Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Page 14

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Page 14
Lögreglan í Reykjavík Á síðustu árum hefur orðið gífurleg ljölgun á kærum vegna meðferðar fíkniefna, sérstaklega meðal ungs fólks á aldrinum 18-21 árs. Tvær skýringar eru sennilega á þessari fjölgun kæra, annars vegar Qölgun neytenda og mikið magn fíkniefna, hins vegar gæti hluti skýringarinnar verið að lögreglan sinni meira “minni málum” nú en áður. 8. tafla. Kærur vegna meöferöar fíkniefna 1987 1988 1989 1990 1991 15-18 ára 12 31 27 31 70 18-21 árs 84 80 79 108 212 21-25 ára 117 150 100 96 109 Heimild: Lögreglan í Reykjavík ísland er mitt á milli framleiðslu- og markaðssvæðis fyrir kókaín. Markaður- inn í Bandaríkjunum er mettur og stóru fíkniefnasöluhringirnir stefna nú á Evrópu. Að undanfornu hefur verið tekið ótrúlega mikið magn af kókaíni á Spáni, Bretlandi og í Þýskalandi. Með tilliti til vægra refsinga á Islandi er það mjög álitlegur kostur fyrir kókaínbaróna að koma upp dreifingarstöð fyrir Evrópu hér á landi. Hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot er 10 ára fangelsi og er þá sama hversu mikið magn af fíkniefnum menn hafa undir höndum. Það er umhugsunarvert hvort ekki sé rétt að breyta þessu og hækka rammann, áður en "stóra" málið kemur upp. I sumum tilvikum væri líklega árangursríkara að dæma menn í meðferð eða aðra óhefðbundna refsingu, heldur en að sekta þá, því sekt getur verið hvetjandi fyrir fíkniefnaneytanda. Hann þarf þá að útvega meiri peninga fyrir fíkniefnum og sekt og auðveldasta leiðin fyrir hann er að "búa til" nýja neytendur og selja þeim fíniefni. Vanþekking almennings á áhrifum og afleiðingum vímuefna er ótrúlega mikil. í þeim starfsstéttum sem vinna með fólk er hún einnig talsverð. Fólk er almennt forvitið um fíkniefni og hlustar vel þegar þau eru til umræðu. Það eru margir, sérstaklega meðal þeirra yngri, sem fá sína einu fíkniefnafræðslu hjá kunningum og eru mestar líkur á að sannleikurinn sé rangtúlkaður. Með skipulögðu námskeiðahaldi fyrir uppalendur, útgáfu fræðusluefnis og gerð sjón- varpsþátta mætti breyta þeim ljóma, sem í hugum margra, starfar af fíkni- efnum. Hér á eftir verður fjallað um nokkrar tegundir afbrota sem eru tíð meðal ungs fólks ogtengjastgjarnan notkun vímuefna. Líkamsmeiðingar Á síðustu þremur árum voru að meðaltali 400 einstaklingar kærðir á ári vegna líkamsmeiðinga hjá lögreglunni í Reykjavík. Ef tekið er tillit til íbúafjölda þá eru kærur tíðastar meðal ungs fólks á aldrinum 15-24 ára. 14

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.