Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Síða 45

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Síða 45
45 fræðing, félagsráðgjafa, ljósmóður, meinatækni, röntgen- tækni o.s.frv.). 14. Hvaða sérfræðiþjónustu er mest þörf í næsta nágrenni, samkv. tíðni sjúkdómaflokka og fjölda tilvísana á sérfræð- inga? 15. Er einhver munur á sókn fólks til læknis og erindum þess eftir árstíðum (ráðgert að gera slíka könnun á mismunandi árstíðum)? 16. Hvernig er samanburður á vinnumagni lækna á mismunandi svæðum? Til þess að tryggja sem flestar marktækar niðurstöður úr þess- ari könnun og til áð fá sem gleggstan samanburð milli land- svæða hefur verið ákveðið, að allir læknar í héruðum landsins vinni að könnuninni. Lækni er ráðlagt að gefa sér góðan tíma til þess að kynna sér efni könnunareyðublaðsins áður en könnunartímabilið hefst, enn- fremur að lesa vel meðfylgjandi skýringar við einstök atriði. Ætlast er til að læknir færi einn seðil fyrir hvern einstakling, sem á við hann erindi á könnunartímanum. Aðeins ber að færa inn á seðilinn upplýsingar (t.d. um sjúkdómsgreiningu) eins og þær liggja fyrir samdægurs, ekki færa inn endurskoðaðar upplýs- ingar síðar. Dagsetning könnunarinnar og fæðingarár hvers sjúklings eru færð með tölustöfum. Annars skal merkja með krossi í reitinn framan við hvern lið, sem við á hverju sinni. Aðeins skal krossa við einn lið í hverju hólfi með ótölumerktum liðum og í hólfi með töluliðum 01. -18. í hinum hólfunum má krossa við fleira en einn lið í hverju eftir því sem við á hverju sinni. Til nánari skýringa á atriðum 01 - 15 fylgir ljósrituð skrá yfir flokkun sjúkdóma í 15 flokka (alþjóðleg flokkun sjúkdóma og áverka 1948). óskað er eftir að hver læknir áætli skiptingu vinnutíma síns á könnunartímabilinu til þeirra starfa sem skráð eru á meðfylgj- andi eyðublað. Ennfremur er óskað eftir að læknar sendi land- lækni athugasemdir og breytingartillögur við könnunareyðublöðin, skýringarnar og framkvæmd könnunarinnar í ljósl reynslu þeirra af forkönnuninni .

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.