Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Blaðsíða 8

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Blaðsíða 8
Atvinnuleysi Samkvæmt skilgreiningu Hagstofu íslands telst fólk atvinnulaust ef það stundar ekki vinnu en hefur leitað eftir vinnu undanfarnar íjórar vikur og er tilbúið að hefja störf innan tveggja vikna. Opinber vinnumiðlun skráir ekki til fullnustu þá sem hafa verið utan vinnumarkaðarins, en vilja hefja störf, t.d. nemendur eðaheimavinnandi fólk. Þetta er misrétti sem nauðsynlegt er að bæta úr. Upplýsingar frá Hagstofu Islands gefa því aðra mynd af atvinnuleysi en birtar eru frá Vinnumiðlun og Félagsmálaráðuneyti (1. tafla). 1. tafla. Skráö atvinnuleysi 1991-1992 1991 1991 1992 Apríl 0/ Nóvember 0/ Apríl 0/ Vinnumarkaöstölur Hagstofu íslands /0 1,8 /0 2,7 /0 3.0 Þar af á skrá hjá Vinnumiðlun 1,3 1,5 2.1 Á skrá hjá Félagsmálaráðuneyti 1,4 1,6 2.9 Þess ber að geta að tölur frá Hagstofu íslands miðast við tiltekna dagsetningu en tölur Félagsmálaráðuneytis ná yfir ákveðið tímabil. í annarri töflu er sýnt atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16 til 29 ára. Vegna þess hve fáir atvinnulausir einstaklingar á fyrrgreindum aldri lenda í úrtaki í apríl 1992 verða tölur eftir aldri nokkuð breytilegar og nánast ómarktækar. 2. tafla. Atvinnuleysi meöal ungs fólks, nóv. 1991 og apríl og nóv. 1992 Nóvember1991 Apríl 1992 Nóvember1992 16-19 ára 9,5% 4,5% 16% 20-29 ára 3,5% 5,3% 7,5% Heimild: Hagstofa íslands Langtímaatvinnuleysi hefur aukist mikið, sérstaklega á þessu ári. Skamm- tímaatvinnuleysi hefur einnig aukist. Atvinnuleysi hefur undanfarin ár verið hlutfallslega meira hjá konum en körlum. I lok maímánaðar 1992 voru um 700 námsmenn á atvinnuleysisskrá án þess að hafa bótarétt. Reykjavíkurborg hljóp síðan undir bagga með þessu fólki. 8

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.