Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 24
Pegar ég var í fiskvinnu - og nú
Fyrir eitthvað 15
árum var ég í fisk-
vinnu, af og til um
fimm ára skeið á
nokkrum vinnu-
stöðvum. Fékk ég þá
gott tækifæri til að
kynnast allri vinnu-
högun og starfs-
Soffía M. Olafsdóttir. háttum>
einnig hug
fólksins, er vann
með mér, því að oft hófust fjörugar
samræður í kaffihléum og stundum að
starfstíma loknum. Það var á uppgangs-
tímum verkalýðssamtakanna, eða öllu
heldur hátindi þeirra, því að skömmu
síðar fóru að gera vart við sig hin ó-
hollu áhrif þeirra, er stöfuðu af of ein-
hliða hætti þeirra að einblína stöðugt
á hækkandi kaupgjald og verkföll í
sambandi við það, án nokkurar fyrir-
hyggju.
Ég byrjaði þá á mínum pólitísku ræð-
um, ef ég má kalla það svo, því snemma
var hugurinn litaður í þá átt, og ég gat
ekki stillt mig um að láta uppi, hvað
mér bjó í brjósti, því mér hraus hugur
fullir af áhuga. Vitanlega eru oft skipt-
ar skoðanir, en menn skilja nauðsyn
þess, að standa saman. Við ætlum að
gera Óðinn að stórveldi, og hann verður
það. Við ætlum að gera hann að styrkri
stoð Sjálfstæðisflokksins, til blessunar
fyrir þjóðina, til frelsis og hagsældar
fyrir íslenzka verkamenn.
Með Óðins kveðju.
Hannes Jónsson.
við þessu ofurkappi verkalýðssamtak-
anna, er aldrei gátu haft nema slæmar
afleiðingar í för með sér fyrir verka-
fólkið og þá þjóðina í heild.
Einnig var ég því mjög mótfallin, að
verkalýðssamtökin notuðu félagsgjöld-
in til pólitískrar starfsemi. 1 stað þess
var draumur minn sá í þeim efnum, að
koma mætti upp fyrir það fé verkafólks-
ins smátt og smátt vinnufyrirtækjum
með hlutdeildarfyrirkomulagi. Ég hafði
lesið um nokkrar tilraunir í þá átt, er
sannir mannvinir verkalýðsins höfðu
tekið sér fyrir hendur og komið á bæði
í Englandi, Ameríku og víðar, og höfðu
þær gefizt ágætlega og verið varanleg-
ar. Einnig las ég seinna greinar um
þetta mál eftir Magnús Jónsson og Thor
Thors alþingismenn, er styrktu mig í
þeirri trú, að vel mætti hið sama takast
hér, ef vilji væri með. Síðar var það
tekið upp í stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins. —
Á þeim árum, er ég starfaði að fisk-
vinnu, virtist fólkið yfirleitt ekki kvíða
komandi degi. Verkalýðsforkólfarnir
lofuðu því gulli og grænum skógum, ef
þeir væru studdir, en ekki höfðu þeir
hugsað vinnuveitendum samt sjö dag-
ana sæla og kölluðu þá blóðsugur og
þaðan af verra, er fólkið átti svo að
melta sem hvert annað hnossgæti við
vinnuna.
Nú er nokkuð umliðið síðan þetta var,
en öðruhvoru hitti ég margt af því fólki,
er ég vann með, á förnum vegi, og er
kvíðbogi þess fyrir morgundeginum
greinilegur. Þetta er orðin reitings-
vinna. Óverkaður fiskur fer út úr land-
10