Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 60
58
merki eru engin, aðeins farið eftir stefnu bryggjunnar, sem alltaf er upp úr að ein-
hverju leyti. Lenda má bæði að sunnan og norðanverðu við bryggjuna.
h. YTRI-NJARÐVÍK (Bryggja)
Ytri-Njarðvikurbryggja er niður undan syðstu húsunum við sjóinn. Leiðarmerki
eru engin, og' er eingöngu farið eftir stefnu bryggjunnar, sem alltaf er upp úr að ein-
hverju leyti. Lenda skal að sunnanverðu við bryggjuna.
i. YTRI-NJARÐVÍK (Vörin)
Vörin er ca. 15 m. fyrir sunnan bryggjuna. Efst í vörinni er möl og sléttar
klappir, en að framan er grjót og sandur. Leiðarmerki eru engin. Lendingin er talin
góð, en varasöm i austan- og suðaustan stórviðri.
j. INNRI-NJARÐVÍK (Tjarnarkot)
Tjarnarkotsvör er niður undan bænum Tjarnarkot. Þar er steinbryggja, sem
alltaf er upp úr að einhverju leyti. Fjöruborð er svo mikið, að bátar fljóta tæplega
að um fjöru, eða fyrr en hálffallið er að, en þá er gott úr því.
k. INNRI-NJARÐVÍK (Bryggja)
í Innri-Njarðvik er steinbryggja niður undan baefium. Leiðarmerki eru engin.
Að sunnanverðu við bryggjuna er möl, en að norðanverðu eru sléttar klappir. Við
bryggjuendann að sunnanverðu er sker sem ekki flýtur yfir með lágum sjó, og er
þá bezt að stefna á bryggjuendann og beygja svo fast upp með bryggjunni.
5. VATNSLEYSUSTRANDARHREPPUR
a. VOGAR
Leiðarmerki inn á Vogavik eru: Keilir um Bræðrapart, sem er syðsti bærinn
í Vogiinum, sé dimmt eru 2 rauð ljós sem eiga að bera saman í sömu stefnu. (Viti
nr. 9). Af þessari leið er beygt upp í eftirtaldar lendingar. Fyrst upp i lendingarnar
í Bræðraparli og Snðurkoti og er þá sömu stefnu haldið, alla leið upp i sand, þar
næst upp i lendinguna í Hábæ, þar cr lent við bryggju. Upp í lendinguna í Stóru-
vognm er beygt af áðurnefndri leið, þegar komið er inn fyrir svonefndan Stóru-
vogatanga, þá er beygt til norðurs með tanganum að sunnanverðu og upp í vör.
í öllum þessum lendingum er sandur, og landlaka ágæt. Útgerð hefir alltaf verið
þarna á opnum bátum, og vélbátum í seinni tíð. Vogavík er góð höfn, nema í norð-
vestan stórviðri, enda koma fiskiskip oft þangað inn, og liggja þar í vondum veðrum.
b. MINNI-VOGAR
Lendingin er í norðvestur frá íbúðarhúsinu Minni-Vogar. Leiðarmerki eru:
Arahólsvarða á að vera aðeins laus við austurgaflinn á íbúðarhúsinu Minni-Vogar.
Fjarlægð frá sjó li. u. b. 100 m., milli merkja 60 m. í lendingunni er grjót og klappir,
það cr talin góð lending, en betri um flóð.
c. HALAKOT
Hatakot er syðsti bærinn í Brunnaslaðahverfinii. Lendingin er i norðvestur frá
bænum. Leiðarmerkin inn Brnnnastaðasund eru: Tvær vörður, sem eiga að bera
saman, þær standa i túninu fyrir austan bæinn Halakot. Vörðurnar eru 2 m. á hæð,
millibil 50 m. í lendingunni er grjót og klappir. Það er talin góð lending nema í
suðvestanátt. Brunnastaðasund er notað frá flestum bæjum í Brunnastaðahverfinu.
d. NEÐRI BRUNNASTAÐIR
Djúpleiðin er Brunnastaðasund, lendingin er í austur frá sundinu, og er beygt
af því inn með svonefndu Hjallanesi, upp i vör. I lendingunni er möl og grjót. Það
er talin góð lending.