Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 72

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 72
steinn er að austan viS vararmynnið, sem stendur upp úr um fjöru, rétt við landið, og er farið upp í vörina að vestanverðu við steininn. Lendingarmerki eru engin. 48. EYRARHREPPUR a. SELJADALUR Seljadalur er skammt fyrir utan Hnífsdal. Leiðarmerki eru engin og landtaka er slæm. b. HNÍFSDALUR Hnífsdalur er utanvert við Skntulsfjörð. Víkin er grunn, og þar sem lending- arnar eru, er stórgrýtt og oft vont að lenda. Leiðarmerki eru engin, bezt að lenda með hálfföllnum sjó. c. ARNARDALUR Lendingin er að austanverðu i Skutulsfjarðarmynni, upp undan henni er Arn- arnesvitinn (viti nr. 37). Leiðarmerki eru engin, lendingin er stórgrýtt, og er talin ófær í vondum veðrum. d. HAFNIR Lendingin er að austanverðu i Arnarnesi í Álftafjarðarmynni. Leiðarmerki eru engin, sæmilega góð lending nema i norðaustanstormi. 49. SÚÐAVÍKURHREPPUR a. SÚÐAVÍK Lendingin er innan til við víkina í stefnu frá NV—SA; þar er möl og grjót. Leiðarmerki eru engin, en lending talin góð, betri um flóð. b. LANGEYRI Stefna lendingar er frá A:—V, 15 mín. gangur innan við Súðavík. Leiðarmerki eru engin, en lending er góð, möl og grjót. c. FOLAFÓTUR Stefna lendingarinnar er frá NV—SA. í lendingunni er möl og grjót. Hún er betri um flóð, en er talin miður góð. d. TJALDTANGI í lendingunni (A—V) er grjót og klappir, og fyrir framan hana eru bæði boðar og blindsker, enda er lendingin talin slæm. Leiðarmerki eru engin. 50. Ögurhreppur. 51. Reykjarfjarðarhreppur. 52. Nauteyrarhreppur. 53. Snæfjallahreppur. 54. Grunnavíkurhreppur. 55. SLÉTTUHREPPUR a. HESTEYRI Bezta lendingin er um 200 m., fyrir innan loftskeytastöðina. í lendingunni er sandur og möl. Alltaf er hægt að lenda, en bezt þegar hásjávað er.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.