Fréttablaðið - 17.11.2022, Side 54
Heimurinn stækkaði
til muna, óralangt út
fyrir íslenskan raun-
veruleika.Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
n Listin sem
breytti lífi mínu
Margrét Bjarna-
dóttir dans-
höfundur segir
lesendum Frétta-
blaðsins frá list-
inni sem breytti
lífi hennar.
„Tónlistar-
myndbandið
við lagið Praise
You með Fatboy Slim var ein-
hvers konar uppljómun fyrir mig.
Árið var 1999 var ég 18 ára og hef
sennilega séð myndbandið fyrst
á MTV. Ég held að það hafi talað
sérstaklega til mín vegna þess að
á þessum tíma var ég í ströngu
ballettnámi þar sem markmiðið
er fullkomnun – að hafa fullkomið
vald yfir eigin líkama og hreyf-
ingum – og ég hafði búið í þeim
heimi í mörg ár. Fagurfræði þessa
myndbands hafði hins vegar lítið
með fullkomnun að gera.
Í myndbandinu sýnir áhuga-
dansflokkur dansatriði sitt við lag
Fatboy Slim fyrir utan kvikmynda-
hús einhvers staðar í Bandaríkj-
unum. Dansflokkurinn saman-
stendur af fullorðnu fólki en
sólódansarinn í hópnum, frekar
ræfilslegur maður um þrítugt,
heillaði mig sérstaklega. Mér leið
eins og ég hefði fundið sálufélaga
minn. Ég fékk tilfinningalega útrás
við það að horfa á hann dansa.
Hann hafði litla sem enga tækni-
lega færni en þeim mun meiri
ástríðu og frumkraft sem hreif
mig. Hreyfingar hans voru ákafar,
hættulegar og fyndnar en hann
var alltaf tengdur, í mómentinu.
Þótt ég kunni að meta tækni-
lega færni þá lærði ég þarna
að hún er til lítils ef það skortir
tengingu, tilfinningu og anda sem
er mjög dularfullt dæmi en þessi
maður og þetta myndband bjó
yfir. Nokkrum árum síðar komst
ég að því að þessi litli sálufélagi
minn í dansi var sjálfur leikstjóri
myndbandsins, Spike Jonze.“ n
tsh@frettabladid.is
Steinunn Ásmundsdóttir hefur sent
frá sér nýja skáldsögu sem ber heitið
Ástarsaga. Bókin fjallar
um unga Reykjavíkurs-
túlku og franskan frétta-
ljósmyndara sem kynn-
ast og verða ástfangin
í aðdraganda fundar
Ronalds Reagan Banda-
ríkjaforseta og Mikhaíls
Gorbatsjev, leiðtoga
Sovétríkjanna, í Höfða
haustið 1986.
Steinunn segir inn-
blásturinn að sögunni
hafa komið frá fregn-
um um vaxandi stirð-
leika á milli Vestur-
veldanna og Rússlands
og áhuga hennar á kalda stríðinu
en hún var sjálf tvítug og búsett í
Reykjavík þegar leiðtogafundur
Reagans og Gorbatsjevs átti sér stað.
„Borgin fór hliðina, eins og nærri
má geta, grámygla daganna vék um
stund og þjóðin tjaldaði öllu til
sem hún átti best.
Sumt af þessu var
hryllilega fyndið
svona eftir á að
hyggja. Ég skemmti
mér við að draga
það fram í Ástar-
sögu. Svo gerðust
þarna ýmis ævintýr í
öllu havaríinu,“ segir
Steinunn.
Hún bætir því við
að þarna í október
1986 hafi hún og margt
fólk af hennar kynslóð
fengið gleggri sýn á
heimsmálin.
