Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Qupperneq 46
Samverkandi orsakir þessa sjúkdóma eða vanheilsu má meðal annars rekja til fjárhagsvanda,
einangrunar, streitu, sálarkramar, reykinga og neyslu áfengra dp'kkja. Nokkuð er deilt um
orsakasamband. Eru sumir verr fallnir til þess að lifa í hjónabandi en aðrir vegna þess að þeir
eða þær eiga við vanheilsu að stríða? Trúlega hefur munurinn á heilsufari milli þeirra fráskildu
og giftra minnkað efdr því sem hjónaskilnaðir verða fleiri.
Nýrri niðurstöður benda þó tvímælalaust til þess að verulegur heilsufarsmunur sé á ferðinni.
Áhrif lögskilnaöa á börn og unglinga.^4-56-7)
Hvernig farnast börnum sem lenda í skilnaði?
Oft hefur því verið haldið fram að áhrif skilnaðar á börn séu einungis
skammvinn. Svo er ekki. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna þjást 1/3
þessara barna síðar meir af óöryggi og óhamingju, sérstaklega er skilnað ber
að við ungan aldur. Þessi böm eru oft haldin vanmáttarkennd, sjálfsásökun, árásargimi og
óróa. Þeim gengur verr í skóla og hverfa oftar frá námi en þau sem ekki verða fyrir þessu áfalli.
Seinna meir ber meira á slæmri geðheilsu og þau lenda oftar í skilnaði en aðrir. Athyglisvert
er að dauði föður eða tíðar fjarvistir hans virðast hafa minni langtíma áhrif á
börn en missir föðurs vegna hjónaskilnaðar. Áhugavert er að börnum er fæðast utan
hjónabands (ungar mæður) famast oft betur en bömum er lenda í aðskilnaði foreldra (G.
Snædal og Gunnar Biering). Trúlega er orsökin sú að fjölskyldutengsl og aðstoð náinna
aðstandenda við þau eru oft dl fyrirmyndar.
Heimildin
1) Hagstofa íslands 1992.
2) Yearbook of Nordic Stat. NORD 1991: 1. Nordstedts Tryckeri Stokholm 1991.
3) Ó. Ólafsson Mannvemd í velferðarþjóðfélagi. Fylgirit við Heilbrigðisskýrslur 1988 nr. 2.
4) M. Jellinech et al. Divorce impact on children. N. Engl. J. Med. 1981 305: 557-560.
5) C.F. Donovan. Divorce British Medical Joumal 1984, 2, 289:597-600.
6) J.S. Wallerstein. Children of Divorce. Ten years follow up. An J. Orthopsykiatry 1984,54 (3) 444-448.
7) B. Hayward. Single parent family inq. A call for information OECD Paris 1984.
8) Upplýsingar úr mæðraskrá. Kvensjúkdómadeild Landspítalans. Landlæknisembættið 1992.
9) Social tryghed i de nordiske lande. Nord. Stat. skriftserie, Kaupmannahöfn 1989.
10) Sigurjón Bjömsson. Böm í Reykjavík 1990.
11) Ungir vímuefnaneytendur, hvaðan koma þeir og hvert halda þeir? Fylgirrit við Heilbrigðisskýrslur 1990 nr. 4.
46