Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2022, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 10.12.2022, Qupperneq 32
sérstaklega minnisstæðu atviki frá þessum tíma. „Ég man svo vel þegar við skrif- uðum undir samninginn fyrir Þær tvær. Því ég fylgdist svo mikið til dæmis með Smack the Pony þegar ég var yngri og mig langaði svo mikið að vera eins og þær,“ segir Júlí- ana, sem fannst hún vera að upplifa ákveðinn draum með því að skrifa undir. „Svo tókum við mynd af okkur með samninginn og ég man þegar ég setti það inn á netið. Mér leið eins og ég hefði sigrað heiminn, það var þannig tilfinning. Það er svo fallegt að hugsa til baka að litla Júlíana hafi sigrað heiminn með því að skrifa undir samning um sketsaseríu. Það er svo æðislegt að ná markmiðum sínum því þá líður manni svo vel með sjálfan sig,“ segir Júlíana. Venjulegt fólk Eins og áður segir er fjórða serían af Venjulegu fólki nú farin í loftið, sú fimmta langt komin í skrifum og byrjað að skipuleggja þá sjöttu. Þetta er í fyrsta skipti í íslensku sjónvarpi sem framhaldsefni fær svo margar seríur. Um það hver töfraformúlan er eiginlega og hvers vegna þættirnir virka svo vel, segja þær hana ef laust liggja í spegil- myndinni sem persónur þáttanna mynda fyrir áhorfendur þeirra. „Þetta náttúrulega fjallar um venjulegt fólk, sem vissulega er smá óvenjulegt, en við erum öll óvenju- leg,“ segir Júlíana og er Vala sam- mála því. „Það er bara ruglað að vera til, alveg ruglað,“ segir Vala. „Að vera bara einhver api sem líður alls konar og vill alls konar og er með hormóna og kenndir. Svo er maður í einhverju samfélagi sem segir þér að gera hinsegin eða svona og maður verði að gera hlut- ina í ákveðinni röð. Maður eignast heimili, maka, börn og f leira og f lestir ná einhvern veginn að láta þetta ganga upp, en svo erum við alltaf að fela það hvað við erum miklir apar,“ segir Vala. Hún telur að með því að skera í gegnum yfir- borðið með húmor getum við varp- að ljósi á þennan þykjustuleik sem við tökum öll þátt í. Því er Júlíana sammála. „Ég nota líka húmorinn mikið í lífinu bara til þess að koma mér í gegnum erfiða daga. Ef maður hefur ekki húmor þá veit ég ekki hvernig maður kemst af. Þetta er það sem heldur í mér lífi og þess vegna finnst mér gaman að vera til. Að hafa húmorinn að vopni held ég að komi manni í gegnum lífið,“ segir Júlíana, en báðar eru þær sammála um að tengingin sem áhorfendur mynda með því að hlæja að þessum hvers- dagslegu og fáránlegu aðstæðum sem spretta upp í þáttunum, sé lík- legast töfraformúlan. „Það verður oft einmanalegt að halda að maður sé sá eini sem ekki veldur tilvistinni og að búa til lítinn glugga þar sem þú sérð breyskleik- ana: þá getur verið svo gott að segja, já, ég er svona líka. Ég er líka svona fáránleg,“ segir Vala. Erum allavega hálfnaðar Þrátt fyrir að þættirnir hafi vissu- lega gengið vel og að f leiri seríur séu í augsýn eru vinkonurnar sam- mála um að þetta tiltekna verkefni muni á einhverjum tímapunkti taka enda. Blaðamaður spyr þær hvort þær finni fyrir kvíða fyrir því að ljúka við eitthvað sem hafi verið partur af lífi þeirra í svo langan tíma. „Ó, guð minn almáttugur, ég kvíði fyrir því á hverjum einasta degi. Því ég veit að það verður mjög tilfinningalegt augnablik. Ég er ótrúlega tilfinningasöm manneskja með miklar tilf inningaf lækjur. Síðasti tökudagurinn af Venjulegu fólki verður rosalega erfiður,“ segir Júlíana. „Við erum allavega meira en hálfnaðar,“ segir Vala, en báðar eru þær sammála um að