„Heimurinn stækkaði til muna,
óralangt út fyrir íslenskan raunveru-
leika og líf manns sjálfs minnkaði
kannski að sama skapi sem því nam,
sem af spruttu ýmsar tilvistarspurn-
ingar. Þetta umstang allt og bram-
bolt hafði því mikil persónuleg áhrif
á mig og mína kreðsu. Ástarsaga er
byggð á grunni þessa alls og skáld-
skapurinn látinn fylla í eyðurnar,
eins og vera ber.“
Ástarsaga er gefin út á rafbók og
hljóðbók og er aðgengileg á vefsíðu
höfundarins Yrkir.is. n
Ástarsaga um leiðtogafundinn
Glæpasagnahöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir stofnuðu Iceland Noir bókmenntahátíðina árið 2013.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Heimsþekktir rithöfundar
koma fram á Iceland Noir
bókmenntahátíðinni í ár.
Ragnar Jónasson og Yrsa Sig-
urðardóttir skipuleggjendur
segjast vilja auðga íslenskt
menningarlíf með hátíðinni.
tsh@frettabladid.is
Bókmenntahátíðin Iceland Noir fer
fram í Reykjavík um þessar mundir
í sjötta sinn. Hátíðin var stofnuð
2013 af rithöfundunum Ragnari
Jónassyni og Yrsu Sigurðardóttur,
auk breska rithöfundarins Quentin
Bates, og var upphaf lega hugsuð
sem vettvangur fyrir glæpa- og
spennusögur en í dag er búið að
auka á fjölbreytnina og blanda
inn ýmsum öðrum bókmennta-
greinum.
Ragnar : „Við fundum mikinn
áhuga hjá rithöfundum erlendis
sem við vorum að hitta um að koma
til Íslands og við vorum eiginlega
bara að búa til vettvang fyrir aðra
höfunda til að geta komið og talað
um sínar bækur. Upphaflega voru
þetta bara glæpasögur en nú erum
við að tala um hvers kyns bók-
menntir.“
Yrsa: „Hluti af því sem drífur
okkur áfram í dag er að auka áhuga
á fjölbreyttum bókmenntum.“
Þau Ragnar og Yrsa hafa alltaf
lagt ríka áherslu á að bjóða erlend-
um rithöfundum á Iceland Noir
en fjöldi þekktra höfunda hefur
sótt hátíðina heim á borð við Ann
Cleaves, Anthony Horowitz og Ian
Rankin.
Ragnar: „Stemningin hefur verið
sú að höfundar og lesendur bland-
ast saman í einum stórum graut
þannig að þetta verður mjög náið
og þægilegt andrúmsloft. Lesendur
rekast á sína uppáhaldshöfunda og
fá sér kaffi með þeim.“
Skipulagning í sjálfboðavinnu
Að sögn Ragnars hefur hátíðin
vaxið töluvert á undanförnum
árum en von er á um 200 erlendum
gestum, sumum alla leið frá Singa-
pore, og 50 erlendum höfundum
á Iceland Noir þetta árið auk þess
sem fjöldi Íslendinga sækir hátíð-
ina, bæði gestir og höfundar.
Ragnar: „Við erum að gera þetta
allt í sjálf boðavinnu og markmiðið
með þessu hefur aldrei verið annað
en að fá skemmtilega höfunda
til Íslands og að koma íslenskum
bókmenntum á framfæri. Hingað
koma líka blaðamenn, útgefendur
og umboðsmenn.“
Yrsa bætir því við að Iceland Noir
hafi þegar skapað íslenskum rithöf-
undum dýrmæt tækifæri.
