Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 33

Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 33
Landsvirkjun mun leika lykilhlutverk í orkuskiptum Íslands. Samtímis dregur fyrirtækið úr eigin losun og styður orkuskipti erlendis. Egill Tómasson nýsköpunarstjóri, Sveinbjörn Finnsson viðskipta­ þróunarstjóri og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður Loftslags og grænna lausna, segja frá stefnu fyrirtækisins í loftslags­ málum. „Orkumál eru loftslagsmál,“ segir Jóhanna Hlín, „enda er ljóst að endurnýjanleg orka er það sem koma skal og jarðefnaeldsneyti er á útleið. Þessi orkuskipti eru nauðsynleg ef sporna á við hlýnun jarðar og það er mikill samhljómur um nauðsyn þess að rafvæða orku eins og hægt er í öllum heiminum, stuðla að orkusparnaði þar sem tækifæri gefast og bylta orku­ kerfum þannig að öll orka sé úr endurnýjanlegum auðlindum. Staða Landsvirkjunar þegar horft er til loftslagsáhrifa er því mjög góð, þar sem öll okkar orkuvinnsla er úr endurnýjanlegum auðlindum og í þokkabót erum við með eitt allra minnsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu,“ segir hún. Í því samhengi bendir hún á að viðmið ESB um raforku sem getur talist sem mótvægisaðgerð gegn loftslagsbreytingum sé 100 grömm koltvíoxíðslosunar á hverja kíló­ vattstund, en í starfsemi Lands­ virkjunar er þessi tala 3,6 grömm á kílóvattstund. Kolefnishlutleysi 2025 Jóhanna Hlín bendir á að öll starfsemi mannanna valdi losun og Landsvirkjun sé þar ekki undantekning. „Við höfum unnið markvisst að því um árabil að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslags­ breytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangurinn í loftslagsbókhaldinu okkar, sem óháðir endurskoð­ endur rýna árlega,“ segir hún. Landsvirkjun verður kolefnis­ hlutlaus árið 2025 og er að sögn Jóhönnu nú þegar komin vel á leið, en kolefnisspor starfseminnar hefur minnkað um 61% frá árinu 2008. „Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarm­ anum sem við munum ná eftir 3 ár. Sá samdráttur samsvarar um 2,5% af skuldbindingum Íslands um samdrátt í samfélagslosun. Fjölbreyttar aðgerðir í orkuskiptum „Landsvirkjun ætlar sér að vera leiðandi í orkuskiptum Íslands og hyggst gera það með fjölbreyttum aðgerðum,“ segir Egill og heldur áfram: „Í fyrsta lagi má nefna sam­ drátt í eigin losun eins og Jóhanna Hlín hefur komið inn á. Lands­ virkjun býður þar með upp á raf­ orku með eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist í heiminum. Í öðru lagi þróar Landsvirkjun tvö raf­ eldsneytisverkefni, vetnisverkefni annars vegar og metanólverkefni hins vegar, sem ætlað er að stuðla að orkuskiptum í samgöngum. Um er að ræða verkefni sem nú eru í svokölluðum þróunarfasa og ekki búið að taka endanlega ákvörðun um fjárfestingu eða endanlegt hlutverk Landsvirkjunar í fram­ leiðslunni sjálfri. Sú ákvörðun verður tekin síðar þegar meira liggur fyrir um kostnað, lagalegt umhverfi, stuðning stjórnvalda, eftirspurnarhliðina og svo fram­ vegis,“ segir Egill. Grænt vetni og metanól Fyrra verkefnið, sem Egill stýrir snýst um að hefja framleiðslu á grænu vetni sem notað verður til að ná fram orkuskiptum í þunga­ flutningum á landi. „Verkefninu er ætlað að ryðja brautina í vetnis­ væðingunni og búa þannig um hnútana að raunhæft sé að ná markmiðum Íslands í loftslags­ málum, í það minnsta hvað orku­ skipti í samgöngum á landi varðar. Vetni getur leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi sem algjörlega kolefnis­ frír orkugjafi og minnkað losun umtalsvert, enda losar einn stór flutningabíll ígildi losunar fleiri tuga einkabíla,“ segir