Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 56

Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 56
HJARTA OG ÆÐAKERFI ARCTIC HEALTH AHI.IS OMEGA-3 COLLAGEN HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR Í verkinu Geigengeist koma átta dansarar frá Íslenska dansflokknum fram ásamt teknófiðludúóinu Geigen. MYND/AXEL SIGURÐARSON DANS Geigengeist Borgarleikhúsið Höfundar: Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson Flytjendur: Gígja Jónsdóttir, Pétur Eggertsson og dansarar Íslenska dansflokksins Búningar: Tanja Huld Levý og Alexía Rós Gylfadóttir Leikmynd og leikmunir: Sean Patrick O’Brien Sesselja G. Magnúsdóttir Geigengeist, fiðluandi eða fiðlu- heimur, er fyrsta frumsýning Íslenska dansflokksins þetta sýn- ingarárið. Verkið fer fram á Litla sviði Borgarleikhússins en ekki á sviðinu heldur er áhorfendum boðið í salinn eins og um dans- klúbb væri að ræða. Í verkinu halda teknófiðlu-dúettinn Gígja Jóns- dóttir og Pétur Eggertsson áfram að kanna, ögra og leika sér með fiðluna og möguleikann á að frelsa hana frá sinni klassísku ímynd, en verkið þeirra Geigen sem sýnt var á Reykjavík Dance Festival 2019 sló fyrst tóninn fyrir fagurfræðina sem þau vinna áfram með hér. Í Geigengeist taka átta dansarar úr Íslenska dansf lokknum þátt, ásamt Gígju og Pétri. Þeir auðga fiðluheiminn sem þau hafa skapað með líkömum sínum og gefa honum nýtt líf. Saman láta þau fiðlurnar dansa, dansa við þær og umbreyt- ast í fiðlur. En þó fiðlurnar séu í forgrunni bylur teknótaktur undir öllu saman sem gefur dansinum og hljóðum fiðlunnar nýja vídd. Í grunninn var samruni þessara ólíku tónlistarheima mjög vel gerður en stundum urðu fínlegir hljómar fiðl- unnar undir í baráttunni við kraft teknósins, sérstaklega í fyrri hlut- anum þegar dansarar með fiðlu- boga strjúka mjúklega yfir strengi fiðlanna á ferðum sínum um rýmið. Þátttaka áhorfenda Áhorfendur höfðu einnig hlutverki að gegna í danssköpuninni meðal annars til að undirstrika klúbba- stemminguna í salnum. Þar sem þeir sátu ekki í sætum heldur stóðu, sköpuðu hreyfingar þeirra í rýminu f læði sem gaf danssmíðinni auka vídd. Það að blanda áhorfendum í danssköpun er ekkert nýtt. Sú leið hefur oft verið farin með misjöfnum árangri. Í Geigengeist tókst þetta vel nema að tilgangurinn var ekki skýr þegar fjórir einstaklingar voru færðir út af sviðinu undir hvítum slæðum. Annars voru áhorfendur smátt og smátt boðnir velkomnir í fiðluheiminn og urðu hluti af sýningunni. Andrúmsloftið var afslappað og áhorfendur voru til í að vera með, reyndar svo mjög að í lokin urðu þeir spældir yfir því að verkinu lauk og allir skyldu heim. Þeir voru orðnir tilbúnir í að dansa alla nóttina. Dansleikjaform síns tíma Búningarnir í verkinu voru geggjað- ir, hvítir og stílhreinir, þar sem par- rukk, korselett og háir hælar nutu sín. Þeir báru með sér formfestu bar- okktímans ekki síður en frelsi rave- menningarinnar en þessir ólíku menningarheimar voru grunnur verksins. Hreyfingar dansaranna undirstrikuðu líka þessa ólíku menningarheima. Verkið hófst á fáguðum dansi í anda dansleikja barokktímans en endaði í kröftugu ravepartíi í ónefndum klúbbi og það var eins og ekkert væri eðlilegra en að tengja þetta tvennt saman, enda bæði dansleikjaform síns tíma. Samspil listgreina, tónlistar, dans og hönnunar, og þá um leið lista- manna úr mismunandi greinum er einn af styrkleikum verksins. Sam- spil sem þetta er áberandi í íslensk- um dansheimi nú um stundir og heppnast nánast undantekningar- laust vel. Sviðsmyndin sem byggist ekki síst upp af áhugaverðum leik- munum og sérlega vel heppnaðri notkun ljóss og lita er töff eins og til dæmis fiðlubogar með ljósi á end- anum sem gátu skrifað á búningana. Leikur með ljós og leikmuni var sannfærandi partur af danssköpun- inni og heildarútkomunni allri. n NIÐURSTAÐA: Geigengeist er kröftugt og töff verk. Sterk heildarupplifun þar sem tónar sjást, hreyfingar heyrast og ljós, litir og form örva skynjun áhorf- andans þannig að hann langar að leika með. Fiðla, teknó, barokk og rave BÆKUR Kollhnís Arndís Þórarinsdóttir Fjöldi síðna: 259 Útgefandi: Mál og menning Brynhildur Björnsdóttir Arndís Þórarinsdóttir tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að hætta í dagvinnunni og helga sig alfarið ritstörfum. Og lesendur á öllum aldri hafa heldur betur notið góðs af þeirri