Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Side 10
Fangelsismálastofnun ríkisins
Frestun ákæru
Ríkissaksóknara er heimilt að fresta ákæru í málum ungmenna á aldrinum
15-21 árs. Sjá 56. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Frestun ákæru
þýðir að ríkissaksóknari frestar um tiltekinn tíma ákæru til refsingar vegna
afbrota unglinga á þessum aldri. Aðallega er hér um að ræða fjárréttindabrot.
Skilorðstíminn er yfirleitt ákveðinn 2 ár. Ef viðkomandi brýtur ekki af sér á
skilorðstíma fellur málið niður og verður ekki tekið upp aftur.
Þegar ríkissaksóknari hefur ákveðið að fresta ákæru á ungmenni búsettu á
höfuðborgarsvæðinu, sendir hann gögn í málinu til fangelsismálastofnunar.
Fulltrúi félagsmáladeildar sér um að boða viðkomandi til viðtals. Algengt er að
foreldrar eða önnur skyldmenni mæti með unglingnum í fyrsta sinn. Farið er
vel yfir málið og skýrt hvað frestun ákæru þýðir. Hagir unglingsins eru
kannaðir og athugað hvort hann á fleiri mál í kerfinu. Síðan er það mat
fulltrúans hvað unglingurinn mætir oft til viðtals á skilorðstímanum. Þessi
viðtöl eru fyrirbyggjandi “meðferð” og oft tekst að stöðva unglinginn á
afbrotabrautinni. Unglingurinn veit að hann getur leitað til fangelsismála-
stofnunar ef hann á í vandræðum og fengið aðstoð, ráðgjöf og stuðning.
Mikilvægt er fyrir foreldra unglingsins að geta leitað til stofnunarinnar. Einn
fulltrúi sinnir þessu starfi.
A árinu 1991 var 84 ungmennum á aldrinum 15-22 ára birt skilorðsbundin
frestun ákæru hjá fangelsismálastofnun ríkisins. Það eru 36 færri en á árinu
1990, en þá var 120 ungmennum birt skilorðsbundin frestun ákæru hjá stofnun-
inni. Fyrsta janúar 1992 voru 204 ungmenni með ákærufrestun undir umsjón
og eftirliti stofnunarinnar. Skýringin á fækkun á milli ára liggur m.a. í því að
seint á árinu 1990 var hætt að boða ungmenni af Suðurnesjum og
Suðvesturlandi til fangelsismálastofnunar, en þeim er birt frestun ákæru heima
í héraði.
Stúlkur eru 19% af hópnum, hlutur þeirra hefur aukist um 5% frá árinu 1990.
Eins og áður hafa flestir piltanna gerst sekir um innbrot og þjófnaði, en stúlkur-
nar um skjalafals.
Fleiri eru í skóla eða 51% af hópnum miðað við 41,7% á árinu 1990. Atvinnu-
lausir og sjúklingar eru 13%, sem er um 3% aukningfrá árinu áður .
5. tafla. Tölulegar upplýsingar um þau ungmenni, sem ákæru var frestað gegn,
skilorðsbundiö, á árinu 1991.
Afbrot Fjöldi pilta % Fjöldi stúlkna % Fjöldi alls %
Skjalafals 8 12,0 14 87,4 22 26,0
Innbrot, þjófn. og nytjataka 58 85,1 2 12,6 60 71,6
Önnur brot 2 2,9 0 0 2 2,4
Alls 68 100,0 16 100,0 84 100,0
10