Yrsa: „Við höfum getað komið
íslenskum höfundum sem eru ekki
gefnir út erlendis á pallborð þann-
ig að útgefendur og umboðsmenn
sem eru að leita að höfundum, geta
séð þessa höfunda á sviði. Maður
fær eiginlega ekkert slíkt pláss á
erlendum bókmenntaviðburðum
nema að hafa þegar verið þýddur
eða þýdd. Að minnsta kosti þrír
íslenskir höfundar sem komið hafa
fram á hátíðinni hafa fengið samn-
ing við stóra erlenda umboðsskrif-
stofu í framhaldinu.“
Fjölbreytt sjónarhorn
Nokkrir heimsþekktir erlendir höf-
undar koma fram á Iceland Noir í ár,
Little Britain-stjarnan David Walli-
ams tók forskot á sæluna um síðustu
helgi og í vikunni koma fram met-
söluhöfundurinn Richard Osman
og Booker-verðlaunahafinn Bernar-
dine Evaristo auk metsöluhöfund-
anna Paulu Hawkins og AJ Finn. Þá
koma fram fjölmargir íslenskir höf-
undar, glæpasagnahöfundar sem og
aðrir íslenskir höfundar á borð við
Auði Jónsdóttur, Sverri Norland,
Elizu Reid, Kamillu Einarsdóttur og
Maríu Elísabetu Bragadóttur.
Hver er ástæðan fyrir því að þið
ákváðuð að víkka út dagskrána
og taka inn höfunda sem eru ekki
glæpasagnahöfundar?
Ragnar: „Við vildum hafa dag-
skrána fjölbreyttari og leyfa henni
að endurspegla áhugasvið okkar
umfram glæpasögur. Við lesum
allar mögulegar bækur og það er
svolítið erfitt að takmarka sig við
eina grein. Þannig að ég held að
þetta sé vonandi áhugaverðara fyrir
gesti hátíðarinnar auk þess sem
þetta gefur okkur tækifæri til að fá
inn enn fleiri höfunda.“
Yrsa: „Við eigum okkur þann
draum að á næstu hátíðum getum
við tekið höfunda og listafólk frá
enn fjarlægari ströndum en að
þessu sinni. En þetta er náttúrlega
hátíð sem hefur ekki nægilegt fjár-
hagslegt bolmagn til þess nema til
komi styrkir í takt við þann aukna
kostnað sem yrði því samfara.“
Dan Brown kemur á næsta ári
Rithöfundurinn Sjón átti upphaf-
lega að taka þátt í Iceland Noir en
sagði sig frá hátíðinni á þeim grund-
velli að Katrín Jakobsdóttir forsæt-
isráðherra væri gestur hátíðarinnar
og vísaði þar til stefnu ríkisstjórn-
arinnar í málum flóttafólks. Katrín
sagði sig sjálf frá þátttöku í hátíðinni
skömmu síðar.
„Þetta reyndist okkur mjög sárt,“
segja Yrsa og Ragnar og ítreka að
hátíðin sé unnin í sjálf boðavinnu
og hafi tekið langan tíma í undir-
búningi.
Ragnar og Yrsa eru strax byrjuð
að leggja drög að næstu hátíð og
verða ekki nöfn af síðri endanum
þar því Dan Brown, einn frægasti
spennusagnahöfundur heims, hefur
boðað komu sína auk kanadíska
höfundarins Louise Penny, sem
skrifaði meðal annars bók með Hill-
ary Clinton.
Þótt mikil aðsókn sé á Iceland
Noir er enn hægt að nálgast miða á
hátíðina í ár.
Yrsa: „Hátíðarpassarnir seldust
upp í sumar en það eru enn til sölu
miðar sem veita aðgang að öllum
viðburðum í Fríkirkjunni á Tix.is.
Draumurinn er auðvitað að hægt
sé að hafa ókeypis inn á hátíðina,
en þar sem opinberir styrkir eru af
skornum skammti þá stendur miða-
salan undir meira og minna öllum
kostnaðinum við að flytja inn þessa
erlendu höfunda.“ n
Nánar á frettabladid.is
Kaffi með heimsþekktum höfundum
Höfundar og lesendur
blandast saman í
einum stórum graut
þannig að þetta verður
mjög náið og þægilegt
andrúmsloft.
Ragnar Jónasson
30 Menning 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR