Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 51

Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 51
442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Spennandi sérfræðistörf á sviði skatteftirlits og skattrannsókna Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og til að slást í hóp skemmtilegra starfsmanna á eftirlits- og rannsóknasviði. Við störf eftirlits- og rannsóknasviðs er lögð áhersla á fagmennsku í öllum verkum. Allar aðgerðir sviðsins miða að því að styrkja tekjuöflun hins opinbera, fyrirbyggja og upplýsa skattundanskot og önnur brot á skattframkvæmd auk þess að stuðla að upprætingu peningaþvættis og fjár- mögnunar hryðjuverka. Við öflugt skatteftirlit og -rannsóknir er áhersla lögð á að nýta nýjustu tækni á hverjum tíma, þ. á m. gagnagrunna, gervigreind og stafrænar lausnir. Helstu verkefni sviðsins felast í úrvinnslu eftirlits- og rannsóknaverkefna þar sem til skoðunar eru möguleg skattundanskot eða önnur skattalagabrot, einstaklinga og lögaðila. Enn fremur endurákvörðun opinberra gjalda þegar við á og beiting viðurlaga vegna upplýstra brota. Í boði eru stöður sérfræðings í áhættugreiningu og -mati, sérfræðings í milliverðlagningu og sérfræðings í skattrannsóknum með áherslu á skattundanskot tengd peningaþvætti. Starfshlutfall er 100%. Sérfræðingur í áhættugreiningu og -mati Helstu verkefni Þróun áhættugreiningar, -mats og -stjórnunar við skatteftirlit og skattrannsóknir. Mótun stefnu, stýringa og verkferla byggða á áhættumati. Samskipti og samvinna við sérfræðinga þvert á svið Skattsins, þ. á m. við gagnavísindateymi þess. Samskipti við erlend skattyfirvöld vegna áhættu- greiningar og -mats. Kröfur til menntunar og reynslu Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði verkfræði, tölvunarfræði eða viðskiptafræði (lágmark er B.S./B.A. gráða en meistaragráða er æskileg). Þekking og reynsla af áhættugreiningu, -mati og -stjórnun er nauðsynleg. Þekking og reynsla á almennri skattframkvæmd og málsmeðferð er æskileg. Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Sérfræðingur í milliverðlagningu Helstu verkefni Eftirlit með viðskiptum tengdra lögaðila yfir landamæri. Greining og mat á óeðlilegri verðlagningu í viðskiptum skjölunarskyldra lögaðila. Annast málsmeðferð í ágreiningsmálum. Kröfur til menntunar og reynslu Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði reikningsskila, hagfræði eða lögfræði (lágmark er B.S./B.A. gráða en meistaragráða er æskileg). Þekking og reynsla á almennri skattframkvæmd og málsmeðferð er nauðsynleg. Þekking og reynsla á sviði reiknings- eða skattskila er nauðsynleg. Sérfræðingur í skattrannsóknum tengdum peningaþvætti Helstu verkefni Rannsókn ætlaðra skattundanskota og annarra skattalagabrota. Þátttaka í rannsóknaraðgerðum, þ. á m. húsleitum og skýrslutökum. Annast málsmeðferð, þ. á m. gagna- og upplýsingaöflun. Ritun skýrslna um framkvæmd og niðurstöður rannsókna. Kröfur til menntunar og reynslu Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskiptafræði, lögfræði eða hagfræði (lágmark er B.S./B.A. gráða en meistaragráða er æskileg). Þekking og reynsla á almennri skattframkvæmd og málsmeðferð er æskileg. Þekking og reynsla á sviði stjórnsýsluréttar og refsiréttar er kostur. Þekking og reynsla á svið laga og reglna er varða peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka er kostur. Almennar kröfur um hæfni til starfanna Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur. Góð greiningarhæfni. Lipurð og færni í mannlegum samskiptum. Öguð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. Frumkvæði, metnaður og geta til að vinna undir álagi. Jákvæðni og rík þjónustulund. Samstarfshæfni sem og reynsla og færni af teymisvinnu. Góð almenn tölvukunnátta. Hreint sakavottorð. Sótt er um störfin á skatturinn.is eða starfatorg.is. Ferilskrá þarf að fylgja, auk kynningarbréfs með upplýsingum um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila o.fl. sem máli skiptir svo að umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efna- hagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Nánari upplýsingar um störfin veitir Bryndís Kristjánsdóttir í síma 442-1000 eða í tölvupósti á bryndis.kristjansdottir@skatturinn.is Gildi skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna og eru þau ávallt haft til viðmiðunar við ráðningar í störf hjá Skattinum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.