Fréttablaðið - 17.11.2022, Síða 48

Fréttablaðið - 17.11.2022, Síða 48
Samstarfið er mjög gott. Menn vinna saman í þessu og hjálpa hver öðrum. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Allt fór í raun á annan endann þegar Dagný Brynjarsdóttir vakti athygli á málinu. Um var að ræða storm í vatnsglasi. Þegar rykið er sest má flestum vera ljóst að lætin í kringum búninga- mál landsliðsfólks á dögunum voru óþörf. Dagný Brynjarsdóttir, lands- liðskona í fótbolta, setti af stað snjó- bolta þar sem starfsfólk KSÍ mátti þola þung högg, og ég tók þátt í því. Þegar öll kurl komu svo til grafar mátti vera ljóst að hægt var að leysa þetta mál innan veggja KSÍ. Staðreyndin er sú að Aron Einar Gunnarsson er fyrsti landsliðsmað- ur í sögu Íslands sem fær sérstaka 100 landsleikja treyju. Vonandi er þetta hefð sem KSÍ tekur upp hjá sér en frumkvæðið, eins og komið hefur fram, var alfarið frá búninga- stjóra karlalandsliðsins. Þótt oft á tíðum megi vafalítið gagnrýna stjórn og starfsfólk KSÍ var farið offari í þessu máli og sparkað í fólk án þess að það ætti það í raun og veru skilið. Samkvæmt heimildum er í reynd verulegt ósætti innan KSÍ með framgöngu Dagnýjar í málinu. Eftir að hafa sett út Instagram-færslu á sunnudegi, höfðu Vanda Sigur- geirsdóttir, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ og Þorsteinn Halldórsson landsliðs- þjálfari samband við leikmanninn. Farið var yfir málið og allir töldu að því væri lokið. Það vakti því furðu þessa sama fólks að sjá Dagnýju í fréttum RÚV á mánudagskvöldi þar sem hún gagnrýndi sambandið á nýjan leik. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Dagný gagnrýnir sambandið opinberlega. Á síðasta ári vakti hún athygli á því að leikmenn karla- liðsins fengu að knúsa börnin sín eftir leik í september en konunum var bannað slíkt hið sama í júní. Var eðlileg útskýring á því, í júní voru strangari reglur vegna Covid-19 en í september. Voru íþróttafélög í vinnusóttkví á meðan verkefni stóð og máttu ekki hitta utanaðkomandi aðila. Gagnrýnin átti því engan rétt á sér. Málið er eins og fyrr segir stormur í vatnsglasi en út úr því kom þó að mögulega er hægt að gera betur þegar við kveðjum landsliðsfólk að ferli loknum. Viðeigandi væri að setja það inn í reglur hjá KSÍ að fólk fái sína stund til að þakka fyrir sig hafi það náð ákveðnum landsleikja- fjölda. n Þegar rykið er sest n Utan vallar Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is Tímalína málsins Apríl 2022 n Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir leika sinn 100. leik, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Serbíu. n Báðar fá afhentan blómvönd frá formanni KSÍ fyrir leikinn í Serbíu. September n Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason leika báðir sinn 100. leik, þegar Ísland mætti Norður- Makedóníu á Laugardalsvelli. n Báðir fá afhentan blómvönd fyrir leikinn við Þýskaland nokkrum dögum síðar á Laugar- dalsvelli. n Hvorugur fær afhenta treyju eftir leik. 2021 Nóvember n Birkir Már Sævarsson tilkynnir fyrir útileik við Norður- Makedóníu að það verði hans síðasti leikur. n Fær afhenta treyju eftir leik með áletrun „103“ sem er leikja- fjöldinn hans. n Birkir Bjarna- son slær leikjamet Rúnars Krist- inssonar (104 leikir) í leik við Norður- Makedóníu. n Fær afhenta treyju eftir leik með áletrun „105“ sem er leikja- fjöldinn, nýja metið. n Frumkvæðið er frá búninga- stjóra og liðsstjóra A-karla. Nóvember n Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 100. leik. n Fær afhenta treyju eftir leik með áletruninni „100“. n Frumkvæðið er frá búninga- stjóra og liðsstjóra A-landsliðs karla. n Þetta var því í fyrsta sinn sem leikmaður sem nær 100 A-lands- leikjum fær afhenta sérstaka „100 leikja“ treyju af því tilefni. 