Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 20
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101
Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Fyrr og
síðar hafa
íslenskir
heildsalar
haldið eftir
sínum hlut,
á kostnað
almenn-
ings,
langt utan
allrar sam-
keppni.
Svo virðist
hins vegar
sem á
sama tíma
hafi færni
verslunar-
eigenda á
sviði verð-
merkinga
á tilboðs-
dögum
ekkert
fleytt fram.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Árið 2000 keypti ég mér nýja skó. Það væri
vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir
þær sakir að skórnir urðu að dagblaðsfrétt.
Sumarið 2000 hóf ég störf sem blaða-
maður á Morgunblaðinu. Þegar ég mætti
fyrsta daginn ætlaði ég að breyta heim-
inum. Ég sá sjálfa mig fyrir mér hlaupa um
bæinn með skjalatösku og diktafón eins og
Lois Lane, með hárið blásið eins og Dolly
Parton í kvikmyndinni „Nine to five“,
vopnuð kúlupenna sem ég notaði til að
f letta ofan af spilltum stjórnmálamönnum
og siðblindum viðskiptajöfrum milli þess
sem ég færi í blautan löns með ritstjór-
anum. Raunveruleikinn varð annar.
Fyrsta frétt mín fjallaði hvorki um
pólitík né spillingu heldur ágang sílamáva
á Tjörninni. Ritstjórinn bauð mér aldrei í
löns heldur rölti ég daglega af skrifstofum
Morgunblaðsins, sem þá voru til húsa í
Kringlunni, yfir í verslunarmiðstöðina
hinum megin götunnar þar sem ég keypti
mér Sómasamloku með túnfisksalati í
hádegismat.
Einn daginn dró hins vegar óvænt til tíð-
inda. Ég hafði farið ásamt samstarfskonu,
sem starfaði á neytendasíðum blaðsins, á
hinar daglegu samlokuveiðar. Við ákváð-
um að kíkja í nokkrar búðir í leiðinni því
útsölur voru að hefjast. Í skóbúð einni kom
ég auga á skóna sem ég klæddist og hafði
keypt í versluninni nokkrum vikum fyrr.
Þeir voru komnir á útsölu og á handskrif-
uðu blaði stóð að tilboðsverð væri 3.500
krónur. Upphaflegt verð var sagt hafa verið
4.900 krónur.
Ég fann blóðið þjóta fram í kinnar mér.
Ég hafði hnotið um spillingarmálið sem
ég hafði leitað að allt sumarið. Skórnir
höfðu ekki kostað 4.900 krónur þegar ég
keypti þá fullu verði heldur 3.900 krónur.
Verslunin hlaut að fara rangt með svo að
afslátturinn virtist meiri en hann var. Við
samstarfskonan hlupum uppveðraðar
yfir götuna og greindum fréttastjóra frá
hneykslinu, sem gaf okkur leyfi til að
skoða málið nánar. Ég skaust heim og sótti
kvittun sem ég átti fyrir skónum meðan
samstarfskonan hringdi í verslunareigand-
ann.
Skórnir enduðu í blaðinu. Ekki þótti
þó ástæða til að gera þá að þeirri stór-
frétt sem okkur stöllum fannst tilefni til.
„Fyrir mistök var ein skósendingin sett á
rangt vörunúmer,“ var haft eftir verslunar-
eigandanum sem fullyrti að skórnir hefðu
alltaf átt að kosta 4.900 krónur. Harmað
var að viðskiptavinur skyldi hafa orðið
„fyrir barðinu á þessum mistökum“.
Er það ekki skrýtið
Í Fréttablaðinu í vikunni var sagt frá
gremju neytenda yfir annmörkum á verð-
merkingum í verslunum. Töluvert hefði
borið á misræmi á upprunalegu verði á
tilboðsdögum. Í Fésbókar-hópnum „Vertu
á verði“, þar sem neytendur benda á vafa-
sama viðskiptahætti, nefnir notandi dæmi
um sófa í húsgagnaverslun, sem kostaði
349.990 krónur fullu verði. Þegar sófinn fór
á tilboð á Svörtum föstudegi lækkaði verð
hans niður í 319.992 krónur. Á verðmerk-
ingu var því hins vegar haldið fram að
upphaflegt verð sófans hefði verið 399.990
krónur.
Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins
sagði eigandi verslunarinnar að um
mannleg mistök væri að ræða. Sófinn hefði
alltaf átt að kosta 399.990 krónur og hann
hefði „bara verið vitlaust verðlagður“.
Frá því árið 2000 hefur mannkynið
kortlagt genamengi sitt, fundið upp snjall-
símann, haft upp á Higgs-bóseindinni og
uppgötvað vatn á tunglinu. Svo virðist
hins vegar sem að á sama tíma hafi færni
verslunareigenda á sviði verðmerkinga á
tilboðsdögum ekkert f leytt fram. Er það
ekki skrýtið? n
Færni til verðmerkinga
Það er ekki að spyrja að íslenska okr-
inu. Og svo hefur raunar aldrei verið.
En það hefur átt sér athvarf hérna í
útnáranum, og þar er einmitt komin
réttlætingin fyrir fésugunni, svo utan
vega sem landinn er og hefur alltaf verið.
En íslenska okrið hefur ekkert með fjar-
lægðina frá meginlandinu að gera. Það snýst
um græðgi og óheilindi. Og það sem meira er,
algeran skort á samkeppni og vilja til að reka
samfélag á forsendum réttlætis og sanngirni.
Heildsalakerfið á Íslandi, sem hefur getið af
sér ormagryfju einkaumboða af öllu tagi, er
skilgetið afkvæmi af því sjálfstæði landsins
sem var á sínum tíma ætlað fámennum klúbbi
kaupahéðna, fremur en almenningi í landinu.
Nýlenduveldið var einfaldlega yfirfært á
hendur fárra útvalinna sem fengu að leika sér í
peningabuddu alþýðunnar.
Og þetta er vitað. Fyrr og síðar hafa íslenskir
heildsalar haldið eftir sínum hlut, á kostnað
almennings, langt utan allrar samkeppni. Ef
einingarverðið hefur staðið í 100 krónum,
hafa þeir þvingað það niður í 95 krónur, en
fengið að kaupa inn varninginn á 110 krónur.
Mismunurinn, fimmtán krónurnar, hafa svo
alltaf verið geymdar erlendis, hjá birgjunum
– og hans svo vitjað seinna meir, án þess að
það hafi nokkurn tíma verið upplýst, hvað þá
að nokkur einasti skattur sé greiddur af földu
fénu.
Og allra haganlegast hefur þetta auðvitað
verið hjá þeim kærleiksríku kapítalistum
sem eignast hafa einkaumboð á einhverjum
útlenskum varningi, því þá er reiknikúnstin af
þessu taginu slegin í gadda.
Þetta er vitað. Og þetta hefur löngum verið
haft í f limtingum í þröngum hópi íslenskra
heildsala sem hafa komist upp með galskap-
inn allt frá byrjun síðustu aldar, þegar kóngur-
inn sleppti landanum lausum.
Frægt er þegar forkólfar Bónuss gáfu íslenska
heildsalakerfinu pungspark á sínum tíma. Og
fóru að f lytja inn sjálfir, fram hjá kerfinu, altso
í þágu almennings, en ekki einhverra fjöl-
skyldna, útvalinna að íslenskum sið. Þá barst
ramakveinið úr repúblikanaflokki lands-
manna, þeirri hérlenskri hagsmunagæslu-
hreyfingu sem á allt sitt undir auðmönnum,
en hann hafði ekki önnur ráð en að uppnefna
Bónus nógu oft svo Baugsveldið sæti eftir í
hugum landsmanna.
Á meginlandi Evrópu er einkaumboðskerfið
ekki liðið – og hvað þá íslenska heildsalahugs-
unin; að taka sitt, einmitt það lykilatriði að
láta liðið borga, hvað sem það kostar. n
Íslenska okrið
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r. H
eim
sfe
rði
r á
ski
lja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
slí
ku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra.
595 1000 www.heimsferdir.is
Tenerife
Flug aðra leið til
19.975
Flug aðra leið frá
Flugsæti
í janúar
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2022 LAUGARDAGUR