Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Qupperneq 38

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Qupperneq 38
38 Á sama hátt og í töflum 19 og 20 er síoan hægt að áætla tíðni rannsókna tilvísana og innlagna fyrir aðrar stærðir heilsu- gæslustöðva. Þar að auki eru forsendur fyrir því að meta þörf fyrir annan sérhæfðan starfskraft en lækna á heilsugæslustöðv- um, t.d. röntgentækna og meinatækna. Fyrir daglegan rekstur og stjórnun á heilsugæslustöð hafa nið- urstöður þessarar könnunar einkum tvenns konar þýðingu. 1 fyrsta lagi er hægt að hafa þær til hliðsjónar við skipulagn- ingu vinnudags á slíkri stöð. Til dæmis til ákvörðunar á tíma til einstakra læknisverka og fá þannig fram betri nýtingu í starfi. í öðru lagi veita þessar upplýsingar leiðsögn við greiningu áhættuhópa og skapa þar með grundvöll xyrir virkari heilsuvernd og eftirliti. í könnuninni kemur fram hvaða ald- urshópar leita oftast læknis vegna einstakra sjúkdóma, t.d. hjarta- og æðasjúkdóma og stoðvefja- og hreyfingarfærasjúkdóma. A grundvelli núgildandi heilbrigðislaga er áformað að koma á fót heilsugæslustöðvum um landið til þess að annast heilsuvernd og allt lækningastarf vegna heilbrigðra og sjúkra sem ekki dveljast á sjúkrahúsum. Gert er ráð fyrir að hópsamstarf heil- bsrigðisstétta á heilsugæslustöðvum verði æ ríkari þáttur í alsaennri heilsugæslu. Heilsugæslustöðvar eru með þrennu móti: 1. H:1 heilsugæslustöð þar sem starfar einn læknir ásamt öðru starfsliði. 2. H:2 heilsugæslustöð þar sem starfa a.m.k. 2 læknar ásamt öðru starfsliði. 3. H:2 heilsugæslustöð £ starfstengslum við sjúkrahús. Þar starfa a.m.k. 2 læknar ásamt öðru starfsliði. Við gerð áætlana og skipulagningu stjórnunar er nauðsynlegt að taka tillit til þess að þörf heilsugæslustöðva varð- andi útbúnað og starfslið getur verið mjög misjöfn. Heilsu- gæslustöð í starfstengslum við sjúkrahús hefur til dæmis ekki sömu þörf fyrir tækjabúnað og heilsugæslustöð án slíkra tengsla. Það kann líka að orka tvímælis að útbúa H:1 heilsugæslustöð með sömu tækjum og H:2 heilsugæslustöð, þar sem notkun sumra tækja verður áreiðanlega mjög lítil og hæpið er að grundvöllur sé fyrir því að ráða eða fá sérhæft starfslið eins og meina- d

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.