Fréttablaðið - 09.12.2022, Blaðsíða 26
Svo mörg-
um, mörg-
um árum
seinna
hugsaði ég:
Hvernig
væri nú
bara að ég
myndi
skrifa
söguna?
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Rithöfundurinn María
Siggadóttir situr ekki auðum
höndum. Hún hefur skrifað
sögur, leikrit og ljóð frá því
hún var lítil stelpa en var þó
komin yfir fimmtugt þegar
hún gaf út sína fyrstu bók.
Síðan þá hefur hún varla lagt
pennann frá sér.
María starfar á sambýli í Þorláks
höfn og skrifar í frítíma sínum.
Hún er hluti af hóp skálda sem
gefur út smásagnasafn árlega,
alltaf með ákveðnu þema. Í sumar
kom út smásagnasafnið Krakka
sögur – Bland í poka. María á tvær
sögur í bókinni en þetta er í annað
sinn sem hún tekur þátt í að gefa út
bók með hópnum.
„Þemað í ár voru krakkasögur.
Við vorum bara sex með sögur
í smásagnasafninu í ár, sem er
óvenjulítið. Síðast gáfum við út
smásagnasafnið Óratíma, en þá
var þemað vísindaskáldsögur,“
segir María.
„Krakkasögurnar hafa verið
mjög vinsælar, fyrsta upplagið
seldist upp og nýtt upplag er komið
í bókabúðir. Umfjöllunarefnið er
alls konar. Önnur sagan mín, Bláu
skórnir, fjallar um rasisma. Hún
fjallar um litla drenginn Baldur
sem á vini sem eru af erlendu bergi
brotnir en hann þarf að fást við
snobb og rasisma móður sinnar
þar til hún fær ærlega ráðningu og
snýst til betri vegar.
Hin sagan mín heitir Gestur
bókahestur. Hún gerist í litlu þorpi
úti á landi og segir frá vinunum
Birtu og Kára sem eru dugleg
að lesa og fara oft á bókasafnið.
Krakkarnir ráða sig í vinnu hjá
bókasafnsverðinum við að flytja
bækur til fólks sem hefur ekki
heilsu til að sækja bækur sjálft. Þau
kynnast gamla hestinum Gesti
sem fær nýtt hlutverk og aðstoðar
þau við bókaflutninga. Báðar
sögurnar eru með góðan boðskap
um jafnrétti, tillitssemi og hjarta
gæsku.“
Sá söguna fyrir sér
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
María skrifar fyrir börn. Fyrsta
skáldsagan sem kom út eftir hana,
árið 2014, er Jólasaga úr Ingólfs
fjalli.
„Ég var búin að vera með þá
sögu í kollinum lengi. Ég horfði á
Ingólfsfjall út um eldhúsgluggann
hjá mér og sá algjörlega í höfð
inu á mér hvernig sagan var. Svo
mörgum, mörgum árum seinna
hugsaði ég: Hvernig væri nú bara
að ég myndi skrifa söguna?“ segir
María. Það varð upphafið að rit
höfundarferli hennar. Síðan þá
hefur hún gefið út, auk smásagn
anna, tvær ljóðabækur, Stjörnu
damask á þvottasnúru og Í gegnum
laufþakið og aðra skáldsögu, Hvít
serk, sem kom út í maí.
„Hvítserk skrifaði ég fyrst sem
smásögu og fékk aðstoð hjá vini
til að binda saman í nokkrum
eintökum til að gefa í jólagjafir
til nánustu fjölskyldumeðlima.
Beinagrindin þótti snjöll og spenn
andi og sagan og plottið í henni
þótti mjög gott. Þá byrjaði ballið.
Margir yfirlestrarhestar ljáðu mér
lið. Til að mynda: lögregla, geð
læknir, kennarar og svo framvegis,“
segir María.
„Ég fékk hvatningu til að halda
áfram. Ég fitaði söguna smátt og
smátt og fór í Endurmenntun
háskólans í ritlist hjá Önnu Heiðu
Pálsdóttur. Þar leið mér bæði eins
og nördi og snillingi. Það var hell
ingur af bókum sem nemendur
þurftu að lesa og ég hafði lítið
fengist við lestur þá, en var hel
tekin af sjónvarpsglápi. Hins vegar
snaraði ég fram kafla úr glæpa
sögunni sem var í smíðum og það
var meira en margir nemendur
gátu státað sig af.“
María segist einnig hafa fengið
ráðleggingar um Hvítserk hjá
Björgu í Stílvopninu og er hún
henni þakklát fyrir það.
„Ég hóf svo skrif á framhaldi um
verkefni lögreglukonunnar Heru
Hallvarðsdóttur áður en ég hafði
lokið við Hvítserk og vinn í þeirri
sögu um þessar mundir ásamt
öðru,“ segir hún.
Sögurnar banka á hugann
Aðspurð hvaðan hún fái inn
blástur að sögunum svarar María
að hún hafi svo rosalega fjörugt
ímyndunarafl að sögurnar komi
bara til hennar.
„Ég var sennilega skrýtið
barn, alltaf að búa til vísur og
sögur. Ég hafði og hef mjög frjótt
ímyndunarafl. Hugmyndir vekja
mig oft í svefnrofunum, ýmist á
kvöldin eða á morgnana rétt áður
en morgunninn er að birtast.
Persónur sem ég hef skapað tala
við mig og trufla nætursvefninn,
vilja að ég haldi áfram að skrifa.
Ég elskaði að skrifa ritgerðir í skól
anum sem unglingur og mjög oft
voru þær lesnar upp fyrir bekk
inn. Ég skrifaði líka leikrit þegar
ég var unglingur og langar að
taka til við þá iðju aftur einhvern
tímann.“ n
Sögupersónurnar trufla nætursvefninn
María ásamt
kisunni Freyju,
en María hefur
skrifað mikið frá
því hún var lítil
stelpa.
MYND/
LINDA GUÐGEIRS
LJÓÐAJÓL
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
10 kynningarblað 9. desember 2022 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL