Fréttablaðið - 10.12.2022, Qupperneq 45
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk. Með
umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að
gegna starfinu rökstudd.
Nánari upplýsingar um störfin veita Þórdís Sif Arnarsdóttir,
thordis@hagvangur.is, og Sverrir Briem,
sverrir@hagvangur.is, ráðgjafar hjá Hagvangi.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Kia, Honda, smart
og Mercedes-Benz. Markmið fyrirtækisins er að vera
leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi
sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.
Askja er í fremstu röð þegar kemur að framboði raf- og
tengiltvinnbifreiða.
Askja leggur áherslu á að skapa menningu sem einkennist
af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Það gerum við með því
að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi til að
geta veitt viðskiptavinum afburðaþjónustu. Áhersla er lögð á
opin og uppbyggileg samskipti, leitað er lausna og jákvæðni
höfð að leiðarljósi. Öflugt starfsmannafélag er hjá Öskju og
reglulegir viðburðir og skemmtanir. Í anda jafnréttisstefnu
Öskju hvetjum við öll áhugasöm, óháð kyni, til að sækja um.
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Viltu rúlla með okkur?
Bílaumboðið Askja leitar að fólki í tvö spennandi störf. Askja
býður einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi
verkefni í lifandi umhverfi.
Vörustjóri – Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að
sinna starfi vörustjóra. Viðkomandi þarf að sýna frumkvæði í öflun
þekkingar á vörum og nýjungum.
Helstu verkefni
• Vöruþróun og hugmyndavinna
• Skýrslugerðir, verðútreikningar og samanburður
• Kynningar fyrir stjórnendur, birgja, söludeildir o.fl.
• Utanumhald og samskipti við markaðsdeild og aðrar deildir
vegna vörumerkja
• Áætlun og framkvæmd innkaupa og pantana í samvinnu
við hagaðila
• Greiningarvinna, s.s. markaðsgreiningar
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði,
verkfræði eða tölvunarfræði
• Reynsla af vörustjórnun eða sambærilegu starfi er kostur
• Mikil hæfni í samskiptum og teymisvinnu
• Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
• Viðamikil tölvuþekking og mjög góð kunnátta á Excel
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Söluráðgjafi Kia – Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja leitar að þjónustuliprum söluráðgjafa fyrir Kia.
Helstu hlutverk eru að stofna til góðra viðskiptasambanda og
veita framúrskarandi þjónustu við sölu á bifreiðum Kia.
Helstu verkefni
• Söluráðgjöf
• Móttaka viðskiptavina og símsvörun
• Úthringiherferðir
• Tilboðsgerð, eftirfylgni og samningagerð
• Þátttaka í verkefnum sem tengjast sölu og þjónustu
Hæfniskröfur
• Reynsla af sölustörfum æskileg
• Frumkvæði í starfi
• Samstarfs- og samskiptahæfni
• Framúrskarandi þjónustulund
• Sjálfstæð vinnubrögð og vilji til að ná árangri í starfi
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti