Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 65

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 65
f. GUFUNES Á Gufunesi er vanalega lent við malareyri, sem er niður undan bænum. Bezt að lenda um flóð. Milli Viðeyjar og Gufuness er talsvert varasöm leið, sker er i miðju sundi, og grynningar og flúðir frá því og alla leið í land á Gufunesi. g. KELDUR Lendingin frá Keldum er innarlega við Grafarvog. Ekki hægt að lendá nema um flóð, um fjöru er vogurinn þurr. h. GRAFARHOLT Lendingin frá Grafarholli er innst í Grafarvogi, og líka við Síldarmannalanga utarlega við voginn að sunnanverðu. Um fjöru er lendingin þurr. 10. Kjalarneshreppur. 11. Kjósarhreppur. 12. HYALFJARÐARSTRANDARHREPPUR a. FERSTIKLA Þar er lent við sand að austanverðu við svokallaða Snekkju. Lendingin er góð. h. KALASTAÐAKOT Kalastaðakotslending er við Kalmansárós. Um flóð er hægt að lenda við klappir, en uin fjöru er sandur. Lending er góð. c. HRAFNEYRI A Hrafneyri er löggilt höfn. Lending þar ágæt. 13. Skilamannahreppur. 14. Innri-Akraneshreppur. 15. Ytri-Akraneshreppur. 16. Leirár- og Melahreppur. 17. Álftaneshreppur. 18. Hraunshreppur. 19. STAÐARSVEIT a. KROSSAR Vörin er vestantil við Krossabæinn, þar er lent við svokallaða Fiskhellu. Leið- armerki eru: Grjótvarða, sem stendur á sjávarbakkanum, 2 m. á hæð, á að bera í íbúðarhúsið á Krossum, sem stendur 60 m. ofar. Eftir þessum merkjum er haldið inn á móts við Hylsker, þá er beygt til vesturs, og haldið á tvær vörður, sem þá bera saman, og alla leið inn í vör. Vörður þessar, sem eru hvor um sig tæpir 2 m. á hæð, standa í svipaðri fjarlægð frá sjó og hin leiðarmerkin. Á djúpleiðinni eru engir hoðar né grynningar, en á grunnleiðinni eru smáklappir, sem flýtur yfir undir eins og hækkar í sjó. Lendingin er talin ágæt, engu síður um fjöru en flóð, og er almennt talin líflending.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.