hann. Sveinbjörn stýrir síðara verk­ efninu, sem snýst um skoðun á mögulegri framleiðslu metanóls, eldsneytis sem þykir henta vel fyrir orkuskipti á hafi. „Metanól er framleitt úr vetni og koldíoxíði. Metanólvélar eru nú þegar í notkun og alþjóðleg skipafélög, til dæmis danska fyrirtækið Maersk, hafa pantað fjölmörg metanólskip fyrir sinn rekstur. Ýmis íslensk fyrirtæki, bæði í skipaflutningum og sjávarútvegi, hafa sýnt metanóli mikinn áhuga og líta á það sem vænlegan kost fyrir fyrstu skref í orkuskiptum í sinni starfsemi. Við hjá Landsvirkjun höfum hafið samstarf við þýska fyrirtækið PCC SE um að kanna fýsileika fram­ leiðslu metanóls. Fanga mætti kol­ díoxíð frá kísilveri PCC á Bakka og nýta fyrir metanólframleiðsluna ásamt grænu vetni sem unnið yrði með endurnýjanlegri raforku frá Landsvirkjun,“ segir Sveinbjörn. Náið samstarf við atvinnulífið Sveinbjörn leggur áherslu á að þegar allt kemur til alls þurfi Landsvirkjun að vinna náið með atvinnulífinu til að mæta þörfum þess þegar kemur að gerð og magni rafeldsneytis sem þarf fyrir þeirra orkuskipti. „Orkufyrirtækin leggja ekki línurnar þegar kemur að orkuskiptum, heldur notendurnir. Þetta á til dæmis við um flutninga­ fyrirtækin, útgerðirnar og flug­ félögin. Landsvirkjun er einmitt í formlegu samstarfi við Eimskip, Icelandair og fleiri fyrirtæki þegar kemur að orkuskiptum þeirra.“ Egill bætir við að einnig sé mikil­ vægt að stjórnvöld leggi skýrar línur um hvernig þau sjái orku­ skipti Íslands fyrir sér. „Það verður vonandi ljóst þegar vetnis­ og rafeldsneytisvegvísir fyrir Ísland verður gefinn út. Til viðbótar við stefnumörkun þarf ríkið einnig að styðja við uppbygginguna fjár­ hagslega, enda um að ræða stórar fjárfestingar sem að öðrum kosti verða ekki að veruleika, bæði hjá framleiðendum og notendum. Þetta gildir jafnt um þau evrópsku verkefni sem nú þegar hafa litið dagsins ljós og væntanleg verkefni á Íslandi.“ Útflutningur á sérþekkingu Landsvirkjun styður við orku­ skipti erlendis í gegnum Lands­ virkjun Power sem er dótturfélag Landsvirkjunar og heldur utan um erlend verkefni fyrirtækisins. „Tilgangur Landsvirkjunar Power er að flytja út þá sérþekkingu sem við Íslendingar höfum aflað okkur á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og stuðla þannig að orkuskiptum erlendis. Félagið veitir ráðgjöf við undirbúning, byggingu og rekstur endurnýjanlegra virkjunarkosta og tekur þátt í þróun þeirra. Nýj­ asta dæmið um slíkt verkefni er 10 MW vatnsaflsstöð í Georgíu sem Landsvirkjun á einnig hlut í,“ segir Sveinbjörn og bætir við að Lands­ virkjun Power kanni möguleg verkefni á Grænlandi og í Kanada með það fyrir augum að styðja við orkuskipti á norðurslóðum. n Landsvirkjun í lykilhlutverki í orkuskiptum Starfsfólk Landsvirkjunar vinnur hörðum höndum að málefnum sem tengjast hreinni orku. Frá vinstri: Egill Tómasson nýsköpunarstjóri, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður Loftslags og grænna lausna, og Sveinbjörn Finnsson viðskiptaþróunarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsvirkjun er í formlegu samstarfi við Eimskip og fleiri fyrirtæki þegar kemur að orkuskiptum þeirra. MYND/AÐSEND Orkuskipti eru nauðsynleg ef sporna á við hlýnun jarðar og það er mikill samhljómur um nauð- syn þess að rafvæða orku eins og hægt er í öllum heiminuma. Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Landsvirkjun býður þar með upp á raforku með eitt lægsta kolefnisspor sem þekk- ist í heiminum. Egill Tómasson kynningarblað 9FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2022 HREIN ORK A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.