Fréttablaðið - 09.12.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.12.2022, Blaðsíða 16
Jólaplatan Kósý jól með unglinga­ hljómsveitinni Kósý hefur ekki verið fáanleg í allmörg ár. Nú nýverið kom Úlfur Eldjárn, einn stofnmeðlima, plötunni á streym­ isveitur og rennur allur streymis­ ágóði í Minningarsjóð Kristjáns Eldjárn. Meðlimir sveitarinnar voru í menntaskóla þegar platan var gerð en hafa þeir náð langt í listheim­ inum síðan. Tveir hafa helgað sig orgelinu. Úlfur Eldjárn er altmug­ ligtmaður í tónlist og hefur ef til vill mest spilað með Apparat Organ Quartet; Magnús Ragnarsson er svo organisti í Langholtskirkju. Hinir tveir í sveitinni eru þeir Markús Þór Andrésson sýningarstjóri og Ragnar Kjartansson myndlistar­ maður. Hápunktar plötunnar eru heil­ margir. Jól á Hawaii er stórkostlegur útúrsnúningur á Hátíð í bæ, Heiða í Unun er gestur sem jólastelpan og Þúsund sinnum segðu já þar sem hljómsveitarmeðlimir reyna að verða við þeirri áskorun. Kósý jól er aðgengileg á Spot­ ify og þau sem ekki hafa heyrt plötunnar getið áður eru hvött til að hefja hlustun með opnum hug. n Bingópíla/pílubingó Bullseye, Snorrabraut 37 Á fimmtudag í næstu viku verður pílubingó á pílubarnum Bullseye. Pílubingó er heimatilbúin uppfinning sem staðurinn hefur verið að þróa með litlum hópum í haust en núna er í fyrsta sinn boðið upp á pílubingó fyrir gesti og gangandi. En hvernig gengur bingópílan fyrir sig? „Vá, sko, stórt er spurt. Bingópíla er eins og venjulegt bingó … nema að í stað bingó­ kúlanna kasta gestir í píluspjald og þannig fáum við tölurnar,“ segir Sveinn Skorri Höskuldsson hjá Bullseye. „Fólk úr sal kemur á svið og kastar þremur pílum og reynir því að kasta í sínar tölur. Það gengur misvel.“ Bingógestir geta því haft bein áhrif á hvaða tölur koma upp. „Við höfum gert þetta tvisvar áður, með minni hópum og þetta er rosalega mikill stemmari.“ Vinningarnir eru allt frá gjafa­ bréfum á Bullseye til utanlands­ ferða. Pílan virðist vera orðin hluti af samkvæmislífi borgarbúa á mjög stuttum tíma. „Fólk er að píla sig í gang fyrir jólahlaðborð­ in eða koma með vinnuvinun­ um. Svo er heimsmeistaramótið í pílu í desember, og þá kemur oft kippur í píluvöðva landans,“ segir Skorri að lokum. n Meðlimir sveitar­ innar voru í menntaskóla þegar platan var gerð en hafa þeir náð langt í listheim­ inum síðan. Hann fékk kókoshnetu en hún fékk mangó n Nú er lag Sörurnar langvinsælustu jólasmákökurnar n Uppskriftin 9. des 10. des 11. des Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hvað er að gerast um helgina? n Jólaspuni með Eldklárum og eftirsóttum kl. 17.30 Tjarnarbíó Eldklárar og eftirsóttar er sjálf- stæður hópur kvenkyns grínista sem sérhæfir sig í spuna. Þetta samansafn gáfuðustu, heitustu og fyndnustu kvenna landsins hefur það eitt að markmiði að kitla hláturtaugar áhorfenda. n ApocalypsticK: Óheilög jól kl. 20.00 Gaukurinn Dragkabarett sem snýr upp á jólin á hressandi hátt. n Fimm mínútur í jól kl. 20.30 Húsavíkurkirkja