Fréttablaðið - 17.11.2022, Síða 42

Fréttablaðið - 17.11.2022, Síða 42
Ég held að Ibiza sé yfir höfuð kannski mesti áhrifavaldurinn og innblásturinn. Hippa- menningin er mjög sterk og andrúmsloftið á eyjunni dásamlegt. S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB SKOÐIÐ LAXDAL.IS Dúnkápur frá Hildur Hafstein skartgripa- hönnuður hefur vakið mikla athygli fyrir skartgripi með eigin nafni. Hildur rekur litla verslun og vinnustofu á Klapparstíg sem er sveipuð töfrum og lýsir persónuleika Hildar vel. sjöfn@frettabladid.is Hildur hafði mikinn áhuga á fötum og skrauti á unglingsár- unum. Hún klæddi sig á litríkan hátt og hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa. Hildur er fædd í Svíþjóð, alin upp hér á landi, en hefur alltaf sagt að í sér renni suðrænt blóð þótt hún viti ekki hvaðan það kemur. „Eftir Versló var ég óviss um hvað ég vildi gera þótt eitthvað skapandi lægi nú beinast við. Ég prófaði mig aðeins áfram og fór fyrst í viðskiptafræði í HÍ af því mér fannst það praktískt. Skipti svo yfir í lögfræði. Ekki fannst mér hún mikið skárri svo ég tók eina önn í heimspeki. Það fannst mér miklu skemmtilegra en ekki alveg það sem ég leitaði að. Haustið eftir byrjaði ég svo í klæðskera- námi í Iðnskólanum og þá gerðist eitthvað spennandi, sá samt að ég vildi frekar teikna föt en sauma þau. Þá lá leiðin til Barcelona í fatahönnun þar sem ég var í tvö ár, kom svo heim og kláraði BA í textílhönnun við LHÍ,“ segir Hildur. Fannst Cindy Lauper frekar töff Aðdragandi að því að Hildur ákvað að læra hönnun tók sinn tíma en sköpunarþörfin var ávallt til staðar. „Ég hafði sem unglingur mikinn áhuga á fötum og skrauti, klæddi mig alltaf mjög litríkt og fékk mömmu til að hjálpa mér að sauma skraut á flíkur eða mála skó. Get ekki sagt að ég hafi beint átt fyrirmynd en á þessum árum fannst mér Cindy Lauper frekar töff. Í Versló varð ég klass- ískari í klæðaburði, litagleðin og glamúrinn tóku aftur við, sérstak- lega þegar ég kynntist uppáhalds- eyjunni minni Ibiza en þangað fór ég fyrst í vinkonuferð 1989, vann þar í nokkur sumur og fer reglulega í heimsókn.“ Þar fæddust fyrstu skartgripirnir Spurð segist Hildur halda að hún hafi verið frekar skapandi krakki. „Ég var ágæt í að teikna og hafði gaman af að gera klippimyndir og búa til alls konar og ómeðvitað hef ég kannski alltaf verið dálítill textílnörd. Ég vann mest sem stílisti og búningahönnuður í sjón- varpi og leikhúsi eftir nám en ég gerði líka þrjár fatalínur, ein þeirra hét Barbarella sem ég gerði með Bjarna Breiðfjörð, vini mínum. Hún var mjög litrík og skemmtileg. Skartgripirnir komu hins vegar alveg óvart til mín. Ég fór í diplómanám á vegum Listaháskólans og Háskólans á Bif- röst sem hét Prisma og þar fæddust fyrstu skartgripirnir. Ég kláraði námið 2010 og seldi fyrst hönnun- ina í nokkrum búðum í bænum. Ég opnaði svo fyrstu verslunina mína 2012 á Klapparstígnum og er enn að.“ Hvar færðu innblásturinn í hönnun þína? „Bara úti um allt, úti á götu, í útlöndum, í náttúrunni, í bíó, myndlist, bókum, bara alls konar. Ég held samt að Ibiza sé yfir höfuð kannski mesti áhrifavaldurinn og innblásturinn. Hippamenningin er mjög sterk og andrúmsloftið á eyjunni dásamlegt. Svo er það jógaheimspekin, sígauna- menningin og ýmis sym- bólismi, eitthvað sem ég horfi mikið til og finnst gaman að skoða.“ Þegar kemur að formum, efnisvali og litum, hvað er það sem heillar þig mest? „Ég nota mest silfur í gripina mína en líka 9 karata gull. Svo eru nátt- úrusteinar alltaf stór hluti og öll sú litadýrð sem er í þeim. Steinarnir voru reyndar upphafið að þessu öllu saman, orkan og áferðin á þeim var það sem kallaði fyrst á mig. Svo vafði þetta upp á sig. Ætli steinarnir heilli mig ekki mest, sagan og orkan í þeim.