Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Blaðsíða 12
Niðurstöður þessarar ráðstefnu voru tillögur, sem lagðar verða
fyrir næsta allsherjarþing WHO árið 1975. Gert er ráð fyrir því,
að nýja 1jósmæðralöggjöfin íslenzka verði aðlöguð hinum nýju regl-
um WHO, sem þá verða væntanlega samþykktar.
Vorið 1972 barst beiðni frá WHO í Genf til greinarhöfunda
(G.S. og G.B.) um þáttöku í könnun á nýrri dánartilkynningu fyrir
andvana fædd börn og börn dáin á fyrstu viku eftir fæðingu(perina-
tal mortality). Könnun þessi var í nánum tengslum við fyrrnefnd
verkefni, og var hún ákveðin á ráðstefnu þeirri sem haldin var í
nóvember 1971. ViS tókum þátt í þessari könnun, og stóð hún í
rúmlega eitt ár.
Gerðar voru tilraunir með fjögur mismunandi ýtarleg dánarvottorð
á öllum nýburðum, sem létust í Reykjavík frá miðju ári 1972 til
jafnlengdar ársins 1973, og voru ofangreindar upplýsingar sendar
til Genf til úrvinnslu.
Könnunin fór fram á þann hátt, að fjórir aðilar útfylltu hver
sína tegund dánarvottorða ( G.B., G.S. og tveir af riturum Bæðinga-
deildar Isp.) án samráðs eða vitundar hvers annars.
Niðurstöður þessarar könnunar, hvað Island snerti, var sú, að sá
hluti fæðingartilkynningar hinnar nýju, sem fjallar um burðarmáls-
dauða (perinatal mortality) fullnægja £ aðalatriðum þeim kröfum,
sem WHO gerir til ritunar dánarvottorða fyrir nýburði.
Er þess þv£ ekki að vænta, að sérstök dánarvottorð fyrir ný-
fædd börn verði nauðsynleg hér á landi umfram þær upplýsingar, sem
koma £ fæðingartilkynningunni.
Sú niðurstaða vakti athygli, að hér tókst að samhæfa á einu eyðu-
blaði bæði fæðingar- og dánartilkynningu fyrir nýburði og á þann
hátt gera slfka skráningu einfalda £ framkvæmd.
10