Valdimar Guðmundsson syngur hugljúf jólalög í nýjum útsetn- ingum með hljómsveit sinni, Lón. Sérstakur gestur: Rakel. n Una Stef syngur jólalög Mariuh Carey kl. 21.00 Kirkja Óháða safnaðarins Fönkdívan Una Stef tekst á við vinsælustu jólaplötu sögunnar, Merry Christmas með Mariuh Carey, ásamt Óháða kórnum, kór FÍH, hljómsveit og gesta- söngvurum. n Reykjavík JÓLAkabarett kl. 22.00 Þjóðleikhúskjallarinn Gillagaur sýnir sexí sirkusatriði, Bobbie Michelle rænir jóla- sveininum, ástralska sirkus- dragdrottningin Enter Serenity stekkur í jólasplitt og sitthvað fleira. Bannað börnum. n Krakkaveldi býður jólaklippingar kl. 13.00 Norræna húsið Krakkaveldi býður gestum í jólaklippingu. Ókeypis klipp- ingar framkvæmdar af reyndum klippurum á aldrinum 7-12 ára! n Barnabókafjör Forlagsins kl. 14.00 Fiskislóð 39 Stjörnu-Sævar sýnir loftsteina, Margrét Tryggvadóttir kynnir nýjustu bók sína og Önnu C. Leplar, Leitin að Lúru, og Anna teiknar fyrir krakkana, Arndís Þórarinsdóttir les upp úr Koll- hnís, Brian Pilkington teiknar fyrir krakkana, Gunnar Theodór Eggertsson segir frá ævintýra- heiminum í Furðufjalli, Birgitta Haukdal segir frá Láru og Ljónsa og Gunnar Helgason les upp úr Bannað að ljúga. n Unglinganámskeið í dragi kl. 13.00 Kramhúsið Ástralska sirkusdragdrottningin Enter Serenity kennir dans, hreyfitækni, sviðsöryggi og fleira. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Kramhússins. n Jólajóga með Kristínu Bergs kl. 13.30 Kramhúsið Gefðu skít í þriðju vaktina og komdu í jóga. Kanilte í boði. n Desembermarkaður Q kl. 12.00 Bókasamlaginu, Skipholti 19 Listamarkaður Félags hinsegin stúdenta þar sem alls konar hin- segin listafólk verður á staðnum með listaverk til sölu. n Bjórlesk kl. 21.00 Ölverk, Hveragerði Jólahlaðborð fullorðinsskemmti- atriða. Fram koma: Dansmærin Bobbie Michelle, sirkusfolinn Dan the Man, búrleskdrottn- ingin Margrét Maack og ástralska sirkusdragdrottningin Enter Serenity. n Búkolla, brúðusýning kl. 11.00 og 15.00 Handbendi brúðuleikhús, Hvammstanga Þegar kýr fjölskyldunnar týnist er það ungur drengur sem þarf að finna hana. Sagan fer með okkur um vindblásna dali, upp til hæstu fjalla, alla leið til jaðars landsins, og inn í dýpstu hellana þar sem ógnvænlegar verur lúra og bíða þess að nýta sér þinn dýpsta ótta. Rata Búkolla og drengurinn hennar heim? n Heima um jólin, auka­ tónleikar, kl. 17.00 Menningarhúsið Hof, Akureyri Friðrik Ómar tekur á móti einstökum jólastjörnum sem syngja jólin inn ásamt hljóm- sveit Rigg viðburða, strengjum og raddsveit undir stjórn Ing- vars Alfreðssonar. Uppselt er á ferna tónleika á föstudag og laugardag en örfáir miðar eru til á aukatónleikana í dag kl. 17.00. n Söngfjelagið: Undir friðarsól kl. 17.00 Langholtskirkja Óhefðbundin og glæsileg veisla, bæði fyrir eyru og augu. Söngfjelagið leggur metnað sinn í að kynna tónlist frá ýmsum heimshornum, allt frá Suður-Ameríku til Balkanskaga og syngja hana á frummálinu með aðstoð innlendra og er- lendra