Stétt með stétt - 01.05.1939, Side 15

Stétt með stétt - 01.05.1939, Side 15
Æ Avarp 1. maí er hátíðisdagur, helgaður verkamannastéttinni. Hann á að vekja menn til umhugsunar um aðstöðu verkamannsins, lífsskilyrði hans, þrótt og þrautseigju í örðugu og óblíðu starfi. Vfyrsta sinni í dag efnir Sjálfstæðisflokkurinn til hátíðahalda á þessum degi verkamannsins. Menn kunna að spyrja: Hvers vegna hefir hann ekki gert það fyrr? Ástæðurnar eru þær, sem hér skal greina. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að verkalýðssamtökin eigi að vera óháð póli- tískum flokkum og halda sér utan við stjórnmálin, en snúa sér eingöngu að hagsmunabaráttu verkamanna og stéttarmálum. Sjálfstæðisflokkurinn litur svo á, að hátíðahöldin 1. maí til heiðurs verkamanninum, eigi að vera alger- lega ópólitísk, eins og t. d. sjómannadagurinn í fyrra. En meðan verkalýðssamtökin eru, eins og nú er, hneppt í einræðis- og flokksfjötra, — meðan sjálfstæðis-verkamenn eru innan þeirra sviptir ein- földustu mannréttindum, — meðan verkalýðsfélögin eru notuð sem harðvít- ug flokksfélög, og meðan dagur verkamannsins, 1. maí, er ár eftir ár herfi- lega misnotaður til pólitísks áróðurs, — þá getur fjölmennasti verkamanna- flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, ekki lengur horft aðgéfðalaas á slíkar uðfarir. Þess vegna hefir hann nú ákveðið að fagna þessum degi með þeim verkamönnum, er honum fylgja að málum. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík, Óðinn, Hvöt, Heimdallur og Vörður, hafa því tekið höndum saman og kosið nefnd til undirbúnings þessum degi. Vér undirrituð, sem eigum sæti í 1. maí nefnd Sjálfstæðisfélaganna, viljum nota þennan dag til að herða enn baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og lýðræði inn- an verkalýðssamtakahna. Vér viljum nota þennan dag til baráttu fyrir sjálf- stæðisstefnunwi, þeirri stjórnmálastefnu, sem bezt getur tryggt stærsta hags- munamál verkamannanna: blómlegt atvirínulif með nægri og stöðugri vinnu. Vér viljum skora á alla, er unna frelsi og framförum, samstarfi stéttanna og sönnu lýðræði, að sameinast í dag til heiðurs hinni fjölmennu stétt íslenzkra verkamanna. 1. maí nefnd Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Gunnar Thoroddsen. Kristinn Arnason. Andrés G. Þormar. Axel Guðmundsson. Gísli Guðnason. Hannes Jónsson. Helga Marteinsdóttir. Ingvi Hannesson. María Maack. Marta Indriðadóttir. Oddur Jónsson. Ragnar Lárusson. Soffía M. Ólafsdóttir. Stefán A. Pálsson.

x

Stétt með stétt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.