Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 63
á grunnið á sumrin. Beint niður frá bænum var önnur lending, sem ekki hefir verið
notuð í mörg ár, enda miklu lakari lending en hin.
f. BAKKI
Lendingar eru tvær á fíakka, önnur er h. u. b. 50 m. fyrir vestan hæinn. Stefna
frá N til S. Leiðarmerki eru engin. í lendingunni er möl. Að vestanverðu við vörina
er klöpp, en að austanverðu er hlaðinn kampur, úr honum er dálitið hrunið. Lend-
ingin er talin góð og nothæf sem neyðarlending, en er lítið notuð síðan útgerð á
opnum bátum hætti. Hin lendingin er fyrir austan bæinn, stefna S-N. Leiðarmerki
eru engin, en stefnan upp í vörina er á miðjan kálgarðsvegginn. Kampar eru háðum
megin vararinnar. í lendingunni er möl. Lending þessi er ágæt, en er nú lítið notuð
síðan róðrar á opnum hátum lögðust niður.
g. TJARNARSUND VIÐ SELTJÖRN
Þar er lent í malarkömbunum fyrir norðan Knopsborgarbakka í NV frá Nes-
slofn. Leiðarmerki eru: Staur, sem stóð á Knopsborgarbakkanum, er hera skyldi í
staurinn á Valhúsinu. Stefnan er h. u. b. frá V til A. Bezt er að lenda þarna um
flóð, þvi út af sundinu eru grynningar, áður en komið er inn í Tjörnina. Meðan
útgerð á opnum bátum var í blóma, Jentu menn þar oft í landsynningi og austanátt.
í vestanátt er brimasamt, og er þá betra að lenda í Vatnavík (sbr. 1.).
h. GRÓTTA
Lendingin er að suðaustanverðu á eynni Gróttu, fyrir neðan sjávarhús, sem
stendur þar á sjávarbakkanum. Þegar lent er þar sunnan á eynni eins og áður er
getið um, er farið svokallað „TjarnarsuncT (sbr. g.). í lendingunni er möl; hún er
bezt um flóð, en ekki nothæf sem neyðarlending. Áður fyrr var lending að norðan-
verðu á eynni, en nú er sú lending ekki nothæf vegna stórgrýtis.
i. STOFUSUNI)
Stofusund er leiðin fyrir báta, sem koma vestan fyrir nesið að norðanverðu.
Leiðarmerki eru: Staur, sem stendur á bakkanum rétt austan við húsið í Bygggarði,
á að bera i staurinn á Valhúsinu.
j. RÁÐAGERÐI
Lendingin er fyrir vestan bæinn, austan til við hliðið á sjávargarðinum, og
kampar hlaðnir báðum megin. Stefna hennar er frá NA til SV. Leiðarmerki eru
engin. í vörinni eru klappir. Að austanverðu við vörina beint út af austurkampinum
er smásker, sem ekki sést um flóð. Lending þessi er talin fremur góð, og er nú að-
eins notuð af mönnum, sem stunda hrognkelsaveiði og skjótast út í þarann.
k. BYGGGARÐUR
Lendingin er rétt vestan við bæinn, hún liggur frá norðri til suðurs, í stefnu
á íbúðarhúsið í Ráöagerði. í lendingunni er klöpp og grjót. Lendingin er talin góð;
áður fyrr gengu þaðan mörg skip, en nú er hún alls ekki notuð.
1. NÝIBÆR (Vatnavík)
Lendingin í Nýjabæ (Vatnavík) er fyrir norðan bæinn. Leiðarmerki eru Nes-
stofa austan við fiskskúra sem standa á sjávarkampi fyrir ofan lendinguna. Þegar
komið er inn á móts við ,,Snasa“, er haldið í opna vör. ,,Snasi“ sést með hálf-
föllnum sjó. í lendingunni er möl og móhella. Lending þessi er talin ágæt, og er
eina þrautalendingin að norðanverðu á Nesinu. Siðan útgerð á opnum bátum lagðist
niður, er lending þessi aðeins notuð af mönnum, sem stunda hrognkelsaveiði.
m. BOLLAGARÐAR
Lendingin er rétt austan til við íbúðarhúsið, norðan við varnargarðinn. Stefna