Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 75

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 75
73 c. HVALNES Lendingin er austast í króknum í svokallaðri Hvalvik, sem er austur og niður frá bænum Hvalnes. Leiðarmerki eru: VarSa á rindanum austan viS Hválsneslæk- inn, skal bera yfir skemmu á Hvalnesi, hóllinn er vestan viS skemmuna, sem stend- ur kippkorn fyrir vestan bæjarhúsin. Stefna þessara merkja er SV, og skal halda þá stefnu, þar til komið er inn fyrir Fláttuhaus, þá er beygt í suður, og upp í lend- ingu, og farið sem næst Flátluhaiisnum. TaliS er að talca skuli sundið þegar Lág- múlabærinn ber norðan við Borgarhausinn, sem er klettarimi, norðan og vestan við víkina. Lending þessi er betri um fjöru, annars er lnin talin slæm. d. SELVÍK Lendingin er suður og niður frá bænum Selnes, stefna hennar er N. Leiðar- merkin eru: Gamli bærinn á Selá, ber yfir fossinn i Selánni, eða Selárgilið mitt. GiliS er rétt við sjóinn, en bærinn ca. 800 m. fjær. Stefna þessara merkja er NV. Eftir þessum merkjum er farið, þar til Grettistakið, sem er stór steinn á klettasnös á bakkanum fyrir austan lendinguna, ber í torfbúð með merki á, sem stendur á bakkanum fyrir ofan lendinguna, þá er haldið eftir þeim merkjum upp að lend- ingunni. Stefna ]>eirra merkja er norður. AS norðanverðu við leiðina er boði, en grynningar að vestan, sem brýtur á í miklu brimi. Landtaka er betri um fjöru. Lending þessi er oft notuð sem neySarlending. e. FOSSVÍK Lendingin er í svonefndri Innri-Fossvík niðurundan bænum Foss, spölkorn fyrir innan Fossárósinn. Stefna er SV. LeiSarmerki er Fossstapi, sem er klettadrang- ur út í sjónum, og á hann að bera í gil, sem liggur ofan við víkina að austanverðu. Stefna merkjanna er SV. Leiðina skal taka, þegar íbúðarhúsið á Hóli ber yfir vörðu sem er á sjávarbakka norðan við Hólsbás. Boðar eru báðum megin leiðarinnar, og tvö blindsker vestanvert á leiðinni. Landtaka er betri um fjöru. Lendingin er talin slæm. f. SÆVARLANDSVÍK Lendingin er norðvestan undir Tindastól. Lent er austur í króknum, þar sem bjargið beygir út með víkinni, að austanverðu. Stefna lendingarinnar frá sjó er suð- ur. Talið er að leiðin byrji þegar Skefilsstaðabærinn ber í gilbarm við sjóinn fyrir utan Bakkaá, og er stefnt í NV. Þessari stefnu er haldið, þar til að Sigguhóllinn, sem er grashóll með vörðu á, fyrir vestan Laxá ca. 300 m. frá sjó, her í svonefndar Hrís- götur, sem liggja suðvestur upp hálsinn frá bænum Þorbjarnarstaðir ca. 900 m. frá sjó. Þessari stefnu er haldið, þar til Hrangeg er komin í mitt Stapasund, þá er breytt um stefnu, og stefnt á eystra gilið, sem er ofan við lendinguna. Boðar eru báðum megin leiðarinnar, en engin blindsker. Lendingin er betri um fjöru, talin miður góð. 67. SKARÐSHREPPUR a. REYKIR Leiðarmerki eru engin, en stefna lendingarinnar er VSV, og skal halda henni þar til komið er á móts við stóran stein, sem er rétt norðan við lendinguna. Þá er beygt í veslur, og farið aðeins árafrítt sunnan við áðurnefndan stein, og er þá komið upp í rudda vör. Á leiðinni eru engir boðar eða blindsker. Lendingin er bezt með hálfföllnum sjó, en er talin miður góð. b. INGVELDARSTAÐIR Leiðirnar eru þrjár. Fyrst er grunnleið, leiðarmerki á henni eru: Ketubjörg í Reykjadiskslág. Sést aðeins í björtu veðri, er farandi i góðu um háflóð. Leiðarmerk- in á miðsundsleiðinni er foss í Búðavík á að bera vestast í Daðastaðabæ, og skal halda þá stefnu, þar til Hólmiiui ber í miðjan Þórðarlwfðu, þá beint i vestur að 10

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.