft á tíðum umframorku, þá væri hægt að nýta hana til framleiðslu á vetni. Með lífsferilsgreiningu væri til dæmis hægt að gera samanburð á umhverfisáhrifum af því að fram- leiða vetni hér á landi og flytja það til Evrópu eða að framleiða vetnið í Evrópu. En í Evrópu er mikil eftir- spurn eftir vetni.“ Lífsferilsgreining er greining óháðs aðila á umhverfis- áhrifum þessara mismunandi leiða. Ávinningurinn Kristján Valur segir að einn helsti ávinningurinn af notkun lífsferils- greininga sé að auðvelda þeim sem að byggingu, framleiðslu vöru eða þjónustu koma að taka upp- lýstar ákvarðanir með lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi. Því fyrr sem lífsferilsgreining er gerð, því auðveldara er að bregðast við til dæmis með að velja umhverfis- væn byggingarefni á frumstigum hönnunar. Það þarf að hanna byggingu eða vöru með tilliti til lífsferilgreininga, ekki framkvæma lífsferilsgreiningu eftir að bygging eða vara er fullmótuð. Ef þessi greining er gerð seint í ferlinu þá er mjög lítið hægt að gera: lítið rými til að minnka til dæmis kolefnislosun eða velja á milli byggingarefna. Lífsferilsgreiningar eru einn- ig notaðar sem grunnur fyrir umhverfisyfirlýsingar, sem eru stöðluð skjöl sem draga saman umhverfisáhrif vöru og gera þannig kleift að bera saman vörur. Bergrós Arna ítrekar að lífsferils- greining sé stöðluð aðferðafræði. „Þetta er gert út um allan heim til þess að meta umhverfisáhrif, þá sérstaklega kolefnisspor. Það þarf að kortleggja þessi áhrif til þess að vita hvar eigi að fara í aðgerðir og þannig minnka losun á heimsvísu. Við þurfum að fara að nota tólin sem við höfum til þess að ná fram raunverulegum ávinningi í umhverfismálum. n Kortleggja umhverfisáhrif til að minnka kolefnissporið Bergrós Arna Sævarsdóttir, Nína María Hauksdóttir og Kristján Valur Vilbergsson, starfsmenn Mannvits. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 8 kynningarblað 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURHREIN ORK A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.