Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Page 27
27
ástæðna samskipta nema að því er varðar smitsjúkdóma og
öndunarfærasjúkdóma. Smitsjúkdómar voru frá 6.5% ástæðna á
svæði III og upp í 20.2% á svæði VI og öndunarfærasjúkdómar
voru frá 4.1% ástæðna á svæði V og upp í 22% á svæði III.
Þar kemur einnig fram að vöntun á skráningu ástæðna samskipta
er að mestu bundin við tvö svæði af sex sem tekin eru fyrir
í töflunni.
5.3 Prlausnir
Við hver samskipti var heimilt að merkja við fleiri en eina
tegund úrlausnar. 1 60% samskipta var lyfseðill úrlausn,
ráðleggiig í 31.7%, minni háttar skoðun í 22.2% og klínisk
skoðun í 17.7% en sjaldgæfastar meiri háttar aðgerð í 1.8%
tilfella og endurhæfing £ 0.5%. Innlagnarumsóknir og tilvís-
anir voru einnig mjög fáar.
Eins og fram kemur í töflu 9, fengu 60% sjúklinga lyfseðil
sem þátt í lausn á vanda sínum. Tafla 10 sýnir þetta hlutfall
eftir einstökum ástæðum samskipta.
Eftirtaldar tegundir úrlausna voru sérstaklega kannaðar:
Rannsókn á stofu (28), sent í rannsókn (29), tilvísun (30) og
innlagnarumsókn (31). Yfir könnunarvikuna voru framkvæmdar
639 rannsóknir á stofu og 335 atriði voru rannsökuð annars
staðar eða alls 974 rannsóknir. Tilvísanir til sérfræðinga
voru 152 og fengu þær alls 136 manns. Þá voru alls útfylltar
113 innlagnarumsóknir fyrir 102 einstaklinga á rannsóknarsvæð-
inu yfir könnunarvikuna.
5.4 Vinnutími lækna
Einn þáttur þessarar rannsóknar var könnun á vinnutíma lækna
og skiptingu hans eftir starfsþáttum. Upplýsingar bárust frá
33 læknum . Eru helstu niðurstöður birtar í
töflu 14 en nákvæmari sundurliðun er að finna í viðauka (8.6).