þær myndu helst vilja vita fyrir fram hver síð- asta serían verður. „Já, einmitt, ef það væri hringt í okkur og bara sagt: þetta er búið, myndum við alltaf reyna að berjast fyrir því að fá eina seríu í viðbót, bara til þess að loka þessu öllu,“ segir Vala. „En þetta verður að einhverju leyti eins og þegar barnið manns flytur að heiman. Þú vilt að barnið f lytji og það er eðlilegast að eiga upphaf miðju og endi,“ segir Vala en báðar eru þær sammála um að draumurinn væri að þættirnir yrðu endurgerðir erlendis. Hamingjan er skötubarð Nýjustu þættir af Venjulegu fólki eru jólaþættir sem frumsýndir voru nú í desember. Talið berst því að jól- unum og aðventunni. „Ég byrja að skreyta 1. desember og set jólatréð upp þá og ég held að mín afsökun sé sú að þegar ég var yngri þá fór jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu. Ég þoldi það ekki,“ segir Júlíana. „Ég er mikið jólabarn.“ Vala er sama sinnis. „Ég elska þennan tíma. En uppáhaldsdagur- inn minn er einmitt Þorláksmessa og ég held alltaf skötuboð,“ segir Vala, sem segist helst vilja vel kæsta skötu sem kippir í nasavængina. „Mér finnst tindabikkjan best. Ég vil helst f lagna í munninum. Ég elska skötu,“ segir Vala, sem upp- sker undarlegt augnatillit frá vin- konu sinni. „Ég og unnusti minn byrjuðum á þessu þegar við föttuðum að fólk er alltaf bara eitthvað að ráfa um bæinn á þessum degi en það er samt svo erfitt að hitta fólk. En þarna eru vinir okkar ekki með plön. Svo við erum með opið hús og bara stans- laust flæði,“ segir Vala. „Við búum í lítilli íbúð svo þeir sem eru búnir að borða þurfa bara að standa eða setjast í sófann þegar næstu mæta. Svo er bara skata og saltfiskur og það er bannað að mæta í fínum fötum,“ segir Vala, sem áréttar að mikilvægt sé að geta þvegið fötin sem notuð er í skötu- boðinu strax á eftir. „Svo má heldur ekki vera búið að þrífa of mikið áður. Ég set teppi og lök yfir sófann til að vernda hann og svo set ég límband á rifurnar á svefnherbergishurðinni svo þetta fari ekki í fötin mín,“ segir Vala. „Svo er skata og gaman. Þetta er einfaldur matur, bara stór pottur fullur af einhverju ógeði og enginn er fínn og svo er gripið í gítar og haldinn hópsöngur,“ segir Vala, sem hefur greinilega kveikt áhuga vin- konu sinnar. „Ég hef ekki farið í skötuboð í mörg ár svo ég ætla klárlega að koma til þín. En ég borða samt ekki skötu svo ég fæ mér bara saltfisk,“ segir Júlíana. „Svo fara bara allir og maður dúndrar öllu í vélina og opnar glugg- ana og sýður hangikjöt. En hangi- kjötið nær í rauninni bara að yfir- gnæfa skötuna. Skötulyktin fer svo einhvern tímann svona um miðjan febrúar. En þá er enn þá hægt að klína andlitinu á sér ofan í sófann og finna hana,“ segir Vala, en hún segir skötuna heilnæmt lostæti. „Ekkert fer jafn vel í magann á mér og skata. Ég vil hana samt bara einu sinni á ári og svo ekki meir. En þetta er eins og að vera svona smurður að innan með einhverju himnesku,“ segir Vala, sem nær að kveikja neista af áhuga hjá vinkonu sinni. „Já, kannski smakka ég bara í fyrsta skipti skötu,“ segir Júlíana að lokum. n  Þetta verður að ein- hverju leyti eins og þegar barnið manns flytur að heiman. Þú vilt að barnið flytji og það er eðlilegast að eiga upphaf, miðju og endi. Vala Kristín Eiríksdóttir Ég nota líka húmorinn mikið í lífinu bara til þess að koma mér í gegnum erfiða daga. Ef maður er ekki með húmor þá veit ég ekki hvernig maður kemst af. Júlíana Sara Gunnarsdóttir 30 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.