Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 89

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 89
87 saman og halda þá stefnu, þangað lil tré, sem stendur á sjávarkampi, austan til við Þorkelsgerði, ber í vörðu, sem er 3 m. á hæð, og stendur á hól þar fyrir ofan, milli- bil er 400 m. Þegar þessi síðarnefndu merki bera saman, skal halda þá stefnu inn að Goltanganefi, og svo vestur inn á milli tveggja skerja, og beint inn í Þorkelsstaða- lendingu. Áður en lagt er á sundið, skal gæta þess að liggja ekki nær hrimgarðinum en það, að vitinn (Selvogsvitinn, nr. 109) beri framan við iill sker á Bjarnastaða- hólma. í vörinni er þangvaxið grjót. Lendingin er talinn góð. Hún hefir ekki vcrið notuð nokkur síðastliðin ár. d. HERDÍSARVÍK Lendingin er vestantil við salthús sem stendur á sjávarkampinum. Leiðarmerki eru tré (hleri festur á toppinn), sem er 4 m. á hæð, á sjávarkampi austan við salt- húsið og grjótvarða; upp úr henni er tré 3 m. á hæð, millibil 250 m. Þessi merki eiga að hera saman þegar lagt er á sundið, og hæði merkin að hera í svokallaðan Sand- hamar, sem er austast i fjallinu fyrir vestan Mosaskarð. Eftir þessum merkjum á að halda alla leið inn á móts við klappir þær, sem eru að austanverðu við vörina, og svo sjónhending vestur með klöppunum, og upp í vör. Áður en lagt er á sundið, skal gæta þess, að fara ekki nær en það, að grjótvarða sem stendur fyrir ofan, ber í vestra hornið á Geitalilíð. Varða ])essi er 3 m. á hæð og sést vel. í vörinni er grjót og sandur. Lendingin er talin góð, og hefir oft verið notuð sem neyðarlending, bæði úr Selvogi og Þorlákshöfn. 118. GRINDAVÍKURHREPPUR a. SELATANGAR Lendingin er í suðaustur 3—4 km. frá Isólfsskála, og liggur móti suðvestri. Leiðarmerki eru: Drangnr (Dangon) sem nú er fallinn, hann átti að hera í hæstu silinguna á Núpshlíðarhálsi. t lendingunni er sandur, en klappatangar háðum megin. Lendingin er talin tæplega nothæf sem neyðarlending, hún hefir ekki verið notuð s.l. 50—60 ár. h. ÍSÓLFSSKÁLI (Gvendarvör) Lendingin er í suður frá íbúðarhúsinu, ])að er vík á milli skerja, og lón þegar inn er komið. Þar eru engin sérstök leiðarmerki. 1 vörinni er sandur og grjót, og klappir báðum megin. Hún er ekki nothæf sem neyðarlending. Lendingin er nú lögð niður sakir erfiðra aðdrátta; hún hefir ekki verið notuð síðastliðin 20 ár. c. HRAUNSVÖR (Suðurvör) Suðurvör er í SA frá íbúðarhúsinu Hraun og er bás eða vík inn í klappirnar, meðfram svokölluðum Vatnstanga að vestanverðu. Vörin á milli klappanna er rúm- lega skipsbreidd. Leiðarmerki inn Hraunssund eru: Varða í túngarðinum, norðan við íbúðarhúsið, á að bera í stall framan í Þorbirni, eftir þessum merkjum er haldið, þar til komið er inn undir vörina, þá á varðan að losna vel við vesturendann á Þor- birni. Varðan er 2 m. á hæð og upp úr henni er tré, hún stendur 200- -300 m. frá sjó, en frá henni og upp að Þorbirni eru um 3 km. í lendingunni er grjót og klappir, hún er bezt um fjöru, en er annars talin slæm, og er notuð aðeins seinnipart ver- tíðar og á sumrin, og alls ekki nothæf sem neyðarlending. Norðanvert við Suður- vör er stundum með háum sjó í útsynningi lent í svokallaðri Norðurvör eða Bót, sem eru tvö vik inn í klappirnar fyrir norðan Suðarvör. d. ÞORKÖTLUSTADIR (Buðlunguvör) Lendingin er i suður frá Þorkötlustöðum. Leiðarmerki eru: Túnvarðan í tré- merkið, sem aftur á að hera í tvær vörður uppi í heiði. Eftir þessum fjórum merkj- um i einni línu er farið alla leið upp undir vör, ])á er farið í ýmsum krókum, sem aðeins er fært vel kunnugum. í lendingunni er grjót og klappir, hún er betri með lágum sjó, en er annars talin slæm lending.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.