Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Blaðsíða 12
Meðferð innan og utan fangelsa
Viðamesti þátturinn í starfi sálfræðings fangelsisimálastofnunar er að vinna
með fongum og öðrum skjólstæðingum stofnunarinnar. Hér er um að ræða
viðtöl og meðferð bæði innan fangelsanna og á skrifstofu sálfræðingsins. Þessi
meðferðarvinna inniheldur meðal annars félagshæfniþjálfun, reiðistjórnun og
áfengis- og vímuefnameðferð. 011 þessi meðferðarvinna er í formi einstakl-
ingsmeðferðar. Hópmeðferð hefur verið reynd víða erlendis og hefur sýnt sig að
vera árangursrík og hagkvæm leið.
Frá árinu 1990 hefur sú nýbreytni verið tekin upp að gefa fóngum kost á að
afplána síðasta hluta afplánunar í áfengismeðferð hjá SÁÁ. Árlega hafa 12-15
fangar lokið afplánun í meðferð.
Eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu hefur aukist jafnt ogþétt síðustu ár. Nú er
svo komið að fangar þurfa undantekningarlaust að bíða eftir því að komast að
hjá sálfræðingnum og fleiri leita eftir aðstoð en unnt er að sinna. Auka þyrfti
sálfræðiþjónustu, bæði að fjölbreytni og magni. Ef anna á eftirspurn eftir þess-
ari þjónustu á vegum fangelsismálastofnunar væri æskilegt að ráða fleiri
sálfræðinga til starfa, en nú starfar aðeins einn sálfræðingur hjá stofnuninni.
Starfi þeirra tveggja félagsráðgjafa, sem starfa hjá fangelsismálastofnun, má
skipta í tvennt. I fyrsta lagi sjá þeir um félagslega þjónustu við afplánunar-
fanga. I því felst annars vegar aðstoð við úrlausn alls kyns “praktískra” mála og
hins vegar stuðningur, ráðgjöf og meðferð. Sú meðferð sem fram hefur farið til
þessa er öll í formi einstaklingsmeðferðar. Allir afplánunarfangar, sem eru
u.þ.b. 100 talsins, eiga aðgang að félagsráðgjöfunum, sem um leið takmarkar
mjögþann Qölda, sem hægt er að veita þjónustu á sviði meðferðar.
I öðru lagi sinna félagsráðgjafar umsjón og eftirliti með þeim, sem fengið hafa
skilorðsbundna reynslulausn eða náðun. Fjöldi þessara skjólstæðinga er um
200. Þessi mikli fjöldi útilokar að hægt sé að veita hverjum og einum þá aðstoð
sem nauðsynleg væri, fyrir og eftir losun, við að skipuleggja framtíðina og
undirbúa endurkomu út í þjóðfélagið. Aðstandendur fanga hafa sótt stuðning og
ráðgjöf til félagsráðgjafa stofnunarinnar, en sá stuðningur hefur alfarið verið í
formi einstaklingsmeðferðar. Æskilegt væri að geta boðið skjólstæðingum upp á
Qölskyldumeðferð.
Fjöldi fanga og skipting þeirra eftir aldri, búsetu og brotaflokkum
Á árunum frá 1980 til 1991 hefur fóngum íjölgað í öllum aldurshópum.
Fjölgunin hefur verið minnst meðal 16-20 ára og mest meðal 31 árs og eldri.
6. tafla Fjöldi fanga 16 ára og eldri er luku afplánun á árunum
1980-1991 á 10.000 íbúa (allt landið)
1980-1984 1985-1989 1990-1991 Aukning*
16-20 ára 7,3 7,9 9,1 +24,7%
21-25 ára 19,1 28,1 29,1 +57,1%
26-30 ára 19,3 27,1 27,6 +43,0%
31 árs og eldri 7,6 10,1 14,4 +89,5%
*Aukningfrá 1980-84 til 1990-91
Heimild: Fangelsismálastolnun ríkisins.
12