Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Qupperneq 83
81
eru engin. Klöpp er á stjórnborða þegar inn er farið. Lendingin er betri um flóð;
hún er þröng, og ekki talin góð lending.
d. HAGI
Lendingin er beint niður frá bænum Haga. Sker og klöpp er að austan, en
flúðir að vestan. Leiðarmerki eru engin. Um stórstraumsfjöru er leiðin fremur
grunn ef nokkuð er illt i sjó. Lendingin er betri með háum sjó, en er talin fremur
slæm.
e. BREKKA
Þar er lent í möl, á ca. 1 km. löngu svæði fyrir neðan Brekkuþorpið. Lending
er þar ágæt, og verður aldrei ófær.
f. HESTEYRI (Slétta)
Lendingin er beint niður frá bænum Sléttu. í lendingunni er möl. Á leiðinni
eru engir boðar, blindsker eða grynningar. Lending þessi er góð og verður aldrei
ófær.
g. HESTEYItl (Mýri)
Lendingin er beint niður af bænum Mýri; stefna hennar er norður. Leiðar-
merki eru engin, enda ekki þörf á þeim; þar eru engin sker og nóg aðdýpi. Lend-
ingin er talin góð.
h. KOLABLEIKSEYRI
Lendingin er á sanmefndri eyri; stefna suður. Leiðarmerki eru engin. Þar eru
engir boðar né grynningar. Lendingin er talin góð.
i. REYKIR
Lendingin er ca. 1 km. fyrir austan bæinn Reyki á svonefndri Selhellu; stefna
hennar er suðvestur. Leiðarmerki eru engin. Ivlöpp er á bakborða þegar inn er
farið. Leiðin er fremur grunn og getur orðið ófær vegna brims.
j. KROSS
Lendingin er beint niður frá bænum Krossi; stefna hennar er suðvestur. Leið-
armerki eru engin, en aðeins skal gæta þess, að hafa klöppina á stjórnborða þegar
inn er farið. í leiðinni eru engir boðar né blindsker. Betra er að lenda uin flóð.
Lending þessi er notuð sem neyðarlending í vestanátt.
96. Norðfjarðarhreppur.
97. Neshreppur.
98. HELGUSTAÐAHREPPUR
a. VAÐLAHÖFN
Það á aðeins að sjásl í bæinn ímustaði framundan Lónahrauni; stefna er NV,
og á að halda henni, þar til komið er inn á móts við tanga þann, er húsin standa á;
þá er breytt um stefnu og' haldið í NA fast með tanganum og upp í lendinguna.
Lending þessi er talin fremur góð.
b. KIRKJUBÓLSHÖFN
Stefna skal á bæinn Kirkjnból, og á hann að vera fast við hraun það, sem
bann hverfur undir. Stefna er NV. Þegar komið er á móts við þar sem fiskhúsin
standa, er breytt um stefnu og stefnt í N beint í sundið milli skers og klappar, og
farið sem næst skerinu, stefna NV, og haldið beint í skarð, sem er á milli kletta,
þar til komið er miðja vega frá sundi til lands; þá er breytt um stefnu og haldið
í SSV út undir klöpp þá, sem farið er ineð upp i vörina.
11