Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 66

Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 66
Mikilvægt er að nota ekki skemmdar eða úr sér gengnar jólaskreytingar eða jólaseríur sem eru tengdar rafmagni. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðs- stjóri forvarnasviðs Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins, segir að reykskynjarar á heimilum ættu að vera í fyrsta sæti þegar hugað er að öryggi. elin@frettabladid.is Aldís Rún segir að í forvörnum fyrir almenning sé mest áhersla lögð á að fólk hafi reykskynjara á heimilinu og að slökkvitæki og eldvarnateppi séu öryggisbúnaður sem ætti að vera sýnilegur á hverju heimili. „Við setjum reykskynjara í fyrsta sæti. Þeir bjarga mannslífum. Þetta er ódýrt tæki sem getur skipt sköpum ef upp kemur eldur. Það er mikilvægt að reykskynjarar séu í öllum helstu rýmum íbúða. Sér- staklega þar sem eru raftæki og þar sem fólk sefur,“ segir hún. „Í flestum reykskynjurum þarf að skipta um rafhlöðu árlega en í dag er líka farið að selja reykskynjara með rafhlöðum sem hafa lengri endingartíma. Það er mikilvægt að fólk skoði vel hvaða búnað það er með og yfirfari hann reglulega. Sífellt fleiri eiga nauðsynlegan eldvarnabúnað eins og reykskynj- ara, slökkvitæki og eldvarna- teppi. Þó eru því miður ákveðnir hópar sem við höfum áhyggjur af. Könnun Gallup sýnir til dæmis að ungt fólkið á aldrinum 25–34 ára þurfi að bæta sig. Það væri þess vegna flott að bæta reykskynjurum, slökkvitæki og eldvarnateppi á jóla- gjafalistann fyrir ungt fólk,“ segir Aldís Rún. Slökkviliðið hefur lagt áherslu á forvarnastarf, meðal annars með því að heimsækja skóla og fræða börn um helstu atriði í eldvörnum og kenna þeim að nota neyðar- númerið 112, ef þau þurfa aðstoð. „Einnig er farið á leikskóla þannig að þegar börnin eru komin í 3. bekk þekkja þau nokkuð til,“ segir Aldís og bætir við að það hafi sýnt sig að fræðslan skilar sér inn á heimilin. „Börnin fara heim og spyrja: Hvað erum við með marga reyk- skynjara? Hvar er slökkvitækið okkar? Þetta ýtir við foreldrunum og hvetur þá til að gera betur.“ Örugg hleðsla Núna þegar jólin nálgast er meira um að fólk hafi kveikt á kertum, en Aldís hvetur fólk til að fara sérstak- lega varlega í kringum kertaljós. „Það er mikilvægt að hafa kertin í öruggu umhverfi og víkja ekki frá þeim. En það er ekki bara í kringum jól sem þarf að fara var- lega. Það þarf alltaf að huga að eldvörnum,“ segir hún. „Hleðsla á raftækjum hefur verið mikið í umræðunni núna. Það er mikilvægt að minna fólk á að hlaða raftæki, eins og til dæmis snjalltæki, síma eða rafhlaupa- hjól í öruggu umhverfi. Það þarf að hafa þau í hleðslu í rými þar sem er reykskynjari og tækin má aðeins hlaða með búnaði sem ætlaður er til hleðslu á þeim. Látið rafhlöðuna eða hleðslutækin vera á flötu tregbrennanlegu undirlagi og passið að breiða ekki yfir tækin, því þá geta þau ofhitnað. Auk þess ætti ekki að hlaða tæki þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar og alls ekki nota skemmda rafhlöðu. Mikilvægt er að nota ekki skemmdar eða úr sér gengnar jólaskreytingar eða jólaseríur sem eru tengdar rafmagni. Perur þurfa að vera af réttri gerð og styrk, rafmagnssnúrur heilar og notkun í samræmi við leiðbeiningar. Að lokum þarf að passa að ofhlaða ekki fjöltengi og tengja ekki fjöl- tengi í annað fjöltengi. Skreytingar og rafmagnsbúnaður sem ofhitnar getur valdið íkveikju.“ Ef eldur kemur upp Aldís segir mikilvægt að fólk kunni að bregðast við er eldur kemur upp. „Þá er aðalatriðið að vera með grunnöryggisbúnað, reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi, og beita þeim ef það er óhætt. Einnig viljum við leggja áherslu á að fólk komist út, þekki flóttaleiðirnar og kunni að opna þær,“ segir hún. „Það er mikilvægt að bæði börn og fullorðnir kunni að bregðast við. Viti hvert þau ætla að fara og hvar þau ætla að hittast fyrir utan. Eldvarnahandbók heimilisins var gefin út fyrir nokkrum árum og hún stendur fyrir sínu. Þar er farið yfir helstu atriðin. Handbókin er aðgengileg á vef Eldvarnabanda- lagsins á íslensku, ensku og pólsku en Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins vísar líka í hana á sínum vef og eflaust fleiri.“ n Reykskynjari er frábær jólagjöf Aldís Rún bendir á að reykskynjari sé ódýrt tæki sem getur bjargað mannslífum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Prjónaverksmiðjan VARMA stendur fyrir innlendri hönnun og framleiðslu á ullarvörum úr hágæða lopa sem hefur hlýjað landanum í fjörutíu ár. VARMA hefur verið starfandi frá því í upphafi áttunda áratugs síðustu aldar og fagnar fjörutíu ára afmæli í ár með pompi og prakt. „Prjónaiðnaðurinn er hluti af stór- merkilegri iðnsögu Íslendinga, en fáir gera sér grein fyrir umfangi hans gegnum söguna, fyrst sem heimilisiðnaður þar sem fólk handprjónaði vörur til útflutnings og síðar sem vélvædd iðngrein upp úr 1900,“ segir Sigrún Unnars- dóttir, hönnuður hjá VARMA. Rík saga ullarinnar Saga Íslands er samofin sögu prjónaiðnaðarins hér á landi. „Ullin hefur fylgt okkur frá land- námi og ótal sögur eru til af því hvernig hún hreinlega bjargaði mannslífum hér áður fyrr. Það er líka alltaf jafnáhugavert og gaman að heyra af fólki víða um heim, sem stundar útivist við mjög krefjandi aðstæður, dásama íslensku ullina.“ Starfsemi VARMA gengur beint inn í þessa ríku hefð. „Við hjá prjónaverksmiðju VARMA erum stolt af því að viðhalda sögunni með framleiðslu á fjölbreyttum lopavörum: húfum, vettlingum, sokkum, teppum, peysum og fleiru. Við vinnum að mestum hluta með íslensku ullina en notum einnig hágæða enska lambsull og vottaða angóruull, en hlýju og góðu angórusokkarnir eru löngu orðnir skyldueign hjá Íslendingum. Við framleiðum fyrir okkar eigið vörumerki VARMA en einnig fyrir aðra eins og Ramma- gerðina, 66°Norður, Farmers Market og Kormák og Skjöld,“ segir Sigrún. „Hingað til höfum við verið með athyglina á heimamarkað- inum og erum mjög stolt af því að nánast hvar sem þú ert stödd/ staddur á landinu geturðu nálgast VARMA-vörur,“ segir hún. Vistvæn og náttúruleg afurð Framleiðsluferlið við gerð ullar- bands VARMA er að sögn Sigrúnar eins vistvænt og hugsast getur. „Eingöngu náttúrulegar uppsprett- ur eins og hreint vatn og vatnsgufa úr jarðvarma eru notaðar sem orkugjafar við framleiðsluna. Þegar ullin er þvegin er notkun kemískra efna og hreinsiefna haldið í algjöru lágmarki, til að tryggja viðhald náttúrulegrar fitu og að ullin verði hlý, létt og vatnsþolin eins og hún er frá náttúrunnar hendi. Ull er náttúrlegt efni og þar af leiðandi fyllilega niðurbrjótanleg í náttúrunni. Hún mengar ekki þegar hún er þvegin, ólíkt ýmsum öðrum efnum sem skila í mörgum tilfellum örplasti út í vatnið okkar við þvott. Það gefur auga leið að við viljum hafa náttúrulegt hráefni á líkama okkar frekar en plast, olíu eða önnur efni sem rannsóknir sýna fram á að hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks.“ Virðing fyrir náttúrunni VARMA verksmiðja er staðsett í Ármúlanum í miðri höfuðborg, sem er nokkuð óvanalegt fyrir svo stóra framleiðslu. „Einn af stærstu kostum þess að framleiðslan sé hérna í miðri Reykjavík er að okkur þykir ómetanlegt að vita frá A–Ö hvernig varan er framleidd og við hvaða aðstæður. Ullin sem við notum kemur frá sauðfjárbændum í þvottastöð Ístex á Blönduósi og þaðan í spunaverksmiðju Ístex í Mosfellsbæ. Bandið fáum við svo spunnið til okkar í Ármúlann. Kolefnisfótsporið okkar er mun minna en við sambærilegar vörur fram- leiddar í fjarlægum löndum. Við sköpum störf á Íslandi, viðhöld- um sögunni, eflum mannlífið og síðast en ekki síst, berum virðingu fyrir náttúrunni. Við trúum á þess konar verð- mætasköpun.“ 20% afsláttur á aðventunni „Við viljum endilega hvetja fólk til að heimsækja okkur í verk- smiðjuverslunina í Ármúla 31, en prjónaverksmiðjan sjálf er einmitt í sama húsi. Það má því segja að fólk sé að versla beint frá býli. Þar eru allar okkar vörur og á aðventunni bjóðum við upp á 20% afslátt af völdum vörum. Verslunin er opin föstudaga frá 14–18 og laugardaga frá 11–15 fram að jólum. Þann 22. desember er svo löng opnun hjá okkur til kl. 20.00. Við erum einnig í fjölmörgum verslunum um land allt, Hag- kaupum, Pennanum Eymundsson, Samkaupa-kjörbúðunum og fleiri stöðum. Við hlökkum til að sjá ykkur öll,“ segir Sigrún að lokum. VARMA verksmiðja og verslun er staðsett í Ármúla 31 og er opin fimmtudaga og föstudaga frá 14–18 og laugardaga frá 11–15 fram að jólum. Þann 22. desember er svo löng opnun til kl. 20.00. Hægt er að nálgast VARMA-vörurnar vítt og breitt um landið á yfir 120 sölu- stöðum. n VARMA samofin íslenskri sögu Frá vinstri: Sólveig Davíðsdóttir, Birgir Einarsson prjónameistari og Sigrún Unnarsdóttir. Framleiðsluferlið við gerð ullarbands VARMA er eins vistvænt og hugsast getur og kolefnissporinu haldið í lágmarki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 10 kynningarblað A L LT 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.