Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Page 65

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Page 65
7. HESSASTAÐAHREPPUR a. BESSASTAÐIR (Seylan) Á Álftanesi eru margar lendingar, en flestar þeirra eru fremur slæmar, helzt vegna þess, að þeim hefir svo lítið verið haldið við, síðan iitgerð á opnum bátum lagðist niður, og leiðarmerki fallið niður. Þess vegna verður hér aðeins lýst leiðinni inn á Seyluna við líessastafíi, enda er það aðal þrautalendingin á Álftanesi. Það er talið að leiðin byrji Grótta um Sufíiirnesvörfíu á Seltjarnarnesi, og Vífilfell um Klapparhjalla, sem er hólmi eða sker, fram undan Skildinganesi, er þá haldið á Vífilfell, þangað til Esjuhálsinn ytri ber um Nesstofu innan til, sem nú er notuð sem leiðarmerki siðan bærinn Geslhús var rifinn, þá er beygt til suðurs, og haldið þeirri stefnu þar til Yalahnúka her um liessastaði, þá er stefnt á Vífilfell og inn á Seylu. Næst fyrir sunnan þessa leið, er svokallað Valahnúkasund, það er líka talin örugg leið í hvaða veðri sem er. Sundið er tekið þegar innri Esjuhálsinn er vestan- til við Gróttu, og Valahnúkar um Ilessastafíi, og þeirri stefnu haldið þar til að Esjn- hálsinn ber innan til við Nesstofu, þá er beygt og haldið á Vifilfell og inn á Seylu. Þar er lent í möl, og lending ágæt. 8. SELTJARNARNESHREPPUR a. KÖPAVOGUR Lendingin i Kópavogi er fyrir neðan túnið, þar er sandur og möl þar sem lent er. Útfiri er svo mikið, að ekki er hægt að lenda þar nema um flóð. Lendingin cr að- eins notuð af mönnum sem stunda hrognkelsaveiði. b. SKILDINGANES Leiðarmerki eru þar engin. Út af lendingunni eru flúðir, sem brýtur á í vestan- og norðvestan átt. Lendingin er góð með háum sjó, en um fjöru er helzt ekki hægt að Ienda í sjálfri vörinni. 1 lendingunni er sandur. Þar er steinbryggja, sem liggur út í vörina. Nú er lendingin aðeins notuð af mönnum, sem stunda hrognkelsaveiði. Skildinganesland er lagt undir Reykjavik. Þar er hafskipabryggja, sem h.f. Shell hefir byggt. c. LAMBASTAÐIR Lendingin er í vestur frá íbúðarhúsinu. Leiðarmerki eru engin, leiðin er krókótt, og lendingin er talin fremur slæm, en bezt að lenda um flóð. Það er talið betra að lenda austast í Lambastaðalandi upp í malarkampinum, þar sem afrennslið úr Lamba- staðamýri fer í gegnum grandann. Nú notar enginn Lambastaðavör, enda hefir henni ekki verið haldið við í seinni tíð. d. MELSHÚS Þar er lent við steinbryggju sem er beint fram af fiskverkunarstöð h.f. Kveld- úlfs. Allstórir vélbátar fljóta að bryggjunni, en að vestanverðu við hana má lenda á opnum bátum upp í fjöru nema um flóð. Bezt er að lenda við bryggjuna með háum sjó. Hún er aðeins notuð fyrir vélbáta, sem flytja að og frá stöðinni. Skammt fyrir austan bryggjuna er vör, sem nú er lögð niður. e. HRÓLFSKÁLI Lendingin er í SV frá bæjarhúsunum, stefna hennar er frá SA—NV. Leiðar- nierki eru: Staurinn á Valhúsinu á að bera i vestasta bæjarhúsið, og er þeirri stefnu haldið, þar til að beygt er til NV upp i vör. í vörinni er klöpp. Bezt er að lenda þegar sjór er hálffallinn út, eða þegar klettaraninn, sem er að vestanverðu við vör- ina, er kominn upp úr sjó. Lending þessi var oft notuð sem neyðarlending áður fyrr, meðan útgerð á opnum bátum var stunduð þaðan, en seiii nú er lög'ð niður. Nú er lendingin aðeins notuð af mönnum sem stunda hrognkelsaveiði eða róa út
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.