Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Qupperneq 21

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Qupperneq 21
21 5.2 Meginástæður samsklpta Algengustu ástæður læknisleitar voru öndunarfærasjúkdómar 11.2%, smitsjúkdómar 10.6% og stoðvefja- og hreyfingarfæra- sjúkdómar 9.1%. Fátíðustu orsakir voru hins vegar félagsleg- ar ástæður 1.1%, blóð- og blóðmyndunarsjúkdómar 0.8% og æxli 0.4% - (sjá töflu 4). Meðal barna 0-14 ára voru smitsjúkdómar og öndunarfærasjúk- dómar algengustu ástæður samskipta - alls 44.7%. Á aldrinum 15 - 44 ára var tíðni ástæðna jafnari en mest áberandi voru þvagvega- og kynfærasjúkdómar í 10.5% og þungun og barnsburð- arvandkvæði 9.7%. 1 næsta aldurshóp 45 - 64 ára voru algeng- astir stoðvefja- og hreyfingarfærasjúkdómar 15.8%, hjarta- og æðasjúkdómar 14.4% og geðsjúkdómar, taugaveiklun og persónu- leikagalli 11.1%. A aldrinum 65 - 74 ára voru hjarta- og æða- sjúkdómar 21.4%, stoðvefja- og hreyfingarfærasjúkdómar 12.8% og öndunarfærasjúkdómar 10.7%. Meðal 75 ára og eldri voru algengustu ástæður hjarta- og æðasjúkdómar 16.4%, ýmiss einkenni og ellihrumleiki 15.0% og stoðvefja- og hreyfingarfærasjúkdómar 10.0%. Sömu tölur liggja til grundvallar töflu 5 og 4 en í stað hlut- fallsskiptingar er reiknuð út tíðni ástæðna til samskipta mið- að við 10.000 íbúa £ hverjum aldursflokki. I töflu 6 sést að munur eftir kynjum var mestur varðandi þvag- vega- og kynfærasjúkdóma og slys, eitranir og áverka. í fyrra tilfellinu 9.8% ástæðna hjá konum og 2.3% hjá körlum en í því síðara 11.1% hjá körlum og 4.0% hjá konum. Á aldrinum 65-74 ára og 75 ára og eldri voru öndunarfærasjúkdómar mun oftar ástæður samskipta hjá körlum en konum eða 14.8% og 12.4% á móti 6.8% og 4.9%. Hins vegar reyndust geðsjúkdómar, tauga- veiklun og persónuleikagalli mun algengari hjá konum en körlum í þessum aldurshópum eða 13.6% og 8.5% á móti 5.7% og 3.2%. Eins og á töflum 4 og 5 er sá munur á töflum 6 og 7 að í stað hlutfallslegrar skiptingar er reiknuð út tíðni ástæðna til samskipta miðað við 10.000 íbúa af hvoru kyni í hverjum aldurs- flokki. Samkvæmt töflu 8 var ekki mikill munur á tíðni einstakra

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.