Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Page 18

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Page 18
5.0 NIÐURSTÖÐUR 5.1 Sjúklingahópur Heilsugæsluþjónusta á rannsóknarsvæSinu sinnti 4978 erindum vikuna 16. til 22. september. Þegar tvö heilsugæslusvæði eru frátalin, svarar sá fjöldi til að hver íbúi á rannsóknar- svæðinu hafi að meðaltali 4.6 samskipti við heilsugæslu yfir árið. Miðtala árlegrar læknissóknar var hins vegar 4.5 sam- skipti á íbúa. Læknissókn var mjög breytileg eftir svæðum eða frá 2.3 upp í 7.6 samskipti á íbúa. Á flestum heilsugæslusvæð- um (63%) var árleg meðallæknissókn á íbúa á bilinu 3.2. til 5.8 samskipti (sjá nánar 8.5.A og 8.5.B). Tveimur heilsugæslusvæðum (nr. 8 og 20) var sleppt við útreikn- inga á árlegri meðallæknissókn vegna þess að á öðru þeirra ríkti óvenjulegt ástand og á hinu var starfandi heimilislæknir sem ekki tók þátt í könnuninni. Samskipti voru mikil á aldrinum 0-4 ára eða 101 samskipti á 1000 börn. Fæstir leituðu læknis á aldrinum 5-9 ára og 10-14 ára eða 39 -40 samskipti á 1000 börn. Síðan fór sam- skiptum fjölgandi og náðu þau hámarki hjá hópnum 75 ára og eldri eins og sýnt er á mynd 4. Læknissókn kvenna var að með- altali meiri en karla eða 102 samskipti á móti 64 á 1000 íbúa en munurinn var mestur á aldursbilinu 15 - 44 ára og náði hámarki í aldursflokknum 25 - 29 ára eða 118 samskipti á móti 41 miðað við ÍOOO íbúa. Stærsti hluti samskipta voru komur á stofur 62.5%, þar næst símtöl 27.5%, vitjanir 5.7% og loks ótilgreind samskiptaform 4.4% (sjá töflu 3).

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.