Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Blaðsíða 20
há í landinu, á bilinu 30 til 35 fæðingar á þúsund íbúa árin
1881 til 19oo. Síðan hefur fæðingatíðni að vísu farið lækkandi,
en aðeins tvö ár farið niður fyrir 20 fæðingar á þúsund íhúa, þ.e.
árið 1939, (19.9) og árið 1970 (19.8).
A áratugunum 1930 - 40 fækkaði fæðingum meira en áður hafði
þekkst, en þessi ár var kreppa í landinu, og hefur getum verið
að því leitt, að sú sé meginorsök lækkandi fæðingatíðni á þeasu
árahili. Er sú reynsla samhærileg með öðrum þjóðum.
Á stríðsárunum og næstu ár á eftir fjölgaði fæðingum veru-
lega í landinu eftir lægð kreppuáranna.
Fækkun fæðinga á sl. áratug og einkum frá árinu 1964 má telja
heina afleiðingu af stóraukinni notkun nýtra getnaðarvarna.
Frá árinu 1970 hefur fæðingum fjölgað hlutfallslega á ný og reynd-
ust árið 1972 22.6 o/oo.
Þessi fjölgun á sér eðlilega skýringu. Sá aukni fjöldi, sem
fæddist á síðari hluta fimmta áratugsins, er nú á því aldursskeiði,
sem elur flest hörn í landinu shr. kafla III, 2.
Um dánartölur er það að segja, að frá aldamótum hefur dánar-
tíðni lækkað jafnt og þétt og mun meira en fæðingatxðni.
Er það megin ástæðan fyrir þeirri fólksfjölgun, sem átt hefur sér
stað í landinu, (shr. II, 2). 31. 1-2 áratugi hafa dánartölur á
Islandi náð því marki, - eða um 7 af þúsund íhúum - að vart má
vænta frekari lækkunar.
Eru þær með þeim lægstu sem þekkjast í heiminum.
II, 4. PJÖLBURAP&blNGAR.
Upplýsingar um fjölhurafæðingar á Islandi má finna allt frá
árinu 1881, að undanskildum árunum 1905-1910, en þau ár er þeirra
ekki getið í skýrslum, sem höfundar hafa aðgang að.
18