Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Page 4

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Page 4
FORMÁLI Rit það sem hér birtist, fjallar um niðurstöður könnunar á læknisþjónustu úti á landsbyggðinni eina viku í septem- ber 1974. Hér er um að ræða fyrstu meiri háttar rannsókn á heilsugæslu utan sjúkrahúsa á Islandi. Heilbrigðisyfirvöld taka ýmsar mikilvægar ákvarðanir um stærð, útbúnað, starfsemi og staðsetningu heilsugæslustöðva. Niðurstöður rannsóknar sem þessarar eru grundvöllur fyrir raunhæfri stefnumótun og áætlunargerð um heilsugæslu. Enda þótt þessi könnun auðveldi ákvörðunartöku, undirstrik- ar hún fyrst og fremst nauðsyn áframhaldandi rannsókna. Það er ekki nægjanlegt að lögfesta að setja skuli á stofn heilsugæslustöðvar til þess að annast heilsugæslu, heldur verða einnig að vera fyrir hendi forsendur til að framfylgja þessu markmiði á hagkvæman og árangursríkan hátt. Ég vil þakka sérstaklega þeim héraðslæknum er lögðu á sig aukavinnu við gagnasöfnun, en án samstarfs þeirra hefði þessi skýrsla aldrei orðið til. Einnig þakka ég meðhöfundum mínum þeirra hlut, en samantekt skýrslunnar hefur einkum hvílt á Ingimar Einarssyni fulltrúa við Landlæknisembættið.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.