listamanna. n Jólatónleikar Guðrúnar Árnýjar kl. 17.00 og 20.00 Víðistaðakirkja Hátíðleg stund þar sem léttleik- inn er í fyrirrúmi. friminutur@frettabladid.is Sörurnar er þær jólasmákökur sem njóta mestrar hylli landsmanna, þær eru bæði ljúffengar og fal­ legar á diski. Sagan segir að hinar ljúffengu sörur séu kenndar við frönsku leikkonuna Söruh Bern­ hardt (1844–1923). Uppruni þeirra er sagður danskur en heiðurinn af uppskriftinni á danski köku­ gerðarmeistarinn Johannes Steen, sem bjó til fyrstu sörurnar þegar leikkonan heimsótti Kaupmanna­ höfn í tilefni af útgáfu æviminn­ inga sinna á dönsku árið 1911. Sarah Bernhardt var ein fyrsta leikkonan sem öðlaðist frægð á heimsvísu. Fyrst og fremst var hún sviðsleikkona í Frakklandi en ferðaðist líka víða um heim með gestaleiksýningar, meðal annars um öll Bandaríkin, til Rússlands, Bretlands, Ítalíu, Grikklands, Ungverjalands, Sviss, Danmerkur, Belgíu og Hollands. Hún tók að sér margvísleg hlutverk, einnig karl­ hlutverk, og árið 1899 fór hún með hlutverk Hamlets í samnefndu verki Shakespeares. Vert er að geta þess að það er munur á sörunum eftir því hvort þær eru gerðar á danskan eða íslenskan máta. Samkvæmt íslenskum hefðum eins og upp­ skriftir bera með sér er smjör meginuppstaðan í kreminu en í þeim dönsku er það rjómi. Þá er botninn gerður úr möndlum sam­ kvæmt íslenskum uppskriftum en í þeim dönsku eru það heslihnetu­ kjarnar sem prýða botninn. Hér kemur dásamleg uppskrift að sörum með íslensku ívafi sem steinliggur og gleður alla söru­ aðdáendur enda synsamlega góð. Sörur Botn 3 eggjahvítur 3 ½ dl flórsykur (sigtaður) 200 g möndlur (flögur) Krem ¾ dl síróp 3 eggjarauður 100 lint smjör (við stofuhita) 2 msk. kakó Hjúpur 250 g rjómasúkkulaði, brætt Hitið ofninn í 180°C. Byrjið á því að stíf þeytta eggjahvíturnar alveg. Bætið svo við f lórsykri var­ lega saman við. Möndlum hrært varlega saman við með sleif. Setjið deigið í sprautupoka eða notið teskeiðar og setjið á ofnplötu/r klædda/r bökunarpappír. Bakið við 180°C hita í 10­12 mínútur (án blásturs). Næst er það kremið. Byrjið á því að hræra eggjarauðurnar vel, hellið mjórri bunu af sírópi í eggjablönduna meðan hrært er. Svo að lokum er smjöri og kakói bætt út í. Látið kremið kólna í ísskáp í 1­2 klst. áður en það er sett á kök­ urnar. Má líka setja í frysti í um það bil 30 mínútur. Setjið síðan kremið í sprautupoka og sprautið því á sörubotnana. Notið skeið til að slétta úr kreminu þannig að það þynnist við kantana. Kælið kökurnar vel, helst í frysti, áður en þær eru hjúpaðar. Loks er það hjúpurinn. Skerið súkkulaðið í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Látið kólna aðeins áður en kremhlutanum á sörunum er dýft ofan í. Best er að geyma sörurnar í frysti og taka út 15 mínútum áður bera á þær fram. n Bingópíla er eins og venjulegt bingó … nema að í stað bingókúlanna kasta gestir í píluspjald og þannig fáum við tölurnar. 4 kynningarblað A L LT 9. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.