Fréttablaðið - 17.11.2022, Síða 50
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Örn Sveinbjarnarson
múrarameistari og matstæknir,
Háulind 18, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi þriðjudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju föstudaginn 18. nóvember klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans leggi Ljósinu lið.
Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir
Björk Arnardóttir Ingimundur Magnússon
Hrönn Arnardóttir Haukur Ísfeld Ragnarsson
Magnús Bergmann Jónasson
Birgitta Saga Jónasdóttir
Örn Vikar Jónasson
Harpa Hauksdóttir
Júlía Hauksdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
sambýliskona, amma og langamma,
Sólveig Sörensen
lést föstudaginn 11. nóvember
síðastliðinn á Landspítalanum í
Fossvogi. Útförin fer fram frá Garðakirkju
þriðjudaginn 22. nóvember, kl. 15.00.
Anna Kristín Jónasdóttir
Ásgerður Jónasdóttir Guðmundur Einarsson
Erna Björk Jónasdóttir Kristján G. Kristjánsson
Sólveig Sigríður Jónasdóttir Kjartan Jónsson
Sveinn Jónsson
barnabörn og langömmubörn
Ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Camilla Sæmundsdóttir
Suðurgötu 37,
lést föstudaginn 11. nóvember á
Hrafnistu Laugarási. Útför fer fram frá
Neskirkju mánudaginn 28. nóvember klukkan 13.00.
Sigurdís Sigurðardóttir Kristján Þorkelsson
Camilla Kristjánsdóttir Helgi Hálfdanarson
Hólmfríður Kristjánsdóttir Brynjar Björgvinsson
Bryndís Kristjánsdóttir Sigurbergur Árnason
Ingibjörg Guðjónsdóttir Hartmann Kárason
Sigurður Guðjónsson Þóra Karitas Árnadóttir
Arnar Guðjónsson Hildur Rósa Konráðsdóttir
og fjölskyldur
Ástær móðir, tengdamóðir og amma,
Laufey Kristinsdóttir
Boðagranda 2a, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 12. nóvember 2022.
Útförin fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 22. nóvember kl. 15.
Þorbjörg Magnúsdóttir Ragnar Karlsson
Magnús Reynir Rúnarsson Björk Úlfarsdóttir
Laufey Svafa Rúnarsdóttir Kjartan Hugi Rúnarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingiríður (Inga) Árnadóttir
Sléttuvegi 17, 103 Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 7. nóvember.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju,
mánudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Guðríður St. Sigurðardóttir
Guðbrandur Sigurðsson Rannveig Pálsdóttir
Einar Sigurðsson
Antoníus Þ. Svavarsson
Inga Rós, Ása Björk, Bragi Þór, Valdís Guðrún,
Anna Katrín, Ragna Kristín, Ingi Hrafn, Sigurður Ingi,
Valgeir Daði, Birkir Atli og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Jóhanna Rakel Jónasdóttir
saumakona og húsmóðir,
áður til heimilis að Háaleitisbraut 105,
lést á Hrafnistu þriðjudaginn 8. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn
17. nóvember kl. 13.00.
Ingólfur Helgi Tryggvason Sigríður Birna Gunnarsdóttir
Jónas Tryggvason Natalia Ochkal Tryggvason
Hávarður Tryggvason Þórunn María Jónsdóttir
Dóra Tryggvadóttir Christian Jönsson
Ólöf Rún Tryggvadóttir Jón Garðar Sigurjónsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Áttatíu ár eru liðin síðan Stefán
og Herdís Lyngdal opnuðu hljóð-
færaverslunina Rín.
arnartomas@frettabladid.is
Verslunin HljóðX Rín fagnar stórafmæli
um þessar mundir en áttatíu ár eru liðin
síðan hljóðfæraverslunin opnaði fyrst
dyr sínar á Njálsgötunni. Ingvar Val-
geirsson verslunarstjóri er í sérstöku
hátíðarskapi en hann hefur fylgt versl-
uninni meira og minna frá árinu 2010.
„Ég segi meira og minna því ég fór að
vinna annars staðar í ár. Ég hélt það gæti
verið gaman að prófa eitthvað annað, en
það reyndist vera rangt hjá mér,“ segir
hann. „Ég kom skríðandi til baka og mér
til mikillar furðu voru þeir guðs lifandi
fegnir að fá mig aftur.“
Áttatíu ár er hár aldur fyrir hljóð-
færaverslun og telur Ingvar langlífið sé
að stórum hluta viðskiptavinunum að
þakka.
