Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Side 79
ur út í sjónum, og á hann að bera í gíl, sem liggur ofan vi'Ö víkina að austanverðu.
Stefna merkjanna er SV. Leiðina skal taka, þegar ibúðarhúsið á lláli ber yfir vörðu
sem er á sjávarbakka norðan við Háhbás. Boðar eru báðum megin leiðarinnar, og
tvi) blindsker vestanvert á leiðinni. Landtaka er betri um fjöru. Lendingin er talin
slæm.
f. SÆVABLANDSVÍK
Lendingin er norðvestan undir Tindastól. Lent er austur í króknum, þar sem
bjargið beygir út með víkinni, að aústanverðu. Stefna lendingarinnar frá sjó er suð-
ur. Talið er að leiðin byrji þegar Skefilsstaðabærinn ber í gilbarm við sjóinn fyrir
utan Ilakkaá, og er stefnt í NV. Þessari stefnu er haldið, þar til að Sigguhóllinn, sem
er grashóll með vörðu á, fyrir vestan Laxái ca. 300 m. frá sjó, her í svonefndar Hrís-
gátur, sem liggja suðvcstur upp hátsinn frá bænum Þorbjarnarstaðir ca. 900 m. frá
sjó. Þessari stefnu er haldið, þar til Drangeg er komin í mitt Stapasund, þá er breytt
um stefnu, og stefnt á eystra gilið, sem er ofan við lendinguna. Boðar eru báðum
megin leiðarinnar, en engin blindsker. Lendingin er betri um fjöru, talin miður góð.
67. SKARÐSHREPPUR
a. BEYKIH
Leiðarmerki eru engin, en stefna lendingarinnar er VSV, og skal halda henni
þar til koinið er á móts við stóran stein, sem er rétt norðan við lendinguna. Þá er
beygt í vestur, og farið aðeins árafrítt sunnan yið áðurnefndan stein, og er þá komið
upp í rudda vör. Á leiðinni eru engir boðar eða blindsker. Lendingin er bezt með
hálfföllnum sjó, en er talin miður góð.
b. INGVELDABSTAÐIB
Leiðirnar eru þrjár. Fyrst er grunnleið, leiðarmerki á henni eru: Ketubjörg i
Regkjadiskslág. Sést aðeins í björtu veðri, er farandi i góðu um háflóð. Leiðarmerk-
in á miðsundsleiðinni er foss í Itáðavík á að bera vestast i Daðastaðabæ, og skal
halda þá stefnu, þar til Hálminn ber í miðjan Þárðarhöfða, þá beint í vestur að
landi. Báðar jiessar leiðir eru norðan frá. Þriðja leiðin er að innan og austanfrá.
Leiðarmerkin á henni eru: Tanginn norðan við lendinguna, á að bera i Fúluvikiir-
bakka, eða sem næst NV, þar lil Hólminn ber í miðjan Þórðarhöfða, en gæta skal að
því, að fara þarf ca. 300 m. frá Hálmanum að innan, er þá beygt í NV, og síðan upp
í lendingu. 1 lendingunni er sandur, og er betra að lenda um fjöru; hún er talin vel
nothæf.
c. HÓLAIvOT
Leiðarmerki eru engin, en stefna í lendinguna er VaN. Boði er ca. 100 m. fyrir
norðan sund. Hér uin bil 25 m. fyrir norðan lendinguna rennur á. Varast þarf þrjá
steina, sem eru að norðanverðu við lendinguna; hún er talin miður góð, bezt með
hálfföllnum sjó.
d. FAGBANES
Stefna lendingarinnar er VSV. Bezt að stefna sunnantil á sjóbúðina og lenda að
sunnanverðu við stóran stein. í lendingunni er stórgrýti, hún er bezt um flóð, en er
talin slæm lending.
e. SKABDSKBÓKUB
Stefna upp í lendinguna er SV. Beint á svonefnt fíátagil. Leiðarmerki eru eng-
in; lendingin er talin miður góð.
f. INNSTALAND
Stefnan inn i lendinguna er vestur, þar til komið er fyrir grunnflös þá, sem er
að sunnanverðu, er þá beygt til SV á land. Þar sem lent er, er sandur og möl.