100 Í litlu knattspyrnusambandi eins og er á Íslandi er mikil- vægt að fólk vinni náið saman svo hægt sé að deila þekkingu sín á milli. Hefur þetta tíðkast hjá sambandinu um langt skeið, allar hendur á dekk til að hægt sé að halda úti liðum í fremstu röð helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalands- liðsins, er staddur í Litháen með íslenska karlalandsliðinu þessa stundina, þar sem liðið tekur þátt í Eystrasaltsbikarnum. Hann segir samstarfið á milli landsliða Íslands og starfsfólks þeirra gott og að fólk sé opið fyrir því að læra hvert af öðru. Þorsteinn fór með íslenska kvennalandsliðið í lokakeppni Evrópumótsins á Englandi í sumar og var hársbreidd frá því að koma liðinu í lokakeppni Heimsmeistara- mótsins, sem fram fer á næsta ári, en þangað hefur Íslandi aldrei tekist að komast. Þorsteinn segir alltaf hægt að gefa í og læra nýja hluti. „Ég er að skoða hvort það sé eitt- hvað sem við getum tekið inn eða gert betur,“ segir Þorsteinn brattur í samtali við Fréttablaðið. „Maður lærir alltaf eitthvað nýtt.“ Þorsteinn segir samstarf þjálfara A-landsliða karla og kvenna afar gott, sem og samstarf starfsfólks Knattspyrnusambands Íslands yfir höfuð. Fólk sé opið fyrir því að hjálpa hvert öðru og sömuleiðis læra nýja hluti. „Samstarfið er mjög gott. Menn vinna saman í þessu og hjálpa hver öðrum. Við erum saman á skrifstof- unni allan daginn og samstarfið er gott á milli allra aðila þar. Ég reyni að fylgjast með öllum,“ segir Þor- steinn sem tók við þjálfun kvenna- landsliðsins á síðasta ári en áður hafði hann starfað hjá Breiðabliki með frábærum árangri. Það er hins vegar allt öðruvísi að þjálfa landslið en félagslið og reynir Þorsteinn að afla sér þekkingar. Þorsteinn tók ákvörðun um að fara með karlalandsliðinu í verk- efnið sem nú stendur yfir í Eystra- saltinu.  Hann vonast til þess að hægt sé að bæta sig í starfi með því að sjá hvernig staðið er að hlutunum á öðrum stað. „Mig langaði að fara með og sjá hvernig þeir gera þetta. Maður er alltaf að hugsa nýja hluti og reyna að sjá hvað væri hægt að gera betur,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. n Vill læra af öllum sem hann starfar með í Laugardal Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er staddur erlendis með karlaliðinu þessa stundina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu komst í gærkvöldi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen í undanúrslitunum ytra. Nokkuð var um góð færi í fyrri hálf leik. Rúnar Alex Rúnarsson í marki Íslendinga þurfti að hafa sig allan við til að verja besta færi heimamanna þegar leikmaður þeirra slapp í gegn. Þá fékk Hákon Arnar Haraldsson hvað besta færi Íslands þegar hann skallaði boltann yfir markið. Það var svo lítið um dýrðir í seinni hálf leik, sem væri bæði gæðalítill og bragðdaufur. Það stefndi lengi í markalaust jafntef li, sem varð raunin. Það markverðasta sem gerðist í seinni hálfleik var þegar Hörður Björgvin Magnússon fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að kasta boltanum í and- stæðing. Það var gripið til vítaspyrnu- keppni. Þar skoraði íslenska liðið úr öllum sex spyrnum sínum en Litháar aðeins úr fimm. Það verður því Ísland sem mætir Lettlandi í úrslitaleik á laugardag. Leikurinn fer fram í Ríga. n Ísland áfram eftir vítaspyrnukeppni Arnar Þór Viðarsson er á leið með sína menn í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 24 Íþróttir 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.