Fréttablaðið - 09.12.2022, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Margrét Jóna Guðbergsdóttir,
vörustjóri hjá Pennanum
Eymunds son, hefur starfað í
fyrirtækinu í rúm 30 ár og kynnst
mörgum sviðum þess. Hún segir
að þótt alltaf séu einhverjar
breytingar á milli ára þá breytist
jólaverslunin ekki mikið. Íslend-
ingar eru mikil bókaþjóð og bækur
þess vegna alltaf vinsælar til gjafa.
„Útgáfan í ár er mjög fjölbreytt að
vanda, skáldverk, ljóð, ævisögur,
matreiðsla og handbækur ýmis
konar. Handavinnubækur eru til
dæmis mjög vinsælar, sérstaklega
prjónabækur. Síðan er mjög blóm-
leg barna- og unglingabókaútgáfa,“
segir Margrét.
Játning trónir á toppnum
Penninn Eymundsson er með mjög
vítt svið þegar kemur að gjafa-
vöru og allir ættu að geta fundið
eitthvað í jólapakkann. Verslunin
gefur út sinn eigin metsölulista
og margir kynna sér hann áður
en þeir versla. „Listinn hefur áhrif
á mjög marga. Játning eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson er mjög vinsæl
og er nú í fyrsta sæti á listan-
um, þriðju vikuna í röð. Bókin
Reykjavík eftir Ragnar Jónasson
og Katrínu Jakobsdóttur kemur
þar á eftir. Hún kom út í október
og hefur gengið mjög vel alveg frá
útgáfu. Margir eru forvitnir um
þá bók,“ segir Margrét og bendir
á að Kyrrþey eftir Arnald og Eden
eftir Auði Övu séu líka ofarlega á
listanum.
„Ein bók hefur komið töluvert
á óvart en hún seldist upp. Það er
bókin Keltar eftir Þorvald Frið-
riksson. Í bókinni er boðið upp á
nýja sýn á Íslandssöguna, innsýn í
það sem hefur að miklu leyti verið
hulið: hina miklu hlutdeild Kelta í
íslenskri menningarsögu. Ég held
að útgefandinn hafi ekki verið
viðbúinn þessum vinsældum og
bókin seldist upp en ný prentun
er nú komin í verslanir Pennans
Eymundsson. Það er stundum
þannig að einhver bók verður
vinsæl sem ekki var endilega búist
við,“ segir Margrét. „Metsölulist-
anum er stillt upp á áberandi stað
í verslunum okkar og auðvelt að
skoða hann og spekúlera hvað sé
vinsælt,“ segir hún. Nýr listi kemur
út í hverri viku.
Bækur og spil
Margrét segir að jólasalan sé hafin
af fullum þunga. „Það var mjög
ánægjulegt að sjá frétt um að bók
og spil væru jólagjafir ársins sam-
kvæmt því sem Rannsóknarsetur
verslunarinnar finnur út. Við heyr-
um að fólk hefur tekið eftir þessu í
fréttum en það fær bæði bækur og
spil hjá okkur í miklu úrvali auk
annarra gjafa. Við seljum bækur
frá öllum útgefendum, jafnt stærri
sem minni.
Gjafavaran er fjölbreytt. Nýlega
tókum við danska hönnunar-
merkið Hay til sölu en í þeirri línu
eru mjög fallegar gjafavörur. Svo
er tónlistin ekki alveg gleymd því
við seljum mikið af vínyl-plötum
fyrir jólin. Borðspil og púsluspil
eru alltaf vinsælar gjafir líka. Penn-
inn Eymundsson er sömuleiðis
með mikið úrval af leikföngum og
barnabókum. Vinsælasta bókin
í þeim flokki þessa viku er bók
Gunnars Helgasonar, Bannað að
ljúga. David Walliams er einnig
alltaf eftirsóttur og alveg sér-
staklega núna eftir að hann kom
hingað til lands í heimsókn og
fyllti verslunina í Smáralind. Það
hafa komið út margar bækur eftir
hann á íslensku á undanförnum
árum og þær njóta alltaf vinsælda.
Bjarni Fritzson á tvær bækur á
barnabókalistanum, Orra óstöðv-
andi og Sölku. Birgitta Haukdal
selst vel allt árið en hún höfðar til
yngsta hópsins. Núna er hún með
bók sem jafnframt er spiladós með
jólalögum og textum.“
Trönur og penslar
„Hjá Pennanum Eymundsson
færðu allt utan um pakkann, jóla-
pappír, bönd og poka og jólakort.
Myndlistarvörur hafa einnig
verið vinsælar gjafir, jafnt trönur,
penslar og litir auk blindramma.
Stærsta deildin okkar með slíkar
vörur er í Hallarmúla, bæði fyrir
listamenn og byrjendur.“
Margrét bendir á að ýmis konar
töskur og þar á meðal ferðatöskur
hafa verið vinsælar til gjafa eða
eigin nota en Penninn Eymunds-
son býður mikið úrval af þeim og
margar stærðir.
Þegar Margrét er spurð hvort það
sé ekki brjálað að gera í vinnunni á
þessum árstíma svarar hún að það
sé mjög gaman að vinna í Pennan-
um Eymundsson fyrir jólin. „Þótt
það sé mikið álag þá er þetta ótrú-
lega skemmtilegt starf. Ég fæ alltaf
smá fiðring þegar jólavertíðin fer í
gang og finnst hún spennandi.“
Á undanförnum árum hefur
aukist að erlendir ferðamenn komi
í verslanir Pennans Eymundsson
og kaupi bækur. „Þetta eru bæði
ferðabækur um Ísland, Íslendinga-
sögurnar og skáldsögur sem hafa
verið þýddar yfir á erlend tungu-
mál. Langvinsælust er bókin Sjálf-
stætt fólk eftir Halldór Laxness.
Síðan er það Arnaldur og Yrsa auk
nokkurra annarra. Þá get ég nefnt
að bókin um íslensku jólasveinana
og jólasveinastytturnar eftir Brian
Pilkington vekja alltaf áhuga en
erlendir ferðamenn eru mjög
forvitnir um íslenska jólasveina-
hefð,“ segir Margrét og bætir við
að Íslendingar kaupi líka mikið
af slíkum bókum til gjafa fyrir
erlenda vini. „Penninn Eymunds-
son er jafnframt með fjölbreytt
úrval af erlendum bókum og tíma-
ritum fyrir alla.“ n
Opnunartími verslananna lengist
í desember, upplýsingar um það
eru á penninn.is. Þess má geta
að jólaopnun í miðbænum og
verslunarmiðstöðvunum hefst 15.
desember og þá verður opið til 22
öll kvöld.
Jólabókaflóðið er fjölbreytt að þessu sinni og allir helstu rithöfundar landsins eru með bækur um þessi jól.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Játning eftir Ólaf Jóhann situr efst á metsölulista Pennans Eymundsson og
Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur kemur þar næst.
1 Játning
Ólafur Jóhann Ólafsson
2 Reykjavík glæpasaga
Ragnar Jónasson/Katrín Jakobsdóttir
3 Eden
Auður Ava Ólafsdóttir
4 Kyrrþey
Arnaldur Indriðason
5 Hamingja þessa heims
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
6 Bannað að ljúga
Gunnar Helgason
7 Gættu þinna handa
Yrsa Sigurðardóttir
8 Yule lads
Brian Pilkington
9 Amma glæpon enn á ferð
David Walliams
10 Keltar
Þorvaldur Friðriksson
ALLAR BÆKUR
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Játning
Ólafur Jóhann Ólafsson
Reykjavík glæpasaga
Ragnar Jónasson/Katrín Jakobsdóttir
Eden
Auður Ava Ólafsdóttir
Kyrrþey
Arnaldur Indriðason
Hamingja þessa heims
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Gættu þinna handa
Yrsa Sigurðardóttir
Guli kafbáturinn
Jón Kalman Stefánsson
Tól
Kristín Eiríksdóttir
Saknaðarilmur
Elísabet Jökulsdóttir
Útsýni
Guðrún Eva Mínervudóttir
Innbundin skáldverk
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Bannað að ljúga
Gunnar Helgason
Amma glæpon enn á ferð
David Walliams
Orri óstöðvandi Draumur Möggu Messi
Bjarni Fritzson
Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa
Birgitta Haukdal
Salka Tímaflakkið
Bjarni Fritzson
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét Marinósdóttir
Jólin koma
Jóhannes úr Kötlum
Jólasyrpa 2022
Walt Disney
Dagbók Kidda klaufa 16 Meistarinn
Jeff Kinney
Hrekkjavaka með Láru
Birgitta Haukdal
Barnabækur
Útgáfan í ár er
mjög fjölbreytt að
vanda, skáldverk, ljóð,
ævisögur, matreiðsla og
handbækur ýmis konar.
Handavinnubækur eru
til dæmis mjög vinsælar,
sérstaklega prjóna-
bækur.
2 kynningarblað 9. desember 2022 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL