Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Qupperneq 57
sunnan Glaumbæ ber í áðurnefnda vörðu uppi í heiði, er ])á beygt og haldið eftir
þeim merkjum inn i vör. Lending þessi er nothæf neyðarlending fyrir kunnuga.
b. HVALSNES
Lendingin er norður af Stafnesi. Stefna suðaustur. Leiðarmerki eru: Varða sem
stendur niður á sjávarkampi, skal bera í vörðu sem stendur uppi í túni. Vörður
þessar eru 4 m. á hæð, millibil 120 m. Upp úr báðum þessum vörðum er krosstré
(sundmerki). Eftir þessum merkjum skal halda, þar til merki á svokölluðum Ærhólma
ber í heiðarmerkið fyrir ofan Stafnes (sbr. a.), þá er haldið á vörðu sem stendur á
Gerðakotskampi, og svo beygt í opna vör. Lending ])essi er betri með lágum sjó.
• c. BAUSTHÚS (Sandós)
Leiðarmerki er varða, sem stendur niður við sjó, upp úr henni tré. Varða þessi
á að bera um suðurhlið Nesjahússins, og halda þá stefnu þar til Moshús bera i sund-
merkið (sbr. b.), sem stendur í Hvalsnestúni. Lendingin er betri með háum sjó,
en er ekki nothæf sem neyðarlending, sízt fyrir ókunnuga.
d. NESJAR (Mársbúðasund)
Leiðarmerkin eru: Steyptur stöpull á skeri fyrir utan Múrshúðir á að bera í grjót-
vörðu, sem er neðst á Nesjafit, og halda þá stefnu, þar til Moshús ber í sundmerki í
Hvalsnestúni, þá skal halda eftir þeim merkjum þangað til varðan á Melabergs-
kampi ber í Grisakot, sem er austan við Melaberg. Lendingin er aðeins nothæf fyrir
kunnuga.
e. MIÐKOT
Leiðarmerki eru: Steyptur stöpull, sem stendur á skeri fyrir neðan Mársbúðir,
á að bera í vörðu á Nesjafit, og er haldið eftir þeim merkjum þar til að Moshús ber
í sundmerkið í Hvalsnestúni, og skal þá halda þá stefnu, en heldur þó til djúps, meðan
örugg merki vanta til leiðbeiningar inn i vörina. Lending þessi er ónothæf fyrir
ókunnuga nema í góðu.
f. SANDGERÐI (Hamarssund)
Vikin (legan) er svo grunn, að stórir vélbátar fljóta ekki um fjöru nema á litlum
])letti. Botninn er víðast hvar grjót og klappir. Stefna sundsins er SA. Leiðarmerkin
eru: Varða uppi í heiði ber um Sandgerðisvitann (viti nr. 4) og skal halda þá stefnu,
þangað til tré sem stendur á svokölluðum Kirkjnkletti ber í vesturgafl hússins á
Bæjarskerjum, og er þá þegar komið inn á vík. Þegar Hamarssund er ófært, er auk
vitaljóssins sýnt stöðugt, rautt ljós fyrir neðan vitapall.
3. GERÐAHREPPUR
a. LAMBASTAÐIR
Lendingin er fyrir neðan bæinn, stefna leiðarinnar er suður. í vörinni er sándur,
grjót og klappir. Leiðarmerki eru tvö tré, sem eiga að bera saman. Neðra tréð er 20
m. frá sjó, 5 m. á hæð, efra tréð er 10 m. á hæð. millibil er 150 m. Lendingin er góð
með lágum sjó, en slæm um flóð ef illt er veður. Með lágum sjó er hún nothæf sem
neyðarlending. Skammt fyrir neðan fjöruborð er klapparnef, og er þar beygt af stefnu
merkjanna, og ræður sjónhending leið upp í vörina, og er lendingin því varhugaverð
fyrir ókunnuga.
b. AKURHÚS (Lónið)
Vörin er skammt fyrir neðan bæinn. í vörinni er sandur, möl og grjót. Á sundinu
er enginn boði né blindsker. Lendingin er betri með lágum sjó, talin í meðallagi góð,
en ekki nothæf sem neyðarlending. Leiðarmerki er 2 tré 8 m. hó, neðra tréð stendur
20 m. frá sjó, en fjarlægð milli merkja er 00 m. Þessi 2 tré eiga að bera saman, og er