“ Er eitthvað sem stendur upp úr nú þegar af því sem þú hefur hannað? „Já, ég get eiginlega sagt það fullum fetum að festarnar sem ég hef gert úr steinum og antík tyrkneskum textíl séu í uppáhaldi.“ Bjuggu í Valencia á Spáni Hildi hefur gengið fram- úrskarandi vel að kynna hönnun sína og koma henni á framfæri. „Ég hef reynt að vera í f læðinu með þetta allt saman og leyft hlutunum að gerast. Þessi litli heimur minn hefur vaxið og þroskast fallega. Ísland er lítill markaður og ég er svo heppin að mér hefur verið vel tekið frá byrjun og á orðið stóran hóp af frá- bærum kúnnum sem ég er þakklát fyrir. Við fjölskyldan bjuggum í Val- encia á Spáni í nokkur ár og þar rak ég vinnu- stofu samhliða búðinni hér. Ég fékk með mér gott fólk sem sá um búðina hér á Íslandi svo ég gat eytt tímanum úti í að spá og spekúlera og skoða tækifæri. Þar fann ég framleiðendurna mína, tvö lítil fjölskyldufyrirtæki með kynslóðahefð sem ég vinn enn með í dag. Það breytti öllu að komast í sérhæfða skartgripafram- leiðslu, þá gat ég bætt í vöruúr- valið, fór að selja í búðum úti og stofnaði netbúð.“ Getur þú gefið öðrum góð ráð sem langar að láta drauma sína rætast á þessu sviði? „Það skiptir máli að reyna að vera óhræddur. Hlusta á innsæið, ferðast, skoða, prófa, vera opin og fá ráð. Þetta er ekkert alltaf auðvelt. Ég viðurkenni alveg að það gat verið stressandi að hitta fólk í fyrsta sinn, framleiðendur, verslunareigendur og birgja, og kynna sig og sína vöru. Það er mér ferskt í minni þegar ég var ein í Istanbul í fyrsta skiptið að hitta silfurframleiðendur. Þegar ég kom á staðinn hitti ég fyrir þrjá fíleflda tyrkneska gyðinga í gömlu dimmu vöruhúsi og þeir fylgdu mér um á milli vörubásanna. Ég varð ekki smeyk fyrr en eftir á en að sjálfsögðu voru þeir hinir indælustu menn og ég hitti þá alltaf þegar ég fer til Istanbúl og fæ hjá þeim te,“ segir Hildur og hlær. Gallabuxur og hælar Hildur hefur líka fallegan og lit- ríkan fatastíl sem tekið er eftir. Hún lýsir stílnum sínum sem lit- ríkum en líka stílhreinum. „Galla- buxur og blússa er klassík og ég er mikið svoleiðis klædd dagsdag- lega í vinnunni, nota gallabuxur kannski aðeins of mikið. Dreymir oft um að vera í f lottum pilsum eða kjól og hælum en veðráttan hér býður ekki endilega upp á það, ég er reyndar dugleg að vera í hælum.“ Þegar kemur að sniðum er Hildur til í allt. „Ég fer í alls konar snið ef þau eru vel gerð og klæða mig en ég legg áherslu á góð efni, ég á alveg rosalega erfitt með léleg efni og vansnið á flíkum. Litir lífga upp á lífið, og hér í þessu skammdegi finnst mér enn meiri þörf á að klæðast litum, ég viðurkenni að Íslendingar mættu bæta sig á þessu sviði,“ segir Hildur að lokum með sínu geislandi brosi. n Litadýrð og útgeislun einkennir hönnun Hildar Hildur Hafstein skart- gripahönnuður hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á skartgripa- merkinu Hildur Hafstein þar sem fallegir, litríkir steinar með sögu og orku spila aðal- hlutverkið. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Þessar festar sem Hildur hefur gert úr steinum og antík tyrkneskum textíl eru í mestu uppáhaldi hjá henni. Einstaklega fallegar festar þar sem stein- arnir í allri sinni dýrð fanga augað. Ég nota mest silfur í gripina mína en líka 9 karata gull, segir Hildur. 6 kynningarblað A L LT 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.