Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Qupperneq 33

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Qupperneq 33
6.0 SKIL Hér að framan hefur verið lýst framkvæmd og niðurstöðum könn- unar. Tilgangurinn var að afla upplýsinga um heilbrigðis- þjónustu utan sjúkrahúsa á landsbyggðinni í því skyni að auð- velda rannsóknir, áætlunargerð og stjórnun á sviði heilsugæslu. Gildi þeirra ályktana er dregnar verða, takmarkast af því að könnunin náði einungis yfir vikuna 16-22. september 1974 og ber að hafa það í huga við lestur þess sem á eftir fer. Hver íbúi á rannsóknarsvæðinu leitar læknis að jafnaði £ 4.5 (miðtala) skipti á ári, þegar frá eru talin 2 af 29 heilsu- gæslusvæðum sem könnunin náði til. Af sérstökum ástæðum, sem gerð hefur verið grein fyrir, þótti ekki rétt að hafa þessi tvö svæði með í útreikningum á læknissókn. Meðallæknissókn á íbúa á 17 heilsugæslusvæðum var 3.2 -5.8 samskipti á ári, 6.1-7.6 á 4 svæðum og 2.3-3.1 á 6 svæðum. Ekkl virðist munur á læknissókn eftir gerð heilsugæslustöðva en á hinn bóginn reyndist mikill munur á lseknissókn á einstökum heilsugæslusvæð- um. Þessi atriði og önnur, er hugsanlega hafa áhrif á eftir- spurn eftir læknisþjónustu, s.s. stærð svæðis, þéttbýlisstig, staðsetning heilsugæslustöðvar, samgöngur og aldursskipting íbúa, þarfnast þó frekari rannsóknar. Þá þarf að meta nánar áhrif árstíðabundinna sveiflna í samskiptum íbúa við heilsu- gæslu á áætlun læknissóknar. Samanburður á læknissókn við innlendar og erlendar kannanir, t.d. (8), (9) og (1), (2), leiðir í ljós að meðallæknissókn er í þessum könnunum á bilinu 3.0 -5.6 samskipti á íbúa að meðaltali yfir árið. Læknissókn í Reykjavík er verulega meiri en á landsbyggðinni. Einnig er munur á hlutfalli samskiptateg- unda og íbúatölu eða fjölda í sjúkrasamlagi á lækni. I töflu 16 er birtur samanburður á hlutfalli samskiptategunda. 1 töflu 15 er gerður samanburður við Reykjavík og tvær erlendar við-

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.