Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 82

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 82
m. BRETÐAVÍK (Steinsfjörulending) Lendingin er norðan við Breiðuvík, utan við klettahlein, sem er stutt utan við krókinn, þar sem víkin beygist til austurs. Leiðarmerki eru engin. Lendingin er í norður. Malarbotn. Lendingin er brein, en talin miður góð, bezt um hálffallinn sjó. n. LITLAVÍK (Kambsvíkurlending) Lendingin er sunnan í Breiðuvík, í fyrsta bás sunnan við Litlavíknrbæinn. ' Leiðarmerki eru engin. Lendingin er í suðvestur. Malarbotn, nokknð stórgrýtt. í mynni bássins er sker. Lendingin er talin miður góð. o. HÚSAVÍK Lendingin er sunnanvert við klöpp, sem liggur fram i sjó fyrir miðri Húsavík, undir horninu á Húsavikurkambi, sem er beint upp af klöppinni. Lendingin er í norðaustur. Malarbotn og klappir. Leiðarmerki eru engin, en farið er eftir dæld, sem er sunnan við Húsavíkurkamb og á að bera i Dallandspart, sem er miðbærinn i víkinni. Einn boði er í lendingunni nærri fjörunni. Lendingin er talin góð, bezt um hálffallinn sjó. 93. LOÐMUNDARFJARÐARHREPPUR a. NESHJÁLEIGA Lendingin er í suðvestur frá bænum Neshjáleigu, h. u. b. 400 m. fyrir vestan lækjarósinn. Lækurinn rennur að vestanverðu niður með túninu, þar er lent í litl- um vog. Lendingin er talin góð nema í sunnanbrimi. b. SELJAMÝRI Lendingin er vestan í tanganum, sem er suður frá bænum Seljamýri, 20 m. fyrir vestan skúrinn, sem stendur þar. Leiðarmerki eru engin. Klappir, boðar og blindsker eru báðum megin leiðar og lendingar. Lending þessi er talin bezta lend- ingin í firðinum, og oft lent þar, þegar ekki er hægt að lenda annarsstaðar. 94. Seyðisfjörður. 95. MJÓAFJÖRÐUR a. GRUND (Dalatangi) Lendingin er i vik sunnan í Dalatanga; víkin liggur í norðaustur. Einnig má lenda að norðanverðu I tanganum, en ókunnugir ættu síður að gera það. Leiðar- merki eru engin, en þegar haldið er inn á Grundarhöfn, á að sjást vel á gamla vita- húsið, og halda þeirri stefnu nákvæmlega, þangað til að komið er að klappartanga, sem gengur fram að vestanverðu við víkina, þá er haldið þvert að landi, eins nærri áðurnefndum tanga og fært er. Fremst við Dalatanga er sker, sem er aðeins laust frá landi; frá því liggur óslitin boðaröð í suðvestur, á að gizka 1000 m. á lengd. Innan við þessa boðaröð liggur áðurnefnd leið. Lending þessi er talin allgóð, en verður oft ófær vegna brims. b. ELDLEYSA Lendingin er ca. 90 m. fyrir vestan Eldleysubæinn, stefna hennar er suðvestur. Leiðarmerki eru engin, en ldöpp er á stjórnborða, þegar inn er farið. Betra að lenda um flóð. Lendingin er talin allgóð. c. HOF Lendingin er beint niður frá Hofsbænum, hún liggur á móti suðri. Leiðarmerki

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.