ákvörðun. Galsabækurnar um Nærbuxna- verksmiðjuna, bókin um míkró- samfélagið í Blokkinni á heims- enda, örlagasaga skinnhandritsins Möðruvallarbókar, ljóðabókin Inn- ræti, allar þessar bækur hafa komið út á þessum árum og í kjölfarið hlotið bæði barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og Íslensku bókmenntaverðlaunin í f lokki barnabóka auk ýmissa tilnefninga. Nú er nýkomin út skáldsagan Koll- hnís sem höfundur segir sjálf að hafi verið lengi í skrifum. Kollhnís fellur undir skilgreininguna barnabók fyrir 6–12 ára í Bókatíðind- um en passar betur í f lokk- inn „bækur sem börn geta líka lesið“, eins og Guðrún Helgadóttir orðaði það, bækur sem alls konar fólk getur haft bæði gaman og gagn af að lesa. Sér sig ekki sem aðalpersónu Kollhnís dregur nafn sitt af fimleikaástundun söguhetjunnar Álfs sem segir söguna í fyrstu persónu. Álfur á einn vin, Ragnar, sem er „aðalpersóna“ að mati Álfs sem sér sjálfan sig ekki þannig. Það er einna helst að hann sé aðal- persóna í lífi litla bróður síns, Eika, sem honum þykir óskaplega vænt um og þegar foreldrar þeirra fá þá fáránlegu f lugu í höfuðið að Eiki sé einhverfur, bara af því að hann talar ekki eins mikið og jafnaldrar hans, ákveður Álfur að sanna fyrir þeim og heiminum öllum að svo sé ekki. Inn í söguna blandast svo lífið í fimleikunum og ýmsar áskoranir þar að lútandi og Harpa frænka Álfs sem hann tekur upp samskipti við í laumi en hún var áður besta fim- leikakona landsins. Kollhnís er afskaplega vel skrifuð og skemmtileg bók aflestrar, bæði fyrir krakka og fullorðna. Álfur er skemmtileg persóna sem lesendur fylgjast með þroskast og breytast og aðrar persónur vel útfærðar, orðfær- ið skemmtilegt, kaflar mislangir og halda stundum bara utan um eina hugsun sem gefur lesendum færi á að staldra við. Allt heldur áfram Sjónarhorn systkina barna sem verða óhjákvæmilega aðalpersónur í lífi fjölskyldna vegna veikinda eða af einhverjum öðrum ástæðum eru gríðarlega mikilvægt innlegg í bók menntirnar, bæði f y r ir b ör n s e m eru í svip- aðr i stöðu e n e i n n i g f y r i r f o r - eldra og aðra f u l l o r ð n a . S j ó n a r h o r n Álfs ræður för í sögunni og það er ekki endilega alltaf áreiðan- leg t , hann á erf itt með að horfast í augu v ið sannleika bróður síns og frænku og smíðar sína eigin heims- mynd til að fá hegðun þeirra til að ganga upp, nokkuð sem líklegt er að bæði börn og fullorðnir sem þurfa að takast á við óþægilegan sann- leika í fari fjölskyldumeðlima geri. Ferðalag hans í gegnum breyttar forsendur í fjölskyldunni og í hans eigin sambandi við fjölskyldumeð- limi er vel útfært, sársaukinn við að horfast í augu við raunveruleikann og styrkurinn sem felst í því að sjá að allt heldur áfram þrátt fyrir að allt fari á hvolf um tíma eins og ger- ist í almennilegum kollhnís. n NIÐURSTAÐA: Kollhnís er áhrifa- mikil, vel skrifuð og mikilvæg bók í íslenska bókmenntaflóru, skemmtileg aflestrar og vekur umhugsun. Flikk flakk heljarstökk Kollhnís er afskaplega vel skrifuð og skemmtileg bók aflestrar, bæði fyrir krakka og fullorðna. Brynhildur Björnsdóttir Geigengeist er kröftugt og töff verk. tsh@frettabladid.is Listamaðurinn Jón Sæmundur Auðarson opnar sýninguna Litandi, litandi, litandi á föstudag í Listasal Mosfellsbæjar. Opnunin fer fram frá kl. 16-18 og mun Teitur Magnússon spila lög af nýjustu plötu sinni. Jón Sæmundur er kröftugur lista- maður sem er bæði þekktur í heimi myndlistar og tónlistar. Viðfangs- efni verka hans á sýningunni eru andar en tengsl lífs, dauða og þess sem bíður handan dauðans hafa verið Jóni hugleikin um langt skeið. Fyrir tólf árum byrjaði Jón Sæmundur að mála anda á striga í upphafi hverra tónleika með hljóm- sveit sinni Dead Skeletons. Þetta gerði hann til að undirbúa sig and- lega og komast yfir sviðsskrekk. Jón Sæmundur er enn að mála, ekki bara fyrir tónleika, heldur hvenær sem andinn kemur yfir hann. „Andaherinn á þessari sýningu virðist njóta stundar milli stríða og það er létt yfir þeim. Litríkir, leikandi og allt að því sposkir á svip bera þeir skapara sínum vitni. Þeir bjóða okkur að taka lífinu ekki of alvarlega,“ segir Jón um verkin. Listasalur Mosfellsbæjar er opinn kl. 9-18 virka daga og 12-16 laugar- daga. Aðgangur er ókeypis. n Jón Sæmundur sýnir í Mosfellsbæ MYND/JÓN SÆMUNDUR 32 Menning 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.