„Það eru hins vegar margir sem hafa
verslað við Rín áratugum saman, eða
bara kíkt í kaffi, svo það er auðvitað
fyrst og fremst kúnnunum að þakka að
verslunin er hérna enn þá,“ segir hann
en bætir við að starfsfólkið sé ekki síður
mikilvægt. „Hér hefur úrvalsfólk unnið í
gegnum tíðina. Auðvitað Magnús Eiríks
og hans fjölskylda, KK, Þórir Baldurs,
Friðrik Karlsson, Siggi Dagbjarts í Upp-
lyftingu og núna er Sigurjón Óli, okkar
nýjasti maður, að gera góða hluti bæði
í afgreiðslu og svo smáviðgerðum á gít-
urum og bössum.
Stofnuð í styrjöld
Hljóðfæraverslunin Rín var stofnuð í
nóvember 1942 af hjónunum Stefáni og
Herdísi Lyngdal.
„Þau opna búðina í miðri heimsstyrj-
öld, sem eftir á að hyggja var kannski
ekkert sérstaklega gáfulegt en hafðist
þó,“ segir Ingvar. „Stefán var á sínum
tíma þekktur harmónikuleikari og tók
búðin mið af því og seldi mikið af nikk-
um. Auk hljóðfæranna seldu þau líka ljós
og önnur rafmagnstæki.“
Verslunin var fyrst á Njálsgötu 23 þar
sem nú er að finna sjoppuna Drekann.
„Glöggir vegfarendur taka kannski
eftir því að við Drekann er trappa þar
sem ég held að standi enn þá „Rín“ og er
jafngömul versluninni,“ bendir Ingvar
á. „Rín flutti svo yfir á Frakkastíg 17 þar
sem hún var í áratugi. Þangað kom ég
fyrst inn í Rín sjálfur, sextán ára gamall
alla leið frá Akureyri, og keypti mér Gib-
son-gítar.“
Skorpukenndur áhugi
Árið 2011 var hljóðfærabúðin svo seld og
sameinaðist verslun HljóðX. Með tíð og
tíma breyttist verslunin frá því að selja
aðallega harmónikkur og píanó yfir í
rafmagnsgítara, trommusett og magn-
ara. Í dag segir Ingvar að vinsælustu vör-
urnar séu rafmagnspíanó og rafmagns-
trommusett.
„Það var áhugavert í Covidinu hvernig
sala á rafmagnspíanóum margfaldaðist.
Hún jókst ekki, heldur margfaldaðist,“
ítrekar hann. „Þetta kemur aðeins í
skorpum. Eitt árið er vinsælasta varan
rafmagnsgítarar, það næsta rafmagns-
píanó.“
Það er því aldrei að vita nema nikkan
komi sterk inn aftur á næsta ári.
Í tilefni af stórafmælinu hefur verslun-
in verið að bjóða upp á sérstök afmælis-
tilboð auk þess sem slegið verður í partí í
búðinni á föstudag á milli 17 og 19.30 þar
sem boðið verður upp á léttar veitingar
og tónlistaratriði.
„Það eru allir velkomnir og okkur
þætti sérstaklega gaman að sjá við-
skiptavini okkar koma og fagna með
okkur,“ segir Ingvar að lokum. n
Rín fagnar áttatíu árum
Ingvar keypti sér Gibson-gítar í Rín sextán ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það var áhugavert í Covid-
inu hvernig sala á raf-
magnspíanóum marg-
faldaðist.
1390 Skriða féll á Lönguhlíð ytri í Hörgárdal. Hrafn Bó-
tólfsson lögmaður, kona hans og fleiri fórust.
1558 Elísabet 1. tók við konungdómi í Englandi og Írlandi
eftir hálfsystur sína. Elísabetartímabilið hófst á
Englandi.
1603 Sir Walter Raleigh var dreginn fyrir rétt í Winches-
terkastala ákærður fyrir þátttöku í Maine-sam-
særinu.
1631 Svíar lögðu Frankfurt am Main undir sig.
1869 Súesskurðurinn milli Rauðahafs og Miðjarðarhafs
var opnaður.
1912 Íslenska guðspekifélagið var stofnað í Reykjavík.
1913 Morgunblaðið birti fyrstu íslensku fréttamyndirnar,
sem voru dúkristur, gerðar vegna morðmáls í Dúk-
skoti í Reykjavík.
1938 Vikan kom út í fyrsta sinn, fyrsti ritstjóri hennar var
Sigurður Benediktsson.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR