Fréttablaðið - 09.12.2022, Blaðsíða 44
Gjafakort
í Bæjarbíó
er góð gjöf
Öllum gjafabréfum 15.000 kr
og hærri fylgja 2 frídrykkir
Gerum tilboð í stærri fyrirtækja
pantanir á gjafakort@bbio.is
Allar nánari upplýsingar
í síma 665-0901
Í HJARTA HAFNARFJARÐAR
Bestu íþróttatölvuleikirnir
eiga það sameiginlegt að
byggja á íþróttum sem eru
ekki til.
arnartomas@frettabladid.is
Nú þegar HM í fótbolta er í algleym-
ingi gætu einhverjar sófakartöflur
reynt að fá íþróttamannsfantasíunni
svalað í gegnum smá FIFA. Þetta eru
algeng mistök því FIFA er, og hefur í
alltaf verið, leiðinlegur leikur. Tölvu-
leikir eiga jú að vera leið fyrir okkur
sem troðum endalausan marvaða
grámyglunnar til að upplifa eitthvað
nýtt sem ömurlegur raunveruleikinn
getur ekki boðið okkur.
Þráhyggjan í FIFA, og öðru hlið-
stæðu drasli frá EA fyrir aðrar íþrótt-
ir, varðandi að rembast við að halda
leiknum raunverulegum, heldur
aftur af honum. Hér er þess vegna
stuttur listi yfir leiki um íþróttir sem
eru ekki til en eru margfalt skemmti-
legri. n
Íþróttirnar
sem eru ekki til
Omega Strikers
Líklega besti og minnst þekkti
fjölspilunarkeppnisleikur sem
er fáanlegur á Steam. Tvö þriggja
manna lið etja kappi í íþrótt sem
er best líkt við þythokkí. Hægt
er að velja úr litríkum hóp af
leikmönnum sem hver um sig
hefur einhvers konar sérstöðu
til að færa liði sínu. Leikirnir eru
stuttir og spennandi og það væri
eiginlega algjör glæpur ef þessi
brýst ekki út sem næsta stóra
rafíþrótt.
Bloodbowl 3
Seint á níunda áratugnum skelltu
nokkrir Warhammer-nördar í
nýjar reglur þar sem dvergar,
orkar, álfar og menn etja kappi
í amerískum fótbolta (eða ein-
hverrju nærri því lagi). Spilið varð
síðar að tölvuleikjaseríu sem
hefur vakið miklar vinsældir
og er nýjasti leikurinn væntan-
legur snemma á næsta ári. Góð
skemmtun fyrir alla þá sem hafa
ekki efni á fokdýrum plastfíg-
úrum og málningu með þeim.
Rocket League
Sem einn af vinsælustu tölvu-
leikjum heims þarfnast Rocket
League líklega engrar kynningar.
Við skulum samt gera það fyrst
við erum á annað borð að setja
saman þennan lista. Rakettu-
knúnir bílar takast á í fótbolta þar
sem allt að átta geta verið saman
í liði. Aðgengilegur en merkilega
djúpur.
Windjammers 2
Nostalgíusprengja og nýtt
framhald af hinni oft gleymdu
klassík Windjammers frá 1994.
Hvern hefði grunað að leikur
um keppnisfrisbí gæti verið
svona ógeðslega skemmtilegur?
Spilunin er upp á tíu og grafíkin
og tónlistin draga mann aftur í
tímann þegar heimurinn var betri
staður.
Super Mario Strikers: Battle League
Í Super Mario Strikers hefur hins vegar verið
hannað nýtt sport sem er einhvers konar
samsuða af ýmsum boltaíþróttum. Það er
ekki bara í lagi að tudda heldur beinlínis
nauðsynlegt. Nýjasti leikurinn sem er fáan-
legur á Switch er aðgengilegur fyrir nýja
spilara en hefur talsverða dýpt fyrir þá sem
vilja kafa dýpra. Einspilunin er þó ekki upp á
marga fiska svo það er nánast nauðsynlegt
að spila með vinum eða í gegnum netið.
20 Lífið 9. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2022 FÖSTUDAGUR