Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Qupperneq 35

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Qupperneq 35
Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Um árabil hafa barnaverndaryfirvöld í Hafnarfirði átt gott samstarf við aðrar stofnanir (starfsemi) er tengjast aðbúnaði og uppeldi barna og ungmenna. Má þar meðal annars nefna heilsugæslu, skóla, lögreglu, æskulýðsstarfsemi o.fl. Hefur samvinna af þessu tagi gefist vel, sérstaklega í fyrirbyggjandi þáttum einstakra mála. Hefur þá verið möguleiki að grípa inn í málið nokkuð snemma og stýra því inn í heppilegri farveg. I þó nokkuð mörgum málum, og fer fjöldi þeirra vaxandi, hafa mál fyrst komið til umíjöllunar starfsmanna barna- verndarnefndar HafnarQarðar þegar viðkomandi einstaklingur er kominn á unglingsár. Stundum er um einstök tilvik að ræða en einnig er um að ræða hóp, sem kemur aftur og aftur við sögu hjá einum eða fleiri fyrrnefndra aðila. Aldur- inn 14-15 ára er ekki óalgengur í þessu sambandi. I töflunni hér að neðan eru skráð afbrot unglinga í Hafnarfirði á 4ra ára tímabili. Þessi skráning er byggð á lögregluskýrslum. 17. tafla. Afbrot unglinga í Hafnarfiröi 1988-1991 (lögregluskýrslur) 1988 1989 1990 1991 Umferðarlagabrot 19* Auðgunarbrot 12 20 10 12 Áfengi/fíkniefni 0 4 7 0 Líkamsárásir 12 Samtals 31 24 29 12 Alls er hér um 96 einstaklinga að ræða þar af 10 stúlkur. * Um uar að ræða hifhjólaakstur próflausra unglinga, en tilhögun þessara mála var breytt á næstu árum og skýrir það brotthvarfið. Ef 15. tafla er skoðuð þá vaknar fyrst sú spurning hvers konar upplýsingar vanti inn í þessa töflu, sérstaklega þá hvort skráning fíkniefnabrota sé áfátt. Arin 1989 og 1990 koma til nýir flokkar, þ.e. misnotkun áfengis ogfíkniefna og líkamsárásir. Sé gætt að nöfnunum bak við þessa flokka sérstaklega, þá kemur í ljós nokkur hópur drengja, sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu og barnaverndarnefndar. Starfsmenn barnaverndarnefndar þykjast greina nokkur sameiginleg ein- kenni með þessum drengjum sem eru til staðar í Qölskyldugerð og uppvaxtarskilyrðin virðast stuðla að frávikahegðun. Gallinn er hins vegar sá að þessi hegðun hefur alloft tekið á sig fastmótað form áður en til “inngripa” kemur. Hvað snertir einstök hegðunareinkenni og tengsl þeirra við fjölskylduformið og uppeldisþætti er of snemmt að rekja það án kerfisbundinnar athugunar en benda má á að mörg einkennana voru til umræðu í sambandi við “vegalausu börnin”. Það er brýn nauðsyn á að kanna betur hagi barna og ungmenna í tenglsum við fjölskyldu og annað umhverfi barnanna. 35

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.