Fréttablaðið - 09.12.2022, Blaðsíða 4
Ég er viss um að Íslend-
ingar myndu líka hafa
áhuga á flugi til Pól-
lands.
Andrzej
Bednarczyk,
stofnandi undir-
skriftasöfnunar
kristinnhaukur@frettabladid.is
SKOTLAND O f ford l áva r ðu r,
aðstoðarráðherra Skotlandsmála í
ríkisstjórn Bretlands, sakaði nýlega
landa sinn Angus Robertson, ráð-
herra stjórnarskrár, menningar og
ytri mála í landsstjórn Skotlands,
um græsku á fundi með Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Báðir komu þeir til Íslands á ráð-
stefnuna Hringborð norðurslóða,
Arctic Circle, og báðir áttu þeir tví-
hliða fundi með Katrínu.
Offord lávarður situr fyrir Íhalds-
f lokkinn en Robertson Skoska
þjóðarflokkinn.
Samkvæmt breska blaðinu The
Telegraph sagði Offord að Robert-
son hefði „vælt um vesalings fólkið
í Skotlandi“ sem væri „rænt frelsi
sínu“. Að ræða innanríkismál og
stjórnarskrána sé ekki heimilt.
Fjölmiðlar hafa áður f jallað
um utanlandsferðir Robertson,
sem eru mýmargar og hafa reynst
kostnaðarsamar. Það fer öfugt ofan
í andstæðinga hans að Robertson
Hafi nýtt fundinn með Katrínu á ólöglegan hátt
Robertson er sakaður um að hafa
vælt í Katrínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
skuli nota hvert tækifæri til þess
að tala fyrir sjálfstæði en ekki þeim
málaflokkum sem hann á að stýra
fyrir landstjórnina.
Einnig á Robertson að hafa ýkt
titla sína, svo sem í ferð til Þýska-
lands nýlega.
„Ég var í Berlín og þar sögðu
þingmenn að þeir væru að fara að
hitta Angus Robertson utanríkis-
ráðherra Skotlands,“ sagði Foulkes
lávarður, í Verkamannaflokknum.
„Breska ríkisstjórnin verður að
finna leið til að stoppa þetta.“ n
Flugleið á milli Akureyrar og
Póllands myndi nýtast bæði
innflytjendum, fjölskyldum
þeirra og Íslendingum sem
vilja ferðast til Póllands. Þetta
segir stofnandi undirskrifta-
söfnunar sem hefur verið vel
tekið í.
kristinnhaukur@frettabladid.is
NORÐURLAND Um 200 undirskriftir
hafa safnast á einni viku fyrir því
að komið verði á beinu flugi á milli
Akureyrar og Póllands. Það myndi
liðka mikið fyrir innflytjendum frá
Póllandi og nálægum löndum sem
búa á Norður- og Austurlandi og
myndi nýtast Íslendingum sjálfum
vel.
„Þetta hefur komið upp í sam-
tölum Pólverja í langan tíma,“ segir
Andrzej Bednarczyk, einn af þeim
sem standa að undirskriftasöfnun-
inni. „Sérstaklega á veturna, þegar
ferðalög til Kef lavíkur geta verið
erfið út af veðri. Þetta myndi líka
henta mjög vel á sumrin þegar fólk
er að ferðast vegna vinnu eða fría.“
Mjög reglulega er f logið milli
Íslands og Póllands um Keflavíkur-
f lugvöll, svo sem til höfuðborgar-
innar Varsjár, Gdansk við norður-
ströndina og Krakár í suðri. Það er
hins vegar ferðalagið til Reykjavíkur
sem getur reynst Pólverjum á lands-
byggðinni langt og erfitt.
Pólverjar eru langfjölmennasti
innf lytjendahópur landsins, alls
tæplega 21 þúsund manns. Andr-
zej og félagar telja að flugleggurinn
myndi einnig nýtast Litáum, Lett-
um, Tékkum, Slóvökum, Úkraínu-
mönnum og f leiri innf lytjenda-
hópum norðan- og austanlands.
Andrzej segir að algengt sé að
missa tvo daga aðeins í ferðalagið til
og frá Keflavík. Leiðin taki sérstak-
lega langan tíma þegar farið sé með
rútu. Þegar lent er í Póllandi tekur
svo einnig oft við annað langt ferða-
lag innanlands. Þá er einnig mikið
af innflytjendum, sem hafa sest að
til langs tíma á Íslandi, sem fá ætt-
ingja og vini í heimsókn. „Ég held að
það myndi vera mjög mikill áhugi á
þessari flugleið,“ segir hann.
Utanlandsferðir hafa stóraukist
á Akureyri eftir að Niceair tók til
starfa. Flugfélagið flýgur til Kaup-
mannahafnar, Düsseldorf, Alicante
og Tenerife. Þá er frekari uppbygg-
ing Akureyrarf lugvallar á teikni-
borði stjórnvalda og gjaldtaka er
áætluð af f lugmiðum til að f lýta
henni.
Það er ekki aðeins fólk búsett á
Akureyri sem hefur skrifað undir
listann. Heldur einnig á Reyðarfirði,
Dalvík, Húsavík og fleiri stöðum.
Aðspurður til hvaða f lugfélaga
Andrzej horfi helst nefnir hann lág-
gjaldaflugfélögin. Meðal flugfélaga
sem fljúga frá Keflavík til Póllands
er ungverska lággjaldaflugfélagið
Wizz Air. Ef Niceair eða Play myndu
bjóða hagstætt verð yrði það mjög
gott.
„Ég er viss um að Íslendingar
myndu líka hafa áhuga á f lugi til
Póllands,“ segir Andrzej. Nefnir
hann að ýmis góð heilbrigðisþjón-
usta sé í boði á góðu verði í Póllandi
sem og að afar hagstætt sé að versla
þar. „Fyrir utan möguleikann á að
verja fríinu í fallegum héruðum Pól-
lands,“ bætir hann við. n
Vilja flug frá Póllandi til Akureyrar
Mikil uppbygging er áætluð á Akureyrarflugvelli og utanlandsferðum hefur fjölgað. MYND/VÖLUNDUR JÓNSSON
olafur@frettabladid.is
HLUTABRÉFAMARKAÐUR Hluta-
bréf Alvotech fluttust í gær af First
North markaði Nasdaq á Íslandi
yfir á Aðalmarkaðinn. Höfðu bréfin
hækkað um ríflega 20 prósent við
lokun.
Það var stjórnarformaður hins
nýskráða félags, Róbert Wessman,
sem hringdi til lokunar markaðar-
ins.
Í viðtali við Fréttavaktina á
Hringbraut í gær sagði Róbert
markaðssókn Alvotech ganga vel
beggja vegna Atlantsála. Aðspurður
sagði hann allt vera á áætlun hjá
fyrirtækinu. Þegar upp var lagt
2013 hefði verið ráðgert að koma
fyrsta líftæknihliðstæðulyfinu á
markað á þessu ári og það hefði
gengið eftir. Einnig hefði átt að
kosta einum milljarði dala til að
komast á þennan stað. Það hefði
sömuleiðis gengið eftir.
Í ár hefur Alvotech tryggt mikil-
væga fjármögnun, auk þess sem
skráningin á markað og flutningur-
inn á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi
auðveldar því aðgengi að fjármagni.
Enn er tap á rekstri Alvotech en
áætlað að með aukinni markaðs-
sókn aukist tekjur svo að eftir mitt
næsta ár verði hagnaður af rekstr-
inum. n
Alvotech ráðgerir
hagnað á næsta ári
Róbert
Wessman
kristinnpall@frettabladid.is
EVRÓPA Aðildarríki Schengen-sam-
starfsins samþykktu í gær umsókn
Króatíu. Gerhard Karner, innan-
ríkisráðherra Austurríkis, kom í veg
fyrir að umsókn Búlgaríu og Rúm-
eníu yrði samþykkt. Með því verður
Króatía hluti af Schengen um ára-
mótin á sama tíma og Króatar ganga
inn í Evrópusambandið.
Ríki þurfa samþykki allra með-
lima Schengen-ríkjanna til að fá
aðild að samstarfinu og var fulltrúi
Austurríkis mótfallinn inngöngu
Rúmeníu og Búlgaríu. Þá var Holland
mótfallið inngöngu Búlgaríu. n
Króatía samþykkt
inn í Schengen
4 Fréttir 9. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