Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 72

Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 72
og kunni ekki tungumálið,“ segir Arna Ósk, en lausn skólans var að láta hana skipta um bekk. Þegar heim til Íslands var komið, þá á leið í fjórða bekk, hélt eineltið áfram. „Ég gat ekki mætt í skólann mánuðum saman,“ segir Arna Ósk hugsi – og heldur áfram: „Mamma og pabbi einhvern veginn reyndu að gera allt sem í þeirra valdi stóð.“ Ein­ eltið hafi ekki stoppað fyrr en hún var komin á unglingastig. Í ofbeldissamband Sextán ára var Arna Ósk komin í of beldissamband með manni sem var tíu árum eldri. „Mér datt aldr­ ei til hugar að fara,“ útskýrir Arna Ósk og heldur áfram: „Einu sinni lét hann mig bíða úti í bíl í heila nótt á meðan hann skrapp inn í heimsókn einhvers staðar. Hann sagðist koma eftir smá en kom ekki til baka fyrr en um morguninn. Ég sat enn þá í bílnum og mér datt ekki einu sinni í hug að fara. Svo skemmd var ég.“ Hún hafi verið heltekin af mann­ inum. „Síðan fékk ég nóg þegar hann sat ofan á mér og lamdi mig ítrekað í framan. Ég var marin og bólgin eftir hann og fór grátandi á vídeó­ leigu í Skeifunni, þar var hringt á lögregluna,“ segir Arna Ósk. Lög­ reglan hafi farið með hana heim til foreldra hennar og mælt með að þær mæðgur heimsæktu Kvenna­ athvarfið. „Það hjálpaði mér mjög mikið. Það var í fyrsta skipti sem ég skildi að ofbeldi er ekki í lagi,“ segir Arna Ósk og það augljóslega ýfir upp gömul sár að rifja upp söguna. „Maður fer oft í það sem maður þekkir og ég hreinlega trúði því að það væri bara eitthvað að mér og ég ætti þetta allt skilið,“ segir Arna Ósk. Í sambandinu leiddist hún út í óreglu, „þetta er hluti af fortíðinni sem ég er ekkert sérlega ánægð með.“ Hluti af fortíðinni Arna Ósk er greind með ADHD og f lókna áfallastreituröskun og frá sextán ára til tvítugs notaði hún örvandi lyf til að deyfa kvíða og vanlíðan. „Ég tengi ekkert við þessa manneskju sem ég var þá í dag,“ segir Arna Ósk einlæg, en hún á tvö börn og hefur fengið mikla aðstoð til að komast á þann stað sem hún er á í dag. „Helst af öllu myndi ég vilja setjast niður með þeim, segja þeim hvernig þær létu mér líða og útskýra fyrir þeim hvaða áhrif þetta hefur haft á mig í öll þessi ár,“ segir Arna Ósk og vísar til starfsmanna leik­ skólans og heldur áfram: „Þær voru fullorðnar konur og ég þriggja til f imm ára barn sem hafði enga rödd.“ Arna Ósk segir æskuna móta einstaklinga hvað mest. „Þegar þú ert barn þá ertu að læra á traust og sjálfsmyndina. Fá veganesti út í lífið. Þarna var verið að brjóta á og beita lítil börn of beldi.“ Hún taldi sig lengi vel eiga of beldi skilið og því stígi hún mikilvægt skref núna fyrir litlu Örnu með því að skila skömm­ inni til þeirra sem hana eiga. n Arna Ósk hefur fengið mikla aðstoð og er á mun betri stað í dag. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Mér datt aldrei til hugar að fara.  Jólagjafir fyrir útivistarfólk Fornix MIPS kr. 29.490 Fovea Clarity frá kr. 29.490 Zonula Clarity frá kr. 32.990 Bakbrynjur fyrir börn og fullorðna frá kr. 16.490 Keppnisbúnaður mikið úrval POCito barnahjálmar frá kr. 21.990 Obex MIPS kr. 29.490 Nexal Clarity frá kr. 34.490 POCito barnagleraugu frá kr. 11.490 Hjóla-/útivistargleraugu frá kr. 27.490 trollveggen down850 dúnúlpa dömu/herra kr. 72.990 trollveggen Thermal Pro millilag dömu/herra kr. 28.990 pureUll ullarnærföt dömu/herra margir litir frá kr. 14.990 lofoten/lyngen skíðasokkar margar gerðir/litir frá kr. 5.990 svalbard flannelskyrta herra margir litir kr. 22.990 /29 ullarhúfur margir litir kr. 7.990 Peloton ehf • Klettagarðar 23 • www.peloton.is • 666-1199 38 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.