Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Side 23

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Side 23
Notkun kókaíns Kókaínneysla er sjaldan tilefni komu á stofnun, heldur koma þessar upplýsingar fram í sjúkál. Stórneytendur þ.e. oftar en xlO, eru fáir. Kókaín hefur haldið innreið sína í landið. Greinileg aukning hefur orðið á kókaínneyslu meðal 16-19 ára. Notkun kókaíns meðal þeirra er fóru í framhaldsmeðferð á Staðarfelli og Sogni 1987-1990 9. mynd. Ef á heildina er litið hefur sjúklingum 20 ára og eldri með vímuefnavandamál ekki Qölgað, en fjölgun hefur orðið meðal þeirra yngri. Horfur Unglingum er vistast á Vogi vegna vímuefnavanda hefur fjölgað verulega en nokkur fækkun er meðal þeirra eldri. Svipaður fjöldi stúlkna hefur vistast á Vogi 1986-1991 og pilta. Kókaín hefur haldið innreið sína í landið. Léleg menntun, slæmar heimilis- og félagslegar aðstæður þeirra unglinga er fengið hafa meðferð á Vogi gera batahorfur þeirra mun verri en vera skyldi. Um 30% ungmenna er vistuðust á Vogi höfðu ekki lokið skyldunámi. Auk menntun- arskorts, þ.e. jafnvel erfiðleikar við að lesa og skrifa, gerir léleg eða engin vinnuþjálfun þessum unglingum erfitt fyrir að fá atvinnu. Margir munu því fylla hóp atvinnulausra. Fyrir marga þessara unglinga er hluti endurhæfingar fjólgin í því að opna þeim leið til náms að nýju. Margir unglinganna búa við það að foreldrar eða foreldri eru áfengissjúkir. Um 70% unglinganna verða að búa við það að foreldrar eða eldri systkini nota áfengi á heimili þeirra er þeir snúa til síns heima. Brýnt er að efla til muna Qölskyldumeðferð. (Ársskýrsla SÁÁ